Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 12
12 VTKAJNÍ, nr. 4, 1947 góði minn, hvað ég hef gert af því. JEg var að lesa það í bílnum á meðan — -—“ „Gáðu í vasana á kápunni hennar Jills,“ sagði Bruce, og Madge leitaði í vösunum, dró krukl- að bréfið upp úr öðrum þeirra og spurði: „Er það þetta?“ Já, það var bréfið. Jill fékk Bruce það og hann byrjaði að lesa. „Hefur Andy skrifað þetta bréf ?“, spurði hann að lestrinum loknum. Jill kinkaði kolli. Það var svo margt, sem hún þurfti að segja honum frá, í sambandi við þetta, en það varð að bíða betri tíma. „Þegar þau Andy og Juliet fundust hefir hún snert hann eitthvað — lagt hendur sínar á hand- legg hans, ef til vill,“ sagði Bruce. „Hvað áttu við með því?“, spurði Jill. „Ég á við berggrænuna. Hún loðir við húðina, og þegar mönnum hitnar eða þeir þvo sér, þá verður húðin græn. Þetta er ganialt ráð, sem orðið hefir að víkja nú fyrir nýrri aðferðum. En gamli dyravörðurinn í klúbbnum þekkti ekki þess- ar nýtízku aðferðir og notaði gamla ráðið, sem betur fer. Þetta ráð nær þó ekki alltaf tilgangi sínum. Dyravörðurinn hafði stráð duftinu hér og þar í fatageymslunni, óg árangurinn varð ein- ungis sá, að hann fékk margar kvartanir frá ýms- um félagsmönnum klúbbsins, en þjófurinn lék jafn lausum hala og fyrr. Þennan dag höfðu fimm eða sox menn borðað morgunverð í klúbbnum, og síð- ar um daginn urðu þeir allir varir við einkenni lega græna bletti á höndum sér. Þegar þeir kvört- uðu um þetta við dyravörðinn, þorði hann ekki annað en segja þeim sannleikann og biðja þá af- sökunar. Einn þeirra, sem neytt hafði morgun- verðar í klúbbnum þennan dag, var Andy, en hann hafði sloppið við að fá þessa bletti á sig af því hann var með hanzka. Þegar þessi fyrsta tilraun hafði mishepppast hjá dyraverðinum með þeim afleiðingum, sem ég gat um áðan, þorði hann ekki að endurtaka tilraunina, og við mundum að öllum líkindum ekki hafa vitað neitt um þetta uppátæki hans með berggrænuna, ef ekki hefði að lokum verið ákveðið að leita aðstoðar lögregl- unnar vegna þjófnaðarins í fataklefanum. Dyra- vörðurinn fullyrti, að Andy hefði borðað morg- unverð í klúbbnum sama dag og hann setti gildru fyrir þjófinn með berggrænunni. Þetta reyndist vera sama daginn og Juliet var myrt, og Andy fullyrti, að þann dag hefði hann borðað í litilli matstofu í Nichigan-Boulevard. Lögreglan rann- sakaði þetta mál mjög gaumgæfilega og komst að lokum að raun um að Andy sagði ósatt um þetta. Andy hafði heyrt um berggrænuna og honum var Hka kunnugt, að hendur Juliet hefðu verið grænar eftir morðið á henni — og hann vissi því um þá hættu, sem vofði yfir honum. Þegar síðan stofuþernan — Rachel á ég við — tók til í her- berginu í fyrsta sinn eftir að Juliet var myrt, hlýtur hún að hafa hrisst sessurnar í stólunum, sem Andy lagði frakkann sinn á, og þá fengið af duftinu á hendurnar. Við gerum ráð fyrir, að Juliet hafi vitað að Andy byrlaði Crystal eitur á sínum tíma----------.“ „Já, það hefir hún vitað, og það veit ég líka núna,“ greip Jill fram í fyrir honum, og skýrði í sem fæstum orðum frá grun sínum um þetta, og að sá grunur hennar hefði nú reynzt réttur. Bruce hlustaði þegjandi á hana, en þegar hún hafði lokið máli sínu, sagði hann: „Já, ég hefði hugsað mér það eitthvað svipað þessu. Ég vissi, að eitthvað mundi hafa komið í Ijós, ef þið Juliet hefðuð fengið tækifæri til að bera saman bækurnar. Ég bjóst einmitt við, að það væri eitthvað um lyfið, að þið gætuð borið ykkur saman. Veslings Juliet! Hann hefir verið farið að gruna eitthvað, og þá varð að ryðja henni úr vegi." Bruce stakk hendinni ofan í vatnið og sneri sér síðan að Magde og sagði: „Náðu í meira vatn handa okkur, Madge." Síðan sneri hann sér að Jill og hélt áfram: „Það var Andy, sem hafði aukalykilinn að hús- inu. Hann hefir sjálfsagt fengið hann á sínum tíma hjá------Crystal. Hann opnaði fyrir Juliet og hvarf síðan á brott, án þess að nokkur sæi til hans. Hann hefir sjálfsagt haldið, að hún mundi deyja áður en hún næði þig tali. Verið getur að hún hafi heimtað að fá að tala við þig, eftir að eitrið fór að verka á hana, og hann hafi þá fylgt henni hingað og talið öllu vera óhætt, því hún mundi ekki komast lengra en rétt inn fyrir dyrn- ar. Ef Gross hefði komið 10 — já, segjum aðeins 5 — mínútum síðar, mundi Juliet ekki hafa kom- izt upp til þín lifandi. Ástand hennar var þannig, að hún gat aðeins endurtekið ósjálfrátt þau orð, sem hann hafði sagt við hana. Hún talaði þvi eins og í leiðslu." Það var barið fast að dyrum. Madge opnaði þær í hálfa gátt, og kom þá í ljós, að það var Guy Cole, sem bariE? hafði, en Madge hleypti hon- um ekki inn fyrir. „Veitingamaðurinn í bjórstofunni hefir nú lýst honum svo að ekki verður um villzt. Þeir lofuðu honum, að hann skyldi sleppa við frekari ákæru, ef hann vildi segja satt um Juliet og fylgdarmann hennar. Nú er enginn vafi á því lengur, að þetta hefir verið Andy. — Hvernig líður þér, Jill ? Ég þyrfti að tala við þig um ýmis- legt--------.“ ,,Já, en það má bíða,“ sagði Bruce. „Bokaðu dyrunum, Madge." „Bíðið augnablik, ég þarf að segja ykkur dá- lítið merkilegt," sagði Guy. „Andy var með eld- spýtnabréf í vasanum — þið vitið, svona auglýs- ingabréf -— og það var frá litlu bjórstofunni. Til að byrja með þóttist Andy aldrei svo mikið sem hafa séð þennan stað, en þetta kom heldur illa upp um hann. En hérna —“ „Þetta má bíða, Guy,“ sagði Bruce. „Og farðu nú!“ „Nú, jæja,“ sagði Guy og virtist dálítið móðg- að.ur. „En þegar allt kemur til alls, þá hef ég þó — —.“ Madge lokaði dyrunum við nefið á Guy sam- kvæmt bendingu frá Bruce. „Hvað getur þú sagt mér um eitrið í vatnsglas- inu mínu?“ spurði Jill. „Hvernig ----Heldur þú að liann hafi árætt hingað inn um miðja nótt?“ „Látum lögregluna spreyta sig á að leysa úr þessari ráðgátu!" sagði Bruce, um leið og hann helti meiru af sjóðandi vatni í balann. Ég er á þeirri skoðun að hann hafi verið viti sínu fjær af hræðslu. öll framkoma hans lýsir hugleysi, og hann hefir í rauninni alltaf verið mesta bleyða. Hann átti greiðan aðgang að húsinu, þar eð hann hafði lykilinn, en fyrst varð hann að koma mér burt, og þess vegna veit ég að það var hann, sem hringdi til mín hérna um kvöldið, þegar hvaðn- ingin reyndist vera gabb. Þannig hugsa ég mér þetta, og það mun ekki vera svo fjarri sanni. Er vatnið of heitt, Jill?“ Jill svaraði með því að ætla að kippa fótunum upp úr balanum, en stakk þeim strax niður í aft- ur, þegar hún sá svipinn á Bruce. „Það er ómögulegt að hann hafi farið að hætta sér inn í húsið í því skyni einungis, að setja eit- ur í glasið mitt og gera mig hrædda.“ „Ekkert er ómögulegt, Jill. Hver veit líka nema tilgangur hans hafi verið annar, en hann hafi brostið hugrekki á síðustu stundu." „Bruce, heldur þú í rauninni, að það hafi verið ætlun hans, að------að?“ hvíslaði Jill, en komst ekki lengra. Bruce leit hvasst á hana og sagði: „Nei, ónei. Hann vissi varla sjálfur hvað hann vildi. Hættum að tala um það, Jill, og gleymdu því.“ „Hvers vegna myrti hann Crystal þá?“ spurði Jill. Hún mundi ekki eftir að Madge var inni og leit nú á hana afsakandi. Bruce leit líka á Madge, sem nú kom í áttina til Jill. „Jill — það var ég, sem vafði hnífnum innan í klútinn þinn og faldi hann inni í herberginu þínu. Alicia hafði tekið hann úr verkfæratöskunni hans pabba. Þetta var hræðilega illa gert af mér. Ég -----Það er ekki hægt að afsaka mig á nokkurn hátt.“------Hún varð að kingja og varð ýmist eldrauð eða náföl í framan.------„Ég — — þú getur auðvitað ekki fyrirgefið mér. Ég -— ég hlýt að hafa verið viti mínu fjær.“ „Madge framkvæmdi verkið samkvæmt skip- un,“ sagði Bruce. „En það gerir hennar verknað auðvitað ekkert betri." Madge horfði bænaraugum á Jill: „Vilt þú — •— getur þú nokkurn tíma fyrirgef- ið mér þetta, Jill ?“ spurði hún svo lágt að varla heyrðist. „Ég vissi sjálf alls ekki, hvað — —.“ Jill rétti fram hönd sína. „Ég vissi ekki, hvaða afleiðingar þetta gat haft,“ hélt Madge áfram. „Ég var — hrædd. Hún sagði — ég á við Aliciu —hún sagði, að-------.“ Bruce virti Jill fyrir sér og sagði: „Já, Madge. Þú þarft ekki að skýra okkur frá þessu núna. Ég hugsa, að Jill sé ekki ein þeirra, sem eiga bágt með að fyrirgefa. Og nú máttu fara, Madge." MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.