Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 4, 1947 7 Guðrún Indriðadóttir. Framhald af bls. B. hafði forystu um leikina og leiðbeindi. Einu sinni man ég, að hann lék sjálfur. Voru þá Hellismenn leiknir og hann lék Guðmund. Þar sá ég líka Gunn- þórunni Halldórsdóttur leika í fyrsta sinn. Var það í leikriti Guðrún Indriðadóttir sem Trilby samnefndu leikriti. eftir föður minn, sem hét „Systkinin frá Fremstadal.“ Þar voru og fleiri góðir leikend- ur á ferðinni, svo sem Árni Eiríksson, Þóra Sigurðardóttir, Kristján Þorgrímsson og Sig- urður Magnússon. I Templarahúsinu voru oft leikin smáleikrit. Þar sá ég þau leika Árna Eiríksson, Stefaníu Guðmundsdóttur og Stefán Runólfsson. Og í Templarahús- inu lék ég í fyrsta sinn. Voru þ^ð þrjú smáleikrit, sem ég tók þátt í og voru þau leikin sitt í hvoru lagi. Um þær mundir er L. R. var stofnað man ég eftir því, að fað- ir minn talaði um það heima, að stofria „dramatískan klúbb.“ Úr því varð þó ekki, en litlu síðar var L. R. stofnað. Nokkrir menn úr Iðnaðarmannafélagi Reykja- víkur gengu í félagið, að líkind- um til þess að tryggja sér þar leigjauda fyrir hús sitt, sem þá var að verða fullgert. Er þar skemmst af að segja að L. R. var þarna eini fasti leigjandi um margra ára skeið. Var það ómetanlegur hagur fyrir leik- starfsemina, að hafa hús til um- ráða. L. R. hafði hvert kvöld til æfinga þegar það vildi. Iðn- aðarmannafélagið áskildi sér aðeins eitt kvöld í viku til sinna afnota. Fékk L. R. þama líka rúm fyrir leiktjöld sín og bún- inga að nokkm leyti. f fyrstu voru aðeins leikin leikrit af léttari tegund, gaman- leikir og söngvaleikir. En smátt og smátt var ráðizt í meira. Faðir minn var fyrsti leiðbein- andi félagsins, Einar Hjörleifs- son þar næst, og var hann það síðar um áraskeið. Þeir voru báðir góðir vinir félagsins. Nokkru eftir aldamótin bættust félaginu mjög góðir menn, þeir Jón Áðils og Jens Waage. Bjarni Jónsson frá Vogi var og stuðningsmaður L. R. og leið- beinandi um skeið. Var hann æ síðar, er hann var orðinn þing- maður, félaginu haukur í horni. Leikkvöldafjöldinn óx smátt og smátt og leiklistin dafnaði, þroski leikenda óx og verkefni urðu mikilvægari. Var þó fjár- hagurinn oft þröngur. Mörg góð skáldverk voru sýnd á þess- um árum, og þó að hlutur leik- enda hafi að sjálfsögðu verið þar mestur, er það engum vafa bundið að það, að félagið hafði hús til frjálsra afnota, var hið mikiisverðasta atriði. Kom það bezt í ljós þegar húsið var selt. L. R. átti kost á að kaupa hús- ið, en treysti sér ekki til þess. Var það þá selt öðrum. Hinn nýi eigandi þurfti að sjálfsögðu að láta húsið bera sig og var það þá leigt eins og frekast var nnnt, bæði fyrir dansleiki og leikstarfsemi annarra félaga. Gátu leikendur skilið, að þetta var nauðsyn eigandanum. En nú varð allt þrengra um starfsem- ina. L. R. varð að leigja sér hús fyrir æfingar, og er þó nauð- synlegt að geta æft sig á leik- sviði, sem nota á. Félagið varð að geyma búninga sína annar- staðar og koma leiktjöldum sín- Um fyrir í öðrum húsum. Og það eitt að flytja leiktjöldin til og frá kostaði mikið fé og fyrir- höfn. Þegar um aldamótin ritaði faðir minn um nauðsyn þess, að hér risi upp þjóðleikhús. Hefir vafalaust mörgum þótt það skýjaborgir einar og megn- asti óþarfi. En hann taldi leik- húsið menntastofnun og háskóla fyrir allan almenning. Nú er svo komið, að þessi draumur tun þjóðleikhús fer bráðum að ræt- ast. Má vænta þess, að þegar leikendur L. R. hefja starfsemi þar, sé í vændum blómatími fyrir leiklistina. Er gott til þess að hugsa og fagnaðarefni öllum þeim, sem leiklist unna. Munu Reykvikingar fagna opnun þjóðleikhússins, sem á að veita þeim og mörgum þeim, er til Reykjavíkur koma, ógleyman- legar ánægjustundir á komandi árum. En þó að þjóðleikhúsið taki til starfa þarf enginn að vænta þess, að það verði strax „upp- gripaafli" að vera leikari á ís- landi. Enn sem fyrr verða leik- endur að vinna starfið af ást á því, en ekki sökum þess, að það Guðrún Indriðadóttir í alningnum.“ „Litla heim- gefi svo mikið í aðra hönd. En vafalaust batna þó kjör leik- enda til muna og nokkurir verða að geta gefið sig að leiklist ein- göngu. Og starfsskilyrði verða væntanlega hin beztu, þar sem leiklistin fær nú þak yfir höfuð- ið og frjáls afnot af góðu húsi. L. R. hefir unnið merkilegt brautryðjendastarf, það hefir af kostgæfni og þolinmæði „strítt yfir veglaust og grýtt“ og ekki látið bugazt af erfiðleikum. Er það gleðiefni, að þó nokkurir af þeim leikendum, sem tekið haf a þátt í starfi og kjörum braut- ryðjendanna, skuli bráðum geta fengið viðxmanleg kjör og helg- að alla krafta sína listinni, sem þeir elska. Ég flyt L. R. beztu hamingju- óskir á þessum tímamótum og óska íslenzkri leiklist allra heilla í framtíðinni." Guðrún Indriðadóttir er fædd í Reykjavík 3. júní 1882, dóttir Ind- riða Einarssonar, hins þjóðkunna leikritaskálds og leiklistarfrömuðar, og konu hans Mörtu Pétursdóttur Guðjohnsen. Guðrún hóf leikferil sinn í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík ár- ið 1898. Þar sá Einar H. Kvaran hana leika og' bað hana að taka að sér hlutverkið Esmeralda, sem leika átti á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Var það þvi í byrjun árs 1899, sem hún lék fyrst hjá félaginu. Það varð upphaf að löngum og stórmerkileg- um leikferli. 1 september sama ár fór Guðrún til Ameríku og lék þar Láru í Ævintýri á gönguför og Guð- rún í gömlu Nýjársnóttinni. Lék hún bæði í Winnipeg og Islendingabyggð- um Bandaríkjanna. Hún kom heim aftur 1903. Skulu hér talin nokkur helztu hlutverk hennar, en ógern- ingur er að telja þau öll, því að þau eru milli 80—90. Pyrst lék hún í Apanum, síðan Lavendel í samnefndu leikriti, Káthie í Alt Heidelberg, Glory Quayle í John Storm, — telur hún það eitt bezta hlutverkið sitt og ynd- islegt leikrit —, Sara í „Vestmanna- brellum", Rachel í „Um megn“, Tril- by í samnefndu leikriti, Guðrún í „Nýársnóttin" (seinna lék hún Heið- bláin í sama leik), Berseba í„Hrafna- bjargamærin," Helga í „Stúlkan frá Tungu," eftir Indriða Einarsson, Kathia í „Sinnaskipti“, Halla í „Fjalla-Eyvindur,“ Ovidia i „Augu ástarinnar," Hrafnhildur í „Hadda- Padda," Gloria í „Enginn getur gizkað á,“ Norma í „Vér morðingj- ar,“ eftir Kamban, Hjördís í „Vík- ingamir á Hálogalandi," Hlaðgerð- ur í „Dansinn í Hruna,“ eftir Indriða Einarsson, frú March í „Gluggar", Móðirin í „Sex verur leita höfund- ar,“ frú Alvin í „Afturgöngur", Drottningin i „Vetrarævintýri", Anna drottning í „Glas af vatni,“ baróns- frúin í „Bandið“. 1906—7 var Guðrún við leiklistar- nám í Kaupmannahöfn og í tímum hjá Mantzius, Olaf Paulsen og Jern- dorff. 1912 fór hún aftur vestur um haf og lék Höllu í Fjalla-Eyvindi í Winnipeg og Islendingabyggðum við mikinn orðstír. 1 Winnipeg sá hún fyrst leikið utanlands. Var það út- dráttur úr Faust. Auk þess hefir frú- in farið nokkrar ferðir til Norður- landa og þá gert sér far um að kynna sér leiklist þar. Hún hætti að leika 1929 sökum heilsubrests, en mun hafa saknað þess, því að hún hefir haft ýndi af leiklístarstarfi sínu. Guðrún Indriðadóttir giftist 15. nóv. 1913 Páli Steingrímssyni rit- stjóra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.