Vikan


Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 6, 1947 JðLAIMOTT. Smásaga eftir Guy De Maupassant. A ðfangadagskvöldverð! Oh! — nei, því skal ég ekki koma nálægt oftar!“ Hann feiti Henri Templier sagði þetta með grimmd í röddinni, eins og einhver hefði stungið upp á því við hann að drýgja glæp, en hinir hlóu og sögðu: „Af hverju reiðistu svona?“ „Vegna þess að aðfangadagskvöldverð- ur gerði mér þann versta grikk, sem hægt er að hugsa sér, og síðan það skeði hefi ég haft ólýsanlega andstyggð á þessari gleðinótt." „Segðu okkur frá því.“ „Þið viljið vita hvernig það gekk til? Ágætt, þá skuluð þið bara hlusta. Þið munið hvað það var kalt fyrir tveim árum um jólaleytið; nægilega kalt til þess að deyða fátækt fólk á götunum. Signa var þakin ísi; gangstéttirnar frystu á manni fæturna í gegnum skósólana, og það var einna líkast því að öll veröldin væri í þann veginn að frjósa. Ég hafði stórt verkefni með höndum, og neitaði öllum kveldverðarheimboðum, þar sem ég kaus heldur að eyða kvöldinu við skrifborðið. Ég borðaði einn og byrjaði svo að vinna. En mn tíuleytið varð ég eirð- arlaus við hugsunina um iðandi skemmt- analífið alls staðar í París, hávaðann af götunni, sem náði til mín þrátt fyrir allt og kveldverðarundirbúning nábúa míns, sem ég heyrði í gegnum vegginn. Ég vissi varla lengur hvað ég var að gera; ég skrif- aði vitleysu, og að síðustu komst ég að þeirri niðurstöðu að bezt væri fyrir mig að gefa upp alla von um að afkasta nokkru almennilegu verki mn kvöldið. Ég gekk um gólf í herberginu mínu; settist niður og stóð upp aftur. Ég var á- byggilega undir dularfullmn áhrifum gleð- innar útifyrir, og ég lét undan þeim- Svo hringdi ég á þjónustuna mína og sagði við hana: „Anglea, farðu og náðu í góðan kveld- verð fyrir tvo; fáeinar ostrur, kaldar rjúp- ur, dálítið af humar og reyktu svínslæri, og dálítið af kökum. Taktu upp tvær flösk- ur af kampavíni, settu dúkinn á borðið og farðu svo í rúmið.“ Hún hlýddi dálítið undrandi, og þegar allt var tilbúið fór ég í yfirfrakkann minn og út. Hvern átti ég að koma með heim í kvöldmatinn? Vinkonum mínum hafði öll- um verið boðið eitthvað annað, og hefði ég ætlað mér að hafa einhverja þeirra, þá hefði ég átt að gera góðverk mn leið, og sagði við sjálfan mig: París er full af fátækum, fallegum stúlkum, sem munu ekki hafa neitt á borð- um í kvöld, og eru að leita að einhverjum góðgerðasömum náunga. Ég ætla að leika hlutverk forsjónarinnar gagnvart einni þeirra í kvöld; og ég skal finna einhverja, þótt ég verði að fara á alla skemmtistað- ina og ég skal leita þar til ég finn eina, sem mér líkar. Svo lagði ég af stað í leit- arleiðangurinn. Ég fann sannarlega margar fátækar stúlkur, sem voru í ævintýraleit, en þær voru svo ljótar, að manni velgdi við þeim, eða svo magrar, að þær hefðu frosið í spor- unum ef þær hefðu numið staðar, og þið viðtið það allir, að ég hefi alltaf verið veikur fyrir feitu kvenfólki. Því holdugri sem þær eru, því betur líkar mér við þær, og kvenfjall er minn draumur. Allt í einu, beint á móti „Théatre des Variétés“, sá ég vöxt, sem mér féll í geð. Ég skalf af gleði, og sagði: Drengur minn! Hvílík stúlka! Það var bara eftir að sjá framan í hana, því að andlit kvenmannsins er ábætirinn. Ég hraðaði mér, náði henni, og sneri svo allt í einu við undir götuljósi. Hún var að- laðandi, mjög ung, dökk, með stór svört augu, og ég kom strax með uppástungu mína, sem hún samþykkti án nokkurrar umhugsunar, og f jórðungi stundar seinna sátum við að kveldverðarborðinu í íbúð- inni minni. „Ó! hvað hér er notalegt,“ sagði hún, þegar hún kom inn, og horfði í kring um sig með augljósri velþóknun yfir því að hafa fundið mat og húsaskjól á hélunóttu. Hún var stórkostleg; svo fögur, að ég undraðist, og svo digur, að ég varð næst- um því hugfanginn. Hún fór úr kápunni, tók af sér hattinn, settist niður og byrjaði að borða; en það virtist ekki liggja vel á henni, og stundmn VEIZTU —? 1. Rameses II. er ríkasti maður, sem nokkurn tíma hefir verið uppi. Eignir hans hefðu numið 10,000,000,000,00 dollurum i nútíma gjaldeyri. Hver var hann? 2. Hver var sendur til að kanna landið og sjá út allsherjar-þingstað í forn- öld ? 3. Fyrir hvað var Hjalti Skeggjason dœmdur fjörbaugsmaður ? 4. Hvað er Ástralía stór? 5. Eftir hvern er þjóðsöngur Finna? 6. Hver af heimsálfunum er vogskorn- ust? 7. Hver íslenzkaði „Þúsund og eina nótt“? 8. Hvenær var það tekið í lög að íslenzku biskuparnir skyldu vígðir hér á landi ? 9. Hvað kom Fjölnir út í mörgum árgöng- um ? 10. Hvað fórust margir í Titanie-slysinu ? Sjá svör á bls. 14. komu drættir í andlit hennar eins og hún liði sálarkvalir. „Er eitthvað að yður?“ spurði ég hana. „Hu! Við skulum ekki vera að hugsa um leiðindi!“ Og hún byrjaði að drekka. Hún drakk úr kampavínsglasinu í einum teyg, fyllti það og tæmdi það aftur, án þess að stoppa og bráðlega kom dálítill litur í kinnar hennar og hún byrjaði að hlæja. Ég dáðist strax að henni, kyssti hana ákaft, og komst að því, að hún var hvorki heimsk né gróf eins og venjulegar götu- stelpur eru. Ég spurði hana um nokkur at- riði úr lífi hennar, en hún svaraði: „Það kemur þér ekkert við, litli minn!“ — Og hjálpi mér ! Klukkutíma seinna! Loksins var kominn tími til að ganga til hvílu, og á meðan ég var að taka af borðinu, sem hafði verið flutt að arnin- um, afklæddi hún sig í flýti og fór upp í. Nábúar mínir voru með hræðileg ólæti, sungu og hlóu eins og fábjánar, og svo sagði ég við sjálfan mig: Það var alveg rétt af mér að fara út og sækja þessa stúlku; ég hefði aldrei getað unnið neitt. Á þessu augnabliki heyrði ég hátt ösk- ur, sem kom mér til að líta við, og ég sagði: „Hvað er að þér, elskan mín?“ Hún svaraði ekki, en hélt áfram að and- varpa á kvalafullan hátt, eins og hún liði hræðilegar kvalir, og hélt áfram: „Líður þér illa?“ Og allt í einu gaf hún frá sér óp, ægilegt óp, og ég flýtti mér að rúminu, með kerti í hendinni. Andlit hennar var afmyndað af kvöl- um, hún néri saman höndunum, greip and- ann á lofti og gaf frá sér langar þungar stunur, sem hljómuðu einsog hrygla í háls- inum, og var átakanlegt að heyra. Ég spurði hana í fáti: „Hvað er að þér? Segðu mér hvað er að!“ „Æ! verkirnir! verkirnir!“ sagði hún. Ég lyfti upp sængurfötunum, og ég sá, vinir mínir, að hún var að fæða. Þá missti ég allt vald á sjálfum mér, og hljóp til og barði á veggina með hnefun- um, og kallaði: Hjálp! Hjálp! Dyrnar mínar voru opnaðar nær því strax, og hópur af fólki kom inn, karl- menn í samkvæmisklæðum, kvenfólk í síðum kjólum, grímubúningar, Tyrkir og hermenn, og innstreymið ruglaði mig svo, að ég gat ekki gert mig skiljanlegan, og þeir, sem höfðu haldið að slys hefði komið fyrir eða að glæpur hefði verið framinn, gátu ekki skilið hvað var að. Að síðustu gat ég stunið upp: „Þessi — þessi — kona — er að verða léttari.“ Svo litu þau á hana og létu álit sitt í ljósi. Einn þóttist þekkja þetta allt sam- an, og vildi hjálpa móður náttúru, en þau voru öll svínfull og ég var hræddur um að þau mundu drepa hana. Svo að ég þaut niður stigann, hattlaus, til að sækja gaml- Framlmld á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.