Vikan


Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 9

Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 7, 1947 9 Leikkonan Elaine Meredith sýn- ir nýja sundfatatízku. Ung hjón, stúdentar við háskóla í Ohio í Banda- ríkjunum, sem misstu allar eigur sinar nema hundinn sinn í eldsvoða. Þessi mynd var tekin af þeim eftir að vinir þeirra höfðu hjálpað þeim til að koma upp nýju heimili. David A. Ballard, 67 ára gamall lög- fræðingur i Detroit í Bandaríkjunum. Á einu ári vann hann einu sinni 152 mál af 156, en núna er hann kominn á eftirlaun og hættur störfum. Lítill drengur í Californíu syrgir hundinn sinn, sem varð fyrir vörubifreið. Myndin er af bandariskum liðsforingja, sem er talinn hafa verið tekinn til fanga af hinum grimma Lolorþjóðflokki í Kína. Hann stjórnaði þrjátíu manna farþegaflug- vél, sem fórst í Vestur-Kina. Kona þýzka hershöfðingjans Alfred Jodl ritar Eisenhower hershöfðingja skeyti, þar sem hún biður um að manni sínum sé hlíft við dauðahegningu. : Mýndin er af bifreiðaslysi í Bandaríkjunum, þar sem einn maður lét lifið. Fjórir komust af og þótti það hreinasta kraftaverk. ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.