Vikan


Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 7, 1947 • HEIIUILIÐ • Hvernig lærir barnið að tala? IMMIIiNllilHIIIIIMIMil Eftir Garry C. Myers. Ph. D. Matseðillinn. Enskt fouff. 1 kg. nautakjöt, salt, pipar, 75 gr. smjör, og plöntufeiti, 1 stór laukur, 2 dl. sparisúpa eða soð- hlaup, sósulitur (ef með þarf). Kjötið er skorið i sneiðar, sem ekki mega vera of þunnar, látið á vel helta pöimu og steikt i 2 mín. á hvorrí hlið. Pannan er skoluð með kjötsoði. Smjörið er síðan brúnað og því næst lauksneiðarnar (sem eru skomar þannig, að þær eru í hring- um) látnar ofan á buffið á fatinu. Kjötkraftinum af pönnunni er því næst hellt yfir fatið. Framreitt á af- löngu fatl. Gufusoðnar kartöflur eru bornar með. Bjómarönd. 2 dl. mjólk eða þunnur rjómi, 2 egg, % stöng vanille, 50 gr. sykur, 4 blöð matarlím, 2 dl. þeyttur rjómi. Búðlngurinn er lagaður úr mjólk, sykri og vanille. Matarlimið er leyst upp i mjólkinni. Þegar hlaupið fer að kólna, er þeytti rjóminn látinn út I; síðan hellt í hringmót, sem áður heflr veríð skolað úr köldu vatni, og sykri stráð yfir. Þegar búðingurinn er. orðinn vel kaldur, er honum hvolft & fat. Áður en rjómaröndin er fram- reddd, eru ný blóm látin innan í hring- inn, en séu þau ekki til, má nota sæt ber og ýmiskonar soðna ávexti. Að ofan er hringurinn skreyttur með hrútaberjahlaupi í smáum bitum. Skrítlur. „Treystirðu henni?“ „Ég idyndi trúa henni fyrir lifi mínu.“ , „Já, auðvitað, en myndirðu trúa henni fjrrir nokkru verðmætu ?“ * Fávísa eiginkonan: „Er það ekki undarlegt að horfa á bylgjumar, sem koma alltaf aftur og aftur?“ Veiklaði eiginmaðurinn: „Jú, góða mín, þær minna mig svo mikið á bú- reikningana heima." TÍZKUMYNDIR. Brúnn, víður frakki með flauelis- kraga. Framan á ermunum eru þröngar líningar. Blússur og pils eru afar mikið í tizku núna, enda er það hentugur búningur. Mjög mikili munur er meðal bama, hve fljótt þau læra að tala. Barn, sem er í meðallagi, hefir strax tveggja ára gainalt orðaforða, sem nemur nokkmm hundmðum, önnur böm aftur á móti, sem hafa lært nokkur orð löngu fyrr, virðast bæta mjög litlu við orðaforða sinn fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ef barnið er ekkert farið að tala tveggja og hálfs árs til þriggja ára, er nauðsynlegt að láta rannsaka heyrn þess og ráðgast við talfræðing. Það er mjög örvandi fyrir talgetu barnsins að lesa daglega fyrir það, þegar það er á öðru ári, og sérstak- lega er það gott fyrir barn, sem geng- ur treglega að læra að tala. Sömu- leiðis er það mjög heppilcgt að barn- ið sé innan um önnur börn, sem eru orðin vel talanli. Krosssaumsmynstur TáliO við bamiO. Byrjið mjög snemma að tala við barnið og haldið því áfram og talið um það, sem þið gerið við bamið og fyrir það. Forðist tæpitungu og bamababl. Gott er að raula vísur og vögguljóð fyrir barnið og helzt oft. Svarið öll- um spurningum þess vingjarnlega. Hlægið aldrei að spurningum, at- hugasemdum eða orðatiltækjum, sem barnið kann að finna upp á. Bezt væri að engum leyfðist slíkt. Talið við barnið sem mann og látið því skiljast, að það sem það segi sé þess virði að hlustað sé á það. Hvort sem barnið er tveggja eða sextán ára, þá kennið því hina gullvægu reglu, að biða meðan aðrir tala. Flest börn eiga i fyrstu I striði við einhver sérstök hljóð, og nokkur jafn- vel eftir að þau eru farin að ganga i skóla. Dæmi um slík hljóð em t. d. s, þ, r, ofl. Forðist að hlæja að slíku barnamáli eða kalla það ,,sniðugt“, gætið þess einnig að barnið fyrirverði sig ekki vegna slíks. Bezt er að leyfa baminu að ná sæmilegri færni I að tala, áður en farið er að leiðrétta þessi röngu hljóð. En talið skýrt og greiniiega-við barn- ið og eins þegar lesið er fyrir það. Vel fer á því að velja til iesturs sög- ur eða vísur, sem hafa að geyma þessi hljóð sem mestum erfiðleikum valda. Afskiptalaua leiörétting. Hentugt er að hafa stundum fyrír barninu hin réttu hljóð, án þess að krefjast þess að það hafi þau rétt eftir. En til að góður árangur náist þarf mikla lipurð og þolinmæði, svo að bamið fáist til samstarfs. Hafið ekki áhyggjur út af mál- fræðivillum barnsins. Ef talað er lýta- laust mál við barnið og lesið fyrir það úr móðurmálinu þangað til skóla- árin byrja, þá er lítil hætta á mikl- um málfræðivillum. Sýnið baminu ekki gremju eða óþolinmæði sökum villna, barnið mun smám saman bæta málfar sitt, sér- staklega er það hefir náð tiu Ui tólf ára aldri og fær löngim U1 að sýnast maður með mönnum. Þetta er Blöndahls kaffi. ^MÉHSIÍÍ KAPFIBÆTIS DUFTIÐ ♦»»»»»»:♦»»»»»:♦> ♦»»:♦:♦»»:♦:♦»»»»»:♦»' *»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»;♦»» ♦»»»»»»:♦»:♦:♦:♦:♦:♦»»:♦: »»»:♦:♦»»»:♦»»:♦:♦:♦:♦»:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.