Vikan


Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 7, 1947 13 Hvítklæddi maðurinn. Barnasaga eftir Karen Jörgensen. ÞAÐ var árið 1859 eftir orustuna við Solferino, þar sem frönsku og austurrísku herirnir börðust og þar sem Austurríkismenn biðu hræðileg- an ósigur. Prá orustuvellinum streymdu stöð- ugt hópar af særðum mönnum til borgarinnar; sumum var ekið í vögnum og kerrum, en aðrir dróg- ust áfram af veikum mætti. Meðal þeirra síðustu var hávaxinn unglings piltur, Sepp að nafni og var hann einkasonur móður sinnar. Hann hafði gengið í heriiin sem hornablásari, og hann sýndi sig í glæsilegum einkenn- isbúningnum með gyllt homið við belti sér. Honum fannst hann sem hershöfðingi þegar hann sá meðal mannfjöldans, sem hyllti hersveitim- ar, gamla leikfélaga sína. Þeir horfðu allir á eftir honum með öfimd. Þögul sorg móður hans hafði verið það eina, sem skerti gleði hans. Hún lét ekki hrifast af skrauti og hrifn- ingu drengsins; hún hugsaði imi all- ar þær hættur og grfiði, sem hann átti í vændum, grimmd og eyðilegg- ingu ófriðarins og að ekkert væri lik- legra en að hún sæi hann aldrei fram- ar. Og nú dróst hann áfram með særð- an handlegg, hárið loddi við enni hans, einkennisbúningurinn skítugur og tættur og hitasóttin kvaldi hann. Munnur hans var bólginn af þorsta, en ekkert drykkjarvatn var fáanlegt til að svala sér á. Enginn hirti um hann. Ef hann hnigi niður, tæki eng- inn eftir því, hver hafði nóg með sig. { Andlit Sepps var náfölt og stirðn- að, en enginn hermaður grét, svo var hann einnig að verða fulltíða karlmaður — en samt gat hann ekki hindrað að tvö tár hrutu af augum hans og runnu niður kinnarnar. Hann hafði heyrt að Frakkarnir hefðu komið í flýti upp sjúkraskýlum særðu, og margur maðurinn lét lífið fyrir það, að hann komst ekki nógu snemma undir læknishendur. Sepp hafði dottið yfir annan her- mann, en sá var þegar látinn og stirnaður. Sepp barðist við að halda fullri rænu, hann heyrði sjálfan sig stynja hásum rómi: „Vatn — vatn — mamma — mamma mín!“ En engin bænheyrði hann. Síðasta hugs- un hans var: „Það er gott að mamma sér mig ekki!“ Þá varð allt dimmt í kringum hann og hann vissi ekki meira af sér. Maður með sjúkrabörur beygði i kirkjunni og skólanum í litla þorp- inu Castigliones, og þangað ætlaði Sepp að leita og biðja um hjálp. En kraftar hans þurru jafnt og þétt. Hann skjögraði áfram og þegar hann kom að kirkjunni, þar sem læknarnir voru önnum kafnir, leið hann örmagna út af. Á svæðinu fyr- ir framan kirkjuna voru hópar af særðum mönnum, sem æptu og vein- uðu, en það var ekki hægt að kom- ast yfir að hjálpa öllum. I þá daga voru engar hjúkrunarkonur, sem reyndu að hlynna að og hjálpa þeim sig skömmu síðar yfir drenginn, en yppti svo öxlum og hélt áfram. „Þetta er bara Austurrikismaður. Við verðum að láta okkar menn ganga fyrir þeim!“ En allt í einu ruddi ungur maður sér braut á milli hina særðu. Hann var grannvaxinn og hvítklæddur, en fötin voru óhrein og með blóðblettum. 1 fylgd með honum voru nokkrar konur, sem reyndu að líkna hinum særðu. Þær voru með sáiaumbúðir og drykkjarvatn. Hvítklæddi maður- inn útbýtti vindlingum, hjálpaði jafnt Austurríkismönnum sem Frökkum og hvatti konurnar, svo að þær stein- gleymdu allri þreytu. Þetta voru konur úr nágrenninu, sem höfðu hrif- ist .með af ákafri löngun mannsins til að hjálpa og lina þjáningar hinna særðu. Læknamir tóku eftir, hversu hvlt- klæddi maðurinn hjálpaði þeim mik- ið. En enginn vissi hver hann var eða hvaðan hann kom. Hvítklæddi maðurinn laut yfir lif- lausan líkama. „Þetta er drengur," sagði hann og velti honum á bakið. „Veslings barnið, skyldi hann vera dáinn.“ En það leyndist líf með Sepp og þegar gert var að sári hans tók hann að draga andánn reglulega. Einu mannslífi var tfjargað þama — litl- um dreng, sem var augasteinn móð- ur sinnar. Næstu daga fékk Sepp oft tæki- færi til að sjá lifgjafa sinn. Félagar hans sögðu að honum myndi hafa blætt út ef hvítklæddi maðurinn hefði ekki rekið augun i hann. Hvit- klæddi maðurinn, eins og allir köll- uðu hann, var hinum særðu sannur vinur í þjáningum þeirra. Hann skrif- að fyrir þá bréf og hlustaði á frá- sagnir um ástvinina og veik ekki frá dánarbeði þeirra sem dóu. Þegar Sepp eftir langa og þunga legu, fölur og tærðu, kom heim dáð- ist hann mjög að hvítklædda mann- inum og sagðist eiga honum lif sitt að launa, en móðir hans blessaði þann góða mann, sem hafði bjargað synl hennar. Hvítklæddi maðurinn hét Henri Dunant og var Svisslendingur. Hann hafði verið þarna á ferð og gleymdi aldrei því, sem hann varð sjónar- vottur að eftir orustuna við Solferino og hann gerðist frumkvöðull að þeirri líknarstarfsemi, sem við nefn- um Rauðakrossinn og enginn nú ú dögum gæti hugsað sér heiminn án Rauða Krossins. Köld eru kvenna ráð. Framhald af bls. 7. sem lét í ljósi vanþóknun sína á þessu ó- þarfa mnstangi, tafarlaust aðstoð sína. Burðarkarl tók ferðatöskur hennar og hattaöskjur. Martin fékk að halda á teppi, súkkulaðiöskju og tímaritshefti, og vék hann ekki frá hlið hennar meðan farang- urinn var skoðaður. Hver smáhlutur var tekinn upp úr töskunum og athugaður, án þess svo mikið sem skuggi af perlum kæmi í dagsljósið. Frú Portland, sem aftur var komin í gott skap, brosti til hans og sagði undr- andi. — Vitið þér, að hverju þeir eru að leita? Ég skil þetta ekki. Undrun hennar var svo einlægnisleg að Martin fór að efast um að hún gæti verið sek. Þegar rannsókn farangursins var lokið kom röðin að frúnni sjálfri. Eldri kona í tollþjónustunni fór með hana á burt, með sér, en Martin stóð eftir með ferðateppið, súkkulaðiöskjuna og tímaritsheftið í fang- inu. Hann var þegar orðinn viss um að Kitty hefði leitt hann á villigötur í þessu máli, og þegar hann allt í einu sá hana koma gangandi eftir salnum í hinum lit- lausa búningi með hornspangagleraugun á nefinu með hárið slétt greitt undir flóka- hattinum gat hann varla stillt sig um að lúskra henni. Hún gekk beint til hans með tindrandi augu og sagði. — Þú ert eins og kjölturakki, sem verð- ur að sitja fallega með sykurmola á trýn- inu. Og svo bætti hún við ertnislega. Er hún mjög hrífandi frúin í loðkápunni ? — Ef perlurnar finnast á henni núna væri þetta ekki unnið fyrir gýg, hreytti hann út úr sér. — Sko þarna kemur hún. Hann kinkaði kolli í áttina til dyranna, sem frú Portland birtist í með loðkápuna á handleggnum. Hún var rjóð í kinnum og leit reiðilega út. Kitty leit af henni á Martin með saman- kipruð augu. Nú held ég að ég viti hvar perlurnar eru niðurkomnar, hvíslaði hún í æsingu. — Gætið að, þér eruð að missa súkku- laðiöskjuna úr hendinni, bætti hún við hátt um leið og frú Portland nálgaðist þau. Á næsta augnabliki var hún horfin í mannf jöldann. Ö, kvakaði frú Portland. Standið þér hérna ennþá og bíðið með allt dótið mitt? Látið mig taka við einhverju af því. ög áður en Martin gat aftrað því greip hún af honum súkkulaðiöskjuna. Hann gekk þegjandi á eftir henni hálf- lamaður af undrun, og argur yfir því að hafa ekki látið sér detta þetta í hug fyrr. Nú var hann viss um hvar perlurnar væru, — en það var Kitty en ekki hann, sem hafði uppgötvað það. Bara að hann gæti náð í bölvaða öskjuna. En frú Portland virtist ekkert kæra sig um að láta öskjuna af hendi aftur. Hvorki um borð í skipinu eða í lestinni til París- ar tókst honum að láta hana skilja, hvað honum þætti gott enskt súkkulaði, og hvað það hefði verið hressandi að fá bita af því núna í þessari rykugu frönsku lest. — Nei, þykir yður gott súkkulaði? kvakaði hún. Súkkulaði er það langbezta, sem ég fæ. Ég tók með mér eina öskju, sem eg hlakka svo til að borða þegar ég kem heim. Hugsið yður. Við erum nærri komin. Hún leit út um gluggaiin. Viljið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.