Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 10, 1947 3 Nýbyggingarráð og bv. Ingólfur Arnarson. að var merkisdagur 17. febrúar, þegar Ingólfur Arnarson, fyrsti nýsköpunar- togarinn af um þrjátíu kom til Reykjavík- ur. Enda var honum vel fagnað. Móttöku- athöfnin hófst klukkan fjögur e. h. og var henni útvarpað, en ræður héldu Jóhann Þ. Jósepsson ráðherra, Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri, Gísli Jónsson alþm., er haft hefir eftirlit með smíði skipsins og lýsti því, og Guðmundur Ásbjörnsson, for- seti bæjarstjórnar. Lúðrasveit Reykjavík- ur lék á milli ræðanna. Þegar móttökuat- höfninni lauk var siglt með boðsgesti út fyrir eyjar. Gísli Jónsson sagði í ræðu sinni, að Ingólfur Arnarson væri stærsti og glæsi- legasti togarinn, sem Islendingar hefðu enn eignast. Lengd skipsins er 145 fet, breidd 30 fet, dýpt 16 fet. Burðarmagn málefnasamningi þáverandi stjórnar- flokka, sett lög, er kváðu svo á, að 300 milj. af innstæðum íslendinga erlendis skyldu settar á sérstakan reikning og ‘einnig var sett í sömu lögum ákvæði um að sérstakt ráð, Nýbyggingarráð, skyldi ráð- stafa þessu fé til nýbyggingar á atvinnu- tækjum landsmanna. Nýbyggingarráð var svo stofnað, sam- kvæmt nefndum lögum í desember 1944, og voru þessir menn tilnefndir í ráðið: Jóhann Þ. Jósepsson, alþm., formaður, Einar Olgeirsson, alþm., varaform . Erlendur ' Þorsteinsson, framkvæmdar • stjóri og Steingrímur Steinþórsson, búnað- armálastjóri. Þær breytingar hafa þó orðið á skipun ráðsins, að Erlendur lét af störf- um eftir rúmlega 5 mán. starf í ráðinu, en í hans stað tók sæti í því Óskar Jónsson, Þesísi mynd var tekin í Nýbyggingarráði 30. april 1946, þegar dregið var um tuttugu af hinum nýju togurum. Talið frá vinstri: Jóhann Þ. Jósepsson, ráðherra, form. Nýbyggingarráðs, Anna Magnúsdóttir að draga út togaraViúmerin, Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, Ólafur Pálsson (stand- andi), fulltrúi borgarfógeta, Ólafur Tr. Einarsson, útgerðarmaður og Asgeir G. Stefánsson, forstjóri. Mannfiöldinn við komu togarans Ingólfs Arn- arssonar til Reykjavíkur. Þorkell Sigurðsson, 1. vélstjóri á togaranum Ingólfi Arnarsyni. útgerðarmaður í Hafnarfirði. Steingrímur hætti einnig störfum í ráðinu, eftir rúm- lega eins árs starf og í hans stað kom Sigurður Þórðarson, fyrrv. alþm. Skrif- stofustjóri ráðsins er Bragi Kristjánsson. Eins og að líkum, lætur var Nýbygging- arráði falið mikið og vandasamt verk, en nú, þegar ráðið hefir starfað í rúmlega tvö ár, má með sanni segja, að það hafi unnið mörg og þýðingarmikil störf í þágu ís- lenzks atvinnulífs. Fyrst og fremst má benda á, að sá þáttur íslenzks sjávarút- Framhald á bls. 7. þess er 500 smálestir. Það rúmar 300 smál. af ísfiski. I skipinu eru íbúðir og hvílur fyrir 38 menn og allar vistarverur og tæki hin vönduðustu. 1300 hestafla eimknúin aðalvél er í skipinu og knýr hún það 13 mílur á klst. Ketillinn er kynntur með olíu 1 stað kola og sparar það mikið erfiði og er þriflegra en kolakyndingin. Vikan hefir aflað sér upplýsinga um störf Nýbyggingarráðs og fara þær hér á eftir: Eftir að ráðuneyti Ólafs Thors tók við völdum í október 1944 voru samkvæmt Lúðrasveit Reykjavíkur leikur, undir stjórn Albert Klahn, við komu Ingólfs Arnarsonar. T. v.: Gmmar Thoroddsen borgarstjóri bycur, íyrir hönd bæjarstjórnar og Reykjavíkurborgar togarann, og skipshöfn hans, velkominn. — T. h.: Hannes Pálsson, skipstjóri á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Hannes er fæddur í Pálshúsi við Klapparstíg í Reykjavik, sonur Páls skipstjóra Hafliða- sonar frá Gufunesi, en Páll var bróöir Hannesar Hafliðasonar, er var formaður Fiskifélags Islands um tíu ára skeið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.