Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 5
VTKAN, nr. 10, 1947 5 —-----------------------------------Ný framhaldssaga.- Mignon G. Eberhart: V Minningar frá Melady-sjúkrahúsinu 4 SAKAMÁLASAGA I „Nú, hvað skyldi vera að henni? Var ekki að- eins verið að nota hana, þegar þér hringduð ? Það er bezt ég reyni, hvort mér gengur ekki bet- ur.“ Með þessum orðum gekk hann frá vagninum að lyftudyrunum, en ég stóð kyrr við vagninn á meðan. Ég er ekki forvitin að eðlisfari, en hvern- ig sem á því stóð, fékk ég skyndilega löngun til þess að líta á þann, sem á vagninum lá. Auðséð var að hann var stærri maður og þreknari en Pétur Melady. Ég lyfti ábreiðunni sem snöggvast frá höfði líksins, en lét hana brátt falla niður aftur. Víst var, að þetta var ekki Pétur Melady. Mér fannst ég nú geta skilið, hvers vegna ungfrú Jones, sem verið hafði yfir þessum blökkumanni, þegar hann dó, hafði verið óvenjulega taugaæst við kvöldverðinn. Ég skimaði upp og ofan stigann til að aðgæta, hvort hjúkrunarkonurnar, sem aðstoða í skurð- stofunni væru ekki að koma, en það bólaði ekki á þeim. Ég gekk þá að Jacob Teuber, sem stóð enn við lyftudyrnar og reyndi á þær, en Lillian Ash var komin þar að og horfði á tilburðina. Mér virtist hún föl og þreytuleg. „Það er ekki til neins að vera að reyna að toga I dyrnar," sagði hún. „Það er ekki hægt að opna þær nema lyftan sé við þessa hæð." „Nei,“ sagði Teuber. „Það er alveg rétt. Lyftan verður að vera á hæðinni svo hægt sé að opna.“ Þegar hér var komið, munu hafa verið liðnar um tíu mínútur frá því ég kom frá kvöldverðinum upp á þriðju hæðina og varð þess fyrst vör, að sjúklingurinn minn var horfinn. Ótti minn og órói óx með hverri mínútu. Hvað átti ég að gera ? Áður en ég vissi af, var ég komin af stað upp á fjórðu hæðina í annað sinn, en þegar þangað kom, reyndist allt vera með sömu ummerkjum og fyrr. Það logaði enn á ljóskerinu í loftinu og sjúkra- vagninn með merkinu ,,3A“ stóð enn í sömu spor- um. Ég sá, að bezt mundi vera að gera dr. Kunce aðvart og ná auk þess sem fyrst tali af stúlkunni í skrifstofunni. Ég varð að hafast eitthvað að. Ég varð að komast fyrir þessa hringavitleysu. Ég lagði af stað niður aftur, en þegar ég gekk fram hjá lyftudyrunum þarna á fjórðu hæðinni, datt mér í hug að reyna, hvort hún mundi nú koma, ef ég hringdi á hana af þessum stað. Ég þrýsti á lyftuhnappinn og rétt á eftir heyrði ég skröltið í lyftunni, sem nálgaðist fjórðu hæðina með hinum venjulega líðandi hraða. Ég heyrði svo greinilega í henni hérna í allri kyrrðinni og ég heyrði líka að hún nam staðar við dyrnar hjá mér. Ég sá að vísu ekkert Ijós loga í lyftuklef- anum, en ég vissi að hún hafði numið staðar þarna á fjórðu hæðinni. Ég opnaði dyrnar og var það auðvelt, gekk inn í lyftuna, þótt dimmt væri í henni. Ljósaper- an yar víst orðin ónýt, svo ég varð að þreifa eft- ir þriðju-hæðar hnappnum, fann hann og lyftan seig niður með mig. Ég gekk hratt út úr lyftunni á þriðju hæð og fram á ganginn, en þar var engan að sjá. Það logaði ljós í stofunni hjá Dione Melady og ég heyrði að einhverjir voru að tala saman þar inni. Teuber var farinn með vagninn, en Lillian Ash var að sjálfsögðu inni hjá sjúklingnum sínum. Ég hljóp við fót að símanum, ákveðin að gera eitt- hvað, sem að gagri mætti koma í þessari óvissu. Persónulisti : Sarah Keate, hjúkrunarkona 1 austurálmu þriðju hæðar í Melady Memorial sjúkrahús- inu, er aðalvitnið i morðmálinu, sem sagan fjallar um, og það er hún, sem segir söguna. Pétur Melady, forstjóri Melady lyfjafé- lagsins og sonarsonur stofnanda Melady Memoriai sjúkrahússins, núverandi for- maður sjúkrahússnefndarinnar. Dione Melady, dóttir Péturs, gift frænda sínum Courtney Melady. Dr. Kunce, yfirlæknir í Melady-sjúkra- húsinu. Dr. Harrigan, frægur skurðlæknir og starfsmaður við sama sjúkrahús. Ina Harrigan, kona dr. Harrigans. Nancy Page, hjúkrunarkona. Lillian Ash, hjúkrunarkona. Ellen Brody, hjúkrunamemi. Lamb, lögreglumaður. Lance O’Leary, lögreglumaður. Kenwood Ladd, húsateiknari. Jacob Teuber, starfsmaður í sjúkrahús- inu. Eitthvað hlaut að vera öðruvísi en það átti að vera. Stúlkan við skiptiborðið hlaut að vera sofandi — dauð — uppnumin. Enginn virtist vera vak- andi í þessu sjúkrahúsi nema Dione Melady og sá eða sú, sem var að spjalla við hana. Alls staðar annars staðar var þögn og ró. Ég varð að finna dr. Harrigan og sjúklingirin minn. Hvar voru þeir? Hvers vegna var allt svo einkennilegt og óvenjulegt í sjúkrahúsinu þessa nótt ? Ég hélt á heyrnartólinu í hendinni og beið þess að stúlkan við skiptiborðið svaraði. Mér varð litið inn ganginn i austurálmunni — og hvaða blettir voru þetta, sem lágu með jöfnu millibili frá lyftudyrunum og að skrifborðinu, sem ég sat við? Ég beygði mig niður og heyrnartólið féll úr hendi mér og það var eins og ég missti allan mátt. Þessir blettir voru spor eftir mig — og það voru blóðblettir! Gúmmíhælarnir á skón- um mínum höfðu sporað gólfið blóðblettum innan frá lyftudyrunum. III. KAFLI. Ég held að það fyrsta, sem ég aðhafðist, hafi verið að lyfta upp öðrum fætinum og líta neðan á hælinn á skónum. Síðan þaut ég að lyftudyrun- um og opnaði þær. Ljósin uppi á fjórðu hæðinni höfðu verið mjög dauf, en hér skein ljósið á gang- inum beint inn í lyftuklefann. Rétt við lyftudyrn- ar var auður blettur, sem ég hafði staðið á, en hvað lá þarna á gólfinu eins og í hálfhring? Ég býst við að ég hafi hrópað upp yfir mig. Svo mikið er víst, að á næsta augnabliki voru þær Nancy, Ellen og Lillian Ash allar komnar að hliðinni á mér. Þær voru náfölar í framan, tautandi, muldrandi, án þess ég heyrði hvað þær sögðu. Síðan lutum við allar fram og gægðumst inn í lyftuklefann. \ Þetta var dr. Harrigan, um það var ekki að villast. Rétt við hjartastað hans sá á skaftið á „Catlin“-skurðhníf, sem rekinn hafði verið af afli inn í hjarta hans, og skaftið var allt blettótt, eins og þvöl hönd hefði haldið um það. Við horfðum á þetta agndofa og færðum okkur ýmist fjær eða nær, en skyndilega kom einhver aftan að okkur með miklum hávaða og gaura- gangi og ruddist alveg að dyrunum. Þetta var Dione Melady. Hún ýtti Ellen til hlið- ar og leit inn í klefann, en við þessa hræðilegu sjón, er við henni blasti, hné hún hálfmáttvana upp að Lillian Ash og mátti vart á milli sjá hvor fölari var. Einhvern veginn tókst að koma Dione Melady inn í herbergið hennar, en ég held að við höfum allar staðið þarna nokkra stund ráðþrota. Næst man ég eftir þvi, að ég var komin að skrifborð- inu og farin að hringja á skrifstofustúlkuna. Feg- in varð ég, þegar ég heyrði röddina í henni og var þá ekki sein á mér að leysa frá skjóðunni: „Dr. Harrigan er dáinn. Hann er í lyftunni hérna á þriðju hæð. Kallið á dr. Kunce. Fljótt nú!“ Með þessum orðum henti ég heyrnartólinu á símann. „Látið sjúklingana ekkert um þetta vita. Segið þeim, að eitthvað smáslys hafi komið fyrir, eða eitthvað þess háttar. Svarið þér ljósmerkjunum og gætið tungu yðar. Herðið upp hugann, ungfrú Ash. Vilduð þér ef til vill hjálpa við að svara ljósmerkjunum og vita hvað sjúklingana van- hagar um?“ Ég sagði þetta ósjálfrátt, án þess að hugsa um, hvað ég var í rauninni að segja. Ég gekk eins og í ieiðslu að lyftunni og gægðist inn í hana, því mér fannst að það, sem komið hafði fyrir gæti varla verið veruleiki, heldur hefð- um við séð þetta í einhvers konar dái og það hefði aðeins verið missýning. En þetta reyndist því miður vera veruleiki. Hvar var sjúklingurinn minn, úr því dr. Harri- gan var þarna? Á næsta augnabliki var ég komin inn í her- bergi Péturs Melady. Rúmið var autt og enginn í herberginu, ekki heldur í baðherberginu. Ég leitaði undir rúminu, bak við huröir og inni í skápum, en allt kom fyrir ekki. Ég fór fram í ganginn aftur. Lillian Ash stóð við lyftudyrnar og gægðist inn. „Þetta er hræðilegt . . . hræðilegt," muldraði hún fyrir munni sér. „Dr. Harrigan dáinn — hann, sem var jafnan svo kátur og fjörlegur. Hræðilegt . . . hræðilegt." Nú heyrðist fótatak í stiganum, eins og marg- ir menn væru að koma upp saman. Ég man, að litlu síðar var dr. Kunce farinn að rannsaka líkið og kastaði fram með dálitlh millibili nokkrum spurningum um það, hvernig við hefðum fundið likið, hvar, hvenær og hvernig. Síðan gekk hann hægt — allt of hægt, fannst mér — að símanum og tilkynnti lögreglunni hvernig komið var. „Haldið þér að um morð sé að ræða?“ hvísl- aði ég. Hann kinkaði kolli og sagði: „Um annað er ekki að ræða. Dr. Harrigan er ekki — var ekki svoleiðis maður, að hann færi að fremja sjálfsmorð. Það er enginn vafi á því, að um morð er að ræða, ungfrú Keate. Hefir frú Harrigan verið tilkynnt um þetta?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.