Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 10, 1947 Inga Harrigan! Ég hafði alveg steingleymt því, að hún var í sjúkrahúsinu. Mér varð litið á dyrnar að herbergi hennar, en þær voru lokaðar og höfðu verið það allt kvöldið, þrátt fyrir hitann. „Ég hugsa að hún sé sofandi,“ svaraði ég. Dr. Kunce gekk nú hröðum skrefum að lyft- unni', en þar höfðu nokkrar hjúkrunarkonur, þar á meðal ungfrú Jones, safnazt saman af forvitni. Dr. Kunce sagði' nokkur. vel valin orð við þær, með þeim afleiðingum að hópurinn tvístraðist á svipstundu og konurnar fóru að gegna skyldu- störfum sinum. Nú kom Nancy Page og bað dr. Kunee að koma fyrst inn í herbergi Dione Melady. Þau gengu bæði inn í herbergið til hennar og ég fylgdist með þeim, því ég varð að tilkynna Dione um hvarf föður hennar. Dr. Kunce starði á mig, þegar ég minntist á hvarf Péturs Melady, flýtti sér að gefa fyrirskipanir varðandi Dione og benti mér að koma með sér fram í ganginn. „Hvað voruð þér að segja, ungfrú Keate? Er Pétur Melady horfinn?" Ég sagði honum í sem fæstum orðum frá hvarfi Péturs Melady, að dr. Harrigan hefði farið með hann upp um tólf leytið, í þeim tilgangi að skera hann upp, en þá hefði ég verið niðri við kvöld- verðinn. „Er hann þá ekki uppi í skurðstofunni, eða þá inni í sjúkrastofunni sinni?“ „Nei, nei. Ég er búin að leita, bæði uppi og niðri, en ég get ekki fundið hann.“ „Hvar er maðurinn þá?“ „Ef ég vissi það, mundi ég ekki standa hér fyrir framan yður og eyða tímanum í að gera yður það skiljanlegt, að maðurinn er horfinn!" Við vorum bæði of æst til þess að sýna venju- lega kurteisi. Hann byrjaði að blóta og ragna og muldraði eitthvað þess á milli í skeggið. Mér virtist hann taka sér hvarf Péturs Melady enn nær en dauða dr. Harrigan. Þegar hér var komið, birtist fjöldi manna í bláum einkennisbúningum í ganginum. Þetta voru lögregluþjónar og sakamálafulltrúar, og einn þeirra, sem virtist vera fyrirliðinn gekk að Dr. Kunce og kynnti sig. „Ég er Lamb sakamálafulltrúi. Övað hefir komið fyrir hér “ „Það er dr. Harrigan," sagði dr. Kunce. „Hann er inni í lyftuklefanum. Hann virðist hafa verið -----myrtur. Og hérna, hr. Lamb . . .“ Lamb sakamálafulltrúi gægðist inn í lyftuna, sneri sér síðan að okkur aftur og svaraði: „Jam?“ Dr. Kunce ræskti sig og svaraði lágt: „Og svo er auk þess einn sjúklingurinn í deild- inni hér horfinn.“ „Hver?“ spurði Lamb snöggt. „Og hvenær hvarf hann? Hvernig lítur hann út?“ Dr. Kunce tók upp vasaklút og þurrkaði sér um ennið og munninn. „Síðan um miðnætti," sagði hann hægt. „Og það er Pétur Melady." „Pétur Melady!“ át Lamb eftir. „O-jæja. Hefjið leit í sjúkrahúsinu, piltar í sjúkrastofum og alls staðar. Heyrið þið það, hm!“ Sumir lög- regluþjónanna gengu hröðum skrefum burt. Lamb sakamálafulltrúi gekk nú að símanum og hringdi. Meðan hann beið þess að svarað yrði, spurði hann dr. Kunce, hvort hann hefði nokkra hugmynd um, hver morðið hefði framið. „Nei, alls ekki,“ svaraði dr. Kunce og þurrkaði sér aftur með vasaklútnum. „Alls ekki. Ég hef ekki minnstu hugmynd um það.“ Lamb sakamálafulltrúi fór nú að tala við ein- hvern, sem hann ávarpaði með orðinu dómari. Um þetta leyti fóru meðlimirnir í stjórnarnefnd sjúkrahússins að koma. Dr. Peattie var einn þeirra, gamall maður og gráhærður, sem hafði svo að segja allt sitt líf starfað í sjúkrahúss- nefndinni. Hann var mjög alvarlegur og sorg- mæddur. „Þetta er hjúkrunarkonan hans Péturs Mela- dy,“ sagði dr. Kunce, þegar Lamb kom til okkar aftur. „Það var hún, sem fann dr. Harrigan í lyftunni. Ég held þér ættuð að segja hr. Lamb frá þessu öllu saman, ungfrú Keate.“ Ég skýrði honum frá því, sem ég vissi um hvarf Péturs Melady, svo og frá því með hvaða hætti ég rakst á líkið af dr. Harrigan í lyftunni. Þegar ég hafði lokið máli mínu, sagði dr. Kunce: „Það einkennilegasta við þetta allt saman er, að mér var ekkert tilkynnt um uppskurðinn, sem fram átti að fara nú um miðnætti á Pétri Melady. Ég vissi ekki annað, en að uppskurðurinn ætti að fara fram í fyrramálið. Og mér er nær að halda, að stúlkan í skrifstofunni hafi ekki verið búin að fá neina tilkynningu um þetta.“ Hann gekk að símanum og hringdi á skrifstofuna, lagði fyrir stúlkuna nokkrar spurningar og kom síðan til okkar aftur. „Það var eins og égbjóst við. Stúlkan í skrifstofunni hafði ekki fengið neina tilkynningu um uppskurðinn. Mér er ekki kunn- ugt um, að nokkrum hafi verið tilkynnt um þessa skyndilegu breytingu á ákvörðun dr. Harrigans um að framkvæma uppskurðinn í fyrramálið." „Hvað eigið þér við?“, spurði Lamb. „Eigið þér við að venjulega sé yður tilkynnt og skrif- stofunni gert aðvart, þegar uppskurður er fram- kvæmdur ?“ „Auðvitað,“ svaraði dr. Kunce með þótta. Hald- ið þér að það gildi ekki ákveðnar reglur i öllum sjúkrahúsum! Læknarnir geta ekki sjálfir tekið sjúklingana á vagni upp í skurðstofuna og fram- kvæmt uppskurð, án þess nokkur viti.“ Eftir nokkra þögn bætti hann við og röddin var mild- ari og þreytulegri: „Ég er svokallaður yfirlæknir í þessu sjúkrahúsi og ber að vissu leyti ábyrgð á öllu því, sem þar fer fram. En hvað um það, þótt ég hefði ekki veriö látinn vita, þá gat dr. Harrigan ekki komizt hjá því að tilkynna stúlk- unni í skrifstofunni þessa skyndilegu breytingu á fyrirætlun sinni, svo hún gæti gert aðstoðar- fólkinu í skurðstofunni aðvart og allt væri undir- búið og til taks i skurðstofunni. Hann hefir sýni- lega ekki gert þetta. Finnst yður það ekki ein- kennilegt ?“ „Ó-jú,“ svaraði Lamb dræmt. „En það er þó enn einkennilegra, að dr. Harrigan skyldi hafa látið þetta fyrirfarast, og verða síðan sjálfur myrtur. Og hr. Melady hefir horfið. Ef það hefði verið öfugt--------. Eru allar dyr sjúkrahússins lokaðar á kvöldin og nóttunni ?“ Dr. Kunce kinkaði kolli. „En gluggarnir? Eru nokkrir neyðarstigar, ef eldur kæmi upp í sjúkrahúsinu, eða varadyr?" „Gluggunum er alltaf lokað að innanverðu á kvöldin og nóttunni. Utan á húsinu er fastur brunastigi eða járnþrep, sem liggja alla leið upp á þak.“ * „Ég mun brátt komast að því, hvort öllu hefir verið lokað í kvöld,“ sagði Lamb íbygginn. „Og ef svo hefir verið, þá eru litlar likur til þess, að nokkur utanaðkomandi hafi komizt í sjúkra- húsið og myrt dr. Harrigan." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Gættu nú drengsins vel, elskan, og láttu hann ekki gráta. Ég skal ekki verða lengi. Pabbinn: Vertu óhrædd um hann, ég kann lagið á honum. Pabbinn: Sjáðu pabba, Lilli! Pabbi er eins og api, hí, hæ, hó! Hí, hæ, hó!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.