Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 10, 1947 13 Veðmála-Villi vann samt — BARNASAGA eftir Axel Bræmer. „Nei, það er áreiðanlegt. Það þorir þú ekki að gera." „Eigum við að veðja?" „Já!" Drengirnir úr þriðja bekk gagn- fræðaskólans stóðu úti í einu horni skólagarðsins. Það voru frímínútur. Andersen kennari, sem átti að halda uppi reglu í frímínútunum, stikaði til þeirra þvert yfir garðinn. Þessir drengir voru mestu óróabelgir, eink- um Villi, sem nýlega hafði tekið upp þann leiða vana að vilja veðja um alla hluti, enda var hann nefndur Veðmáls-Villi af skólafélögum sínum. En það var ekkert illt í þess- um stráka-greyjum. Andersen kenn- ari gekk óðara aftur frá þeim. Veðmáls-Villi var alltaf hrókur alls fagnaðar hjá drengjunum. Nú var hann nýbúinn að koma veðmáli af stað, um það, hvort hann sjálfur þyrði að hlaupa til Andersens kennara, slá á öxlina á honum og segja: „IJalló, vargurinn þinn." Þetta fannst félög- um hans of ósvifið til að þeir tryðu að hann þyrði að gera það. Þeir veðj- uðu allir fúslega einni lakkrísræmu á móti sleikipinna. Ó, þeir þekktu Veðmáls-Villa ekki rétt. Naumast var búið að semja um veðmálið, þegar Villi tók á sprett yf- ir garðinn og kom aftan að Andersen. Þegar hann náði honum, sló hann á herðar kennarans og hrópaði hátt: „Halló, vargurinn þinn." Félagar hans horfðu óttaslegnir á atburðinn. Hvað myndi nú gerast? Andersen sneri sér við öskureiður, en Villi flýtti sér að segja: „Já, fyrirgefið þér, Andersen, það sat mývargur á jakkanum yðar! Ég hélt að hann myndi kannske stinga yður, svo að ég sló hann burt." Næstu daga gekk sagan um allan skólann. Auðvitað barst hún kennur- unum til eyrna og af því leiddi að skólaumsjónarmaðurinn ákvað að tala alvarlega um fyrir Villa. Hann lét kalla á Villa fyrir sig inn á skrifstofuna. „Villi minn," sagði hann vingjarn- lega, „þú ert nú raunar bezti drengur, en er það satt, sem ég hefi heyrt, að þú sért alltaf að veðja út af öllu?" Villi neri saman höndunum. „Já," Reiðisvipurinn hvarf óðara af and- liti kennarans. „Þakka þér fyrir, Villi," sagði hann, „þetta var fallegt af þér." Sigrihrósandi sneri Villi aftur til félaga sinna og tók á móti vinningn- um — heilli hrúgu af lakkrísræm- sagði hann afsakandi, „það — það er orðinn einhver vani hjá mér, því að ég vinn alltaf. Ég get alls ekki stillt mig um það." „Það er ljótur vani," sagði um- sjónarmaðurinn, „auk þess hlýtur einhvern tíma að koma að því að þú tapir." „Já, ef ég gæti bara tapað — því að þá myndi ég sennilega hætta," ját- aði Villi, „en ég held, að þótt ég myndi veðja við sjálfan umsjónar- manninn þá myndi ég vinna." „ÆtU það!" sagði umsjónarmaður- inn. „Já," sagði Villi djarflega, „ég — ég þori til dæmis að veðja einni krónu að umsjónarmaðurinn er með út- saumuð axlabönd." „Ég tek veðmálinu!" sagði um- sjónarmaðurinn hlæjandi, fór úr jakkanum og hneppti frá sér vest- inu, þannig að Villi sæi axlaböndin. „Þarna sérðu að þau eru ekki út- saumuð! Þú hefir tapað." „Þá það," svaraði Villi vandræða- legur, þarna komst ég að því keyptu. Gjörið svo vel, þér unnuð." Hann dró eina krónu upp úr buxna- vasanum og lagði hana á skrifborð- ið. Umsjónarmaðurinn tók við henni með ánægju og sendi Villa burt með mildum og föðurlegum áminningum. Skömmu seinna fór skólaumsjón- armaðurinn fram á kennarastofuna þar sem Andersen sat. „Jæja, nú hefi ég vist vanið Villa af því að veðja," sagði hann hreyk- inn og skýrði frá því, sem gerzt hafði. „Að minnsta kosti lét hann í minni pokann í þetta skipti," sagði hann að endingu, ánægður með sig, „ég held að það dugi líka." Anderséh varð skoplega skrítinn í framan. _ „Það held ég varla," svaraði hann hikandi, „því að svo er mál með vexti, að áður en Villi fór inn í skrif- stofuna fékk hann mig til að veðja um það, hvort hann gæti fengið yður til að fara úr jakkanum. Og þannig vann hann af mér tvœr Tcrónur. 1. Og guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir guðs mynd. 2. Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna, því að þeir eta glæpabrauð og drekka ofbeldisvír. 3. Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar. Þegar þú ert á gangi, þá leiði hún þig, þegar þú hvílist, vaki hún yfir þér, og þegar þú vakn- ar, þá ræði hún við þig. 4. Sveinninn þekkist þegar á verk- um sínum, hvort athafnir hans eru hreinar og einlægar. * V V w * V * V V V æ V I 9 * V * ? * V V V * V V í V V » V p< * V * V V 5 V ? IMetjagerð rns Benediktssonar Símar: 4607 og 1992. Reykjavík. Býr til og selur: Snurpinætur Loðnunætur Botnvörpur ¦ Kúlupoka — — Sfldarnet — Loðnuháfa — Dragnætur Kolanet Tennisnet o. fl. Annast viðgerðir og litun á netum. >$ 9 ? V V * V * V V V V V V V V V w V V V * V V V V V V V V V V V V * 9 V V V V V V %3fiSB!(9!x!^^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.