Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 10, 1947 11 Framhaldssaga: ■■■■■■■■«!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 23 ]\ílar-tfívimtýri ÁSTASAGA eftir Anne Duffieid „Ég vil gjarnan kaupa jörðina aftur,“ svaraði Sherry. Það stendur svo vel á að ég get látið þig hafa ávísun strax. Þú komst alveg eins og kall- aður, en hefðir þó getað skrifað mér.“ „Þú ert óvenju gestrisinn maður“ sagði Sir John og hló við. „Annars þurfti ég hingað upp- eftir. Það hefir komið til óeirða í Beni-Haroun og ég vil gjarnan grufla svolítið í því. Mig grun- ar að það búi eitthvað undir." Sherry kinkaði kolli, og þeir settust inn og fóru að ræða um stjórnmálin. Sir John gisti þar um nóttina. En allt þetta olli vini hans hinum mestu heilabrotum. Hvernig stóð á þessum fjárhagsörðugleikum ? — Sir John að selja einhver verðmæti. -— Hvers vegna? — Hvers vegna voru jarðarkaupin látin ganga til baka? Sherry vissi að Sir John, eins og svo márgir auðmenn, var ekki fær um að greiða stórar upp- hæðir, nema með nokkrum fyrirvara. Það sem hann notaði ekki af hinum háu tekjum sínum, var því strax komið í verðbréf. Hann lifði sem auðugur maður, en heldur ekki meira. — Hann þyrfti aðeins að ná sambandi við London, og innan fárra vikna —. Sherry hrökk við, — inn- an fárra vikna —. En Sir John gat bersýnilega ekki beðið nokkrar vikur. Hversvegna? Hvers- vegna ? -— „Rachel! Já, það hlaut að vera Rachel. En hvernig? Hvað ætlaði Rachel sér?“ „Herra minn trúr!, hrópaði Sherry. Hún hefir heyrt — nei það er útilokað. Svo vitiaus er hún ekki. Hún verður þó að gera grein fyrir þessum peningum. Hún getur ekki notað alla þessa pen- inga án þess að gefa upp, hvert þeir fara. Svo vitlaus er hún ekki.“ „En hversvegna þurfti Rachel endilega strax þessa upphæð. Það hlaut að vera fyrir Eugene. Jæja, svo að hún barðist enn á tvennum vigstöðv- um.“ „En hvað get ég gert?“, spurði Sherry sjálfan sig. Þetta var í hæsta máta hættulegt og vanda- samt mál. Annars vegar er —. Nei, hann gat ekki setið hér lengur án þess að hafast eitthvað að. Næsta morg- un fór hann með lestinni til Kairo. Hann hringdi strax til vinar síns, sem hann hafði talað við eftir miðdegisveizluna hjá Sir John. Stuttu síðar hittust þessir tveir menn og ræddu saman í trúnaði. Sherry frétti hjá. þessum vini sínum, sem var, því fór nú betur, háttsettur í lög- reglunni —, hvernig öllum málum var háttað og — eins og hann hafði reyndar grunað — að lög- reglan væri ekki aðgerðarlaus. Hann hafði nú ráðið gátuna. Hann vissi hvers vegna Sir John lá svona mikið á peningunum, en þrátt fyrir þetta sá hann enga leið fyrir sjálfan sig. Samvizkan hans — sem alltaf hafði verið nokkuð viðkvæm — sagði honum að hann yrði að láta til skarar skríða, en ýmislegt annað, sem taka varð tillit til, aftraði honum. Honum var kunnugt um staðreyndirnar, en hvar voru sann- anirnar? Hvernig gat hann fengið af sér að fara til Sir John og segja: „Konan, sem þú elskar, og ætlar að kvænast, hefir beðið þig um mikla peningafúlgu. Hún ætlar að gefa elskhuga sínum þá.“ „Sir John mundi aldrei trúa honum. Sherry þekkti klókindi hennar nógu vel til þess. „Hvað get ég gert?“ stundi Sherry. „Er yfir- leitt nokkur nauðsyn að gera eitthvað? Er ég ekki bara kjáni, þegar öllu er á botninn hvolft?" „Sir John elskaði Rachel. Mundi hann verða þeim þakklátur sem opinberaði undirferli hennar. Var honum gerður greiði með því? Væri það ekki betur gert gagnvart honum, að lofa honum að lifa áfram í sinni sælu og blindu trú á Rachel?“ Sherry var á báðum áttum. Mundi þetta ekki endurtaka sig? En mundi hún ekki þora að tefla svona djarft aftur ? Sir John Rhys var ástfanginn og í slíkri vímu er auðvelt að blekkja menn, en hann var hreint enginn kjáni, og svo vel þekkti Sherry Rachel, að hann vissi að hún mundi fara varlega. „Þegar þessi ungi maður er á bak og burt, mun hún gleyma honum. Hann er snoppufríður þrjót- ur og veit hvernig hann á að slá á viðkvæma strengi hjá henni. Hún þarf að losna úr álögum,“ sagði Sherry ákveðinn. Hann ákvað þó að skerast ekki strax í leikinn, en dvelja þó áfram i Kairo og fylgjast með gangi málanna. Sherry byrjaði því aftur á fyrra lxferni sinu, Spilaði póló í Geaireh-klúbbnum og borðaði á ýmsum hótelum með vinum sinum. Wanda sá hann nokkrum sinnum, hann kinkaði kolli til hennar og brosti hrífandi en ópersónu- legu brosi til hennar, en hann tók aldrei þátt í samkvæmum, sem hún var í og hann heimsótti aldrei Sir John. En aftur á móti var það önnur, sem hann heim- sótti og það var — Evu Braile. Wanda og Rachel sáu liann einu sinni ganga inn til Evu, og öðru sinni sáu þær hann með Ellen litlu inni í búðinni hans Groppis. Barnið borðaði súkkulaði og í kjöltu þess lá bangsi — bersýnilega ný gjöf. Ellen faðmaði bangsann sinn og kyssti mjúkan, loðinn haus hans og horfði með tilbeiðslu á stóra manninn, sem sat við hlið hennar. Já. Wanda sá að Sherry var tíður gestur í húsi Evu og að hann hafði mikið dálæti á Ellen litlu. Hún fann til stings í hjartastað, og það komu tár í augu hennar. Hún gat ekki annað en reiðst Sherry, því varla hafði hún fyrirgefið hon- um eitt hneykslið, fyrr en hann var valdur að öðru. Þannig leið heil vika. Sherry beið átekta, en hann var órór og beið eftirvæntingarfullur frétta frá leynilögreglunni. Rachel var alveg upptekin við brúðkaupsundirbúning sinn — meðal annars voru nokkrar breytingar, sem gera þurfti á íbúð- inni. Bill Renton kvaldi Wöndu með biðli sínu, og Wanda var bæði rugluð og óhamingjusöm. Henni fannst hún vera til trafala og hún varð alltaf föl- ari og augu hennar alltof stór, en þrátt fyrir það hafði hún enn þá óbifanlega trú að Sherry elskaði hana innst í hjarta sínu. Það rann upp heitur og mollulegur dagur. Him- ininn var alveg gulur og sólin líktist koparkúlu. Loftið var þungt og lamandi og það lá eitthvað í loftinu. Wanda var dösuð og dauðuppgefin og hafði lagt sig í stól í dagstofunni, þar sem enn var breitt fyrir gluggana. Rachel, sem lét veðrið aldrei á sig fá, var í dag'eirðarlaus og ófáanleg til að taka sér nokkra hvíld. Hún sagði eftir morgun- verð að hún ætlaði yfir til Kairo til að annast dálítil innkaup, þrátt fyrir hinn kveljandi hita. Af hendingu átti Sherry MacMahon leið á skrif- stofu Sir John Rhys einmitt eftirmiðdag þessa sama dags. Hann hafði fengið nokkrar fréttir af óeirðunum í Beni-Haroun, aðsetursstað sín- um. Skrifstofa Sir Johns var í lítilli götu, sem enskar konur áttu sjaldan leið um. Sherry gekk niður eina af þessum þröngu, dimmu götum, og honum hnykkti við er hann sá spölkorn fyrir framan sig manneskju, sem hann þekkti. Það var Rachel. Hvað var hún að gera hér? Ætlaði hún. til skrifstofu Sir Johns eða eitthvað annað ? Hann herti gönguna og náði henni. „Góðan dag, ungfrú Thompson. Hvert skal halda i svona lamandi veðri?“ Hann þóttist sjá flöktandi glampa í augum hennar, og kringum munninn hörkudrætti, sem hann hafði fyrr ox-ðið var við. En hún svaraði hiklaust — nærri hiklaust: „Á skrifstofu Sir Johns. Ég var í innkaupum, og hélt að John yrði, ef til vill, samferða heim. „Betra hefði verið að fá sér leigubíl í þessum drepandi hita,“ sagði Sherry einkar blíðlega. „Við verðum þá samferða á skrifstofuna, ég þarf að færa Sir John fréttir 'af óeirðunum uppi í land- inu. „Það mun gleðja hann að sjá yður,“ svaraðihún. „Ég veit að hann hefir haft töluverðar áhyggjur af ástandinu." Rödd hennar virtist alveg róleg, en hann hefði þorað að sverja það að þessi óvænti fundur þeirra, kom henni mjög illa. Hún hafði ekki verið á leið- inni til Sir John, en lét sem sér likaði vel. Það var ekki um annað að ræða en fara með hon- um. 1 þessum borgarhluta kom ekki nema einn staður til greina sem yfirskyn — skrifstófa Sir Johns — að einum stað undanskildum, sem hún þorði ekki fyrir nokkurn mun að nefna á nafn. Þau héldu áfram þegjandi. Andlit Sherrys var skuggalegt og hörkulegt. Hver var ætlun hennar ?* Lék hún alltaf þennan tvöfalda leik, án þess að: hirða um áhættuna? En — og hann kipraði sam-- an varirnar — hún mundi ekki halda því lengii áfram. Sir John varð mjög undrandi að sjá þau. „Rachel, góða mín, þú ættir ekki að vera úti í þessum hita!“ „Ég þurfti að kaupa dálítið, og kom til að reyna að fá þig með heim, John?“ „Klukkan hálfþrjú? Elskan mín, þú ættir nú að þekkja mig betur en svo.“ En í rauninni var hann hreykinn yfir því að hún skyldi hafa hugsað til hans. Síðan sneri hann sér að Sherry. Hvað dreif þig hingað, kunningi? Beni-Haroum-málið ? „Já,“ svaraði Sherry. „Nú verð ég víst að yfirgefa ykkur, ef þið ætlið að fara að ræða um einhver viðskipti." „Nei,“ sagði Sir John. „Setztu niður og hvildu þig í nokkrar mínútur, svo ferðu heim í bílnuin. Hann er ekki hérna sem stendur, ég þurfti að senda nokkra menn með verðbréf." Rachel settist við gluggann, sem dregið var fyrir. Sherry dró stól að skrifborði Sir Johns, en í því hringdi síminn. Sir John svaraði. Það var Wanda. Það hafði komið símskeyti til Rachelar meðan hún var fjar- verandi. Ætti hún að opna það og lesa fyrir föður sinn? „Rachel er hér,“ sagði Sir John. „Lestu það fyrir hana og hann rétti Rachel heymartólið. Waiida las skeytið, rödd hennar var skýr og á-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.