Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 16, 1947 I skugga hengingarólarinnar. Smásaga eftir HERMANN JENSEN. ]|/|C TODD leynilögreglustjórinn í Lime- house-deildinni rétti úr sér í sætinu, eins og hans var vani þegar hann talaði í kennimannslegum tón við undirmenn sína. „Yður er óhætt að trúa því Thompson að við klófestum ekki Charles Gordon í svona máli. Hver einasti leynilögreglumaður hér í borginni hefir minnst einu sinni komizt í kast við Gordon — og beðið ósigur. Þótt líkumar séu oft sterkar gegn Gordon þá ber hann fram hverja f jarveru- sönnunina á fætur annarri, ogþærerualveg óyggjandi og hámákvæmar, sem klukkan mín. Ég er ekki í vafa um að Gordon er eitthvað viðriðinn innbrotið í skrifstofu P. & O. Enginn af lásasérfræðingum skuggahverfanna leikur þetta nema Gord- on, og þar að auki er ósennilegt að Gordon flytji niður í hafnarhverfið alveg tilgangs- laust. En reynsla síðustu nætur sýnir hver tilgangurinn var. Auðvitað vom það. „Orients“-demantarnir. Honum var kunn- ugt um að þeir komu með bátnum í gærkvöldi. Hann hefir gert ráð fyrir því að þeir yrðu lagðir í peningaskápinn í skrif- stofunni og þangað sótti hann þá án mikilla erfiðleika. Nú býr hann áfram í kytm sinni, segjmn svona viku eða hálfan mánuð, til þess að vekja ekki grun með skyndilegum brottflutningi. Síðan byrjar hann sama leikinn aftur yfir í Westend. En í hamingjunnar bænum yfirheyrum hann fyrst hann hefir verið handtekinn, því fróðlegt er að vita hvað hann tekur nú til bragðs. Hvað skyldi haxm segja um æVintýrið í gærkvöldi?“ Hinn ungi lögregluþjónn gekk út úr skrifstofunni en yfirmaður hans sat kyrr og varð hugsandi á svip. Hálfum tíma síðar var hann vakinn af hugsunum sínum við það að Thompson kom aftur inn í herbergið, en nú í fylgd með ungum, velklæddum manni — hinum alræmda og ósigrandi Gordon. „Jæja, Gordon, hvað kemur til að þér fluttuð niður í Eastend?" „Skriftir, lögreglustjóri. Eftir að hagur minn þrengdist hefi ég orðið að hafa ofan af fyrir mér með blaðagreinum.“ „Hvaða blað?“ urraði McTodd. ,J?ree lancing, herra minn. Ýmist hér eða þar, eftir því sem henta þykir. Auð- vitað undir dulnefni. Eftir að ég dvaldi tvö ár í æsku í ríkis-„hótelinu,“ þá finnst mér nafn mitt ekki hljóma jafn fallega og áður.“ „Ætlið þér að halda því fram að þér hafið lifað á blaðamennsku þessi tíu ár sem liðin eru síðan? Það hlýtur að vera vellaunað starf, miðað við það hve þér lif- ið ríkulega í Westend.“ „Ég kemst vel af og þarf ekki að kvarta,“ sagði ungi maðurinn. „Heiðarleg vinna borgar sig bezt.“ „Hvar voruð þér í gærkvöldi milli 11 og 12?“ „Er þetta ekki dálítið opinská spurn- ing?,“ sagði ungi maðurinn glottandi. „Þér þurfið auðvitað ekki að svara,“ sagði leynilögreglustjórinn. „Ég veit það, en ég skal samt svara eins greiðlega og ég get til að svala forvitni yðar. Ég var í „Rauða hengilampanum“ milli kl. 9 og 12. Ég var þar með grun- samlegum pilt, sem kallaður er „Malaja- Jones.“ Ég átti blaðaviðtal við hann og hafði dálitlar fréttir uppúr honum. Hann hefir lifað mjög margbreytilegu lífi og ég hefði gaman af að skrifa bók um hann.“ „Já, einmitt!“ Leynilögreglumaðurinn horfði spyrjandi á Thompson, sem kinkaði kolli glettnislega. „Þetta er allt rétt og satt,“ sagði Tomp- son. „Við höfum yfirheyrt þennan tugt- húslim og játar hann að hafa verið þarna með Gordon tímimum saman. Tími hans kemur alveg heim við framburð Gordons." „Afsakið að ég spyrji,“ málrómur Gordons var ergilega rólegur og kurteis. „En þér hafið nú vísað mér hingað inn, eyðilagt fyrir mér dýrmætan tíma og kvalið mig með f jölda nærgöngula spurn- inga. Hvað á þetta að þýða? Eruð þið að bendla mig, heiðarlegan borgara, sem unnið hefir sómasamlega vinnu í tíu ár, við eitthvað? Það var þokkalegt að vita. Gæti ég fengið lánaðan síma, svo að ég ^MMMMMniMIMIIMIIIMMIIIIIUMIIIIIHIIMHMIMIMMMIMIMMMMMMMHMMHMMMH',, I VEIZTU —? § 1- Byssukúla, sem er skotið alveg lárétt 1 kemur jafnsnemma til jarðar og sú, = sem er látin detta til jarðar úr sömu = hæð. Hvers vegna ? I 2. Til hvaða ættar telst lúðan? = 3. Hver er munurinn á hvítum pipar og i i svörtum ? | 4. Hvað hét móðir Napoleons? i 5. Hvað heitir hinn nýi varakonungur | Indlands ? | 6. Hver varð skíðakóngxu- Islands 1947 ? i i 7. Hvað er talið að Hekla hafi gosið oft i svo sögur fara af? | 8. Hverjir gengu fyrstir á Heklu? i 9. Eftir hvem er: Máninn hátt á himni skín hrímfölur og grár o. s. frv. ? | 10. Hvenær var Þjóðverjinn og uppfinn- i ingamaðurinn Rudolf Diesel uppi? Sjá svör á bla. 14. i geti komizt í samband við lögfræðing minn. Ég er að vísu ekki lögfróður mað- ur, en þó efast ég um að leyfilegt sé að fara þannig með heiðarlegan borgara." Mc Todd brosti kuldalega. „Fyrst þér eruð orðinn svona bókhneigð- ur, Gordon, þá hljótið þér að kannast við Kipling og minnast þess að hann segir á einum stað: „Austur er austur og vestur er vestur.“ Á þessu er mikill munur, Gordon. Hérna í austurhlutanum höldum við fastar um hlutina, en gert er í vesturhlutanum, þar sem þér eruð daglega á stjái. Þess vegna hefi ég nú í hyggju að hafa yður hérna hjá okkur dálítinn tíma, meðan við rannsök- um nánar fjarverusönnun yðar. Ég efast hreint ekki um sannleiksgildi hennar, því þér eruð sérfræðingur í þessum efnum. En þetta er aðeins formsatriði, Gordon. Thompson þér vísið honum leiðina til baka. Gordon gerði sig líklegan til að mót- mæla, en gafst upp við það, yppti öxlum og gekk með leynilögregluþjóninum út í varðklefann. Næstu klukkustund talaði Mc Todd á- kaft í síma. Nokkru síðar átti hann viðtal við sakadómara borgarinnar. „Við getum ekkert gert,“ sagði hann og endurtók það sem sjálfur Mc Todd hafði látið í Ijós skömmu áður við Thompson. „Við verðum að hafa strangt eftirlit með honum og það verður Yarden að sjá um. En hann er svo kænn að enginn von er til þess að ná honum með dýrgripina." „En hvað um f jarverusönnunina ?“ „Hún er svo óyggjandi að dómari gæti ekki fyrirskipað handtöku sökum hennar. Það bera það nokkrir menn að þeir hafi séð Gordon og Malaja-Jones ganga inn í veitingahúsið um kl. 9. Veitingaþjónninn minntist þess að hafa afgreitt þá. Jones var dálítið reikull á fótunum, en ég gæti betur trúað að hann hafi verið blindfull- ur. Þeir hættu um lokunartíma, en af því að Gordon hafði fengið leigt lítið hliðar- herbergi, fengu þeir að sitja áfram til kl. 12. Veitingahúseigandinn, þjónninn, bar- maðurinn og ein stúlka fullyrða það að þá hafi þeir komið út saman. Auðvitað gat Gordon hafa laumazt út um bakdyrnar lokið innbrotinu hjá P. & O. á hálfum tíma og laumast síðan inn í hlið- arherbergið. Auðvitað man Jones það ekki svo glöggt hvort Gordon skrapp frá stutta stund, því hann hefir eflaust verið afar drukkinn ef að vanda lætur. Ef til vill hef- ir Jones líka sofnað að minnsta kosti bera vitnin það að hann hafi verið mjög druslu- legur og þeir félagar skjögruðu burt. En Jones stendur þó á því fastar en fótunum að hann hafi rætt við Gordon allan tím- ann. Bifreiðarstjórinn sem ók þeim burt segir að Gordon hafi ekið heim í íbúð sína er hann hafði losað sig við Jones. Við kló- festum hann sennilega ekki í þetta sinn.“ Mc Todd hlustaði með eftirtekt, en sagði síðan glottandi eftir stutta stund: Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.