Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 16, 1947 13 Munntóbakstölur gamla Skröggs. Barnasaga eftir Enevold Kruse. Gamli Skröggar gaut augunum um handavinnustofuna. Dreng- irnir virtus allir vera niðursokknir í störf sín og enginn horfði á hann. Til frekara öryggis gekk hann þó að einum glugganum og sneri baki að drengjunum, svo að þeir sæu ekki þegar hann laumaði munntóbaksdós- inni upp úr vasa stnum. Skröggur gamli elskaði munntóbakið sitt og gat ekki án þess verið, en stráka- skammirnar máttu ekki vita um það. buxurnar sinar og ég skemmdi jakk- ann minn. Haldið áfram. Ingólfur, fylgdu Knúti niður á kennarastof- una.“ Það komst aftur ró yfir drengina. Gamli Skröggur hafði ágætan aga. Hann skoðaði jakkann. sinn, sem var sviðinn, en þó ekki meira en svo að hægt var að gera við hann. Hann fór í hann aftur. Það skyldi ekkert verða af því að menn færu að kalla hann hetju fyrir þetta smáræði, ekki frek- Ef þeir kæmust að því að hann tók upp í sig, þá myndu þeir hlæja að því. Það var varla sæmandi að láta það óátalið að þeir kölluðu hann „gamla Skrögg." En allir kennarar fá þó um síðir viðurnefni, og drengja- greyin höfðu ekkert illt í hyggju með þessu. Hann gat skilið þetta sem hvert annað gælunafn á sér. Drengjunum féll vel við hann þótt hann væri dálítið strangur, en aga varð hann að halda, hvað sem það kostaði. Skröggur beit í laumi af tölunni og lét dósina svo aftur hverfa. 1 sama bili hvað við óp frá „lím- ofninum," þar sem nokkrir drengj- anna voru önnum kafnir. Skröggur sneri sér snöggt við. Auðvitað var það Knútur, sá stirðbusi, sem hafði valdið óhappinu. Af einhverjum á- stæðum hafði kviknað i bréfarusli við hliðina á ofninum, lakkdollu verið velt þar ofan á og nú voru logarnir famir að læsast í buxnaskálmar Knúts. Skröggur tók viðbragð og þaut þangað. 1 einni svipan var hann kominn úr jakkanum og varpaði æpandi drengnum á gólfið. Með jakkanum kæfði hann svo eldinn í buxum drengsins, áður en nokkuð alvarlegt hlytist af. Þetta skeði allt á svipstundu og hættan var liðin hjá. Drengirnir hóp- uðust uin „límofninn", en gamli Skröggur ýtti þeim burt. „Þetta var ekkert," sagði hann höstugur. „Knútur eyðilagði bara ar en því að þeir fengju að vita um tuttugu og fimm ára starfsafmælið hans á morgun. Nei, ekki aldeilis Ef hann gæti bara fengið auka- skömmtun af munntóbaki hjá tóbaks- salanum, þá yrði hann glaður. Það var svo erfitt að ná sér i tölu núna eftir stríðið. Handavinnukennslan hætti á venju- legum tíma og gamli Skröggur hélt heim til sin. A morgun átti hann að kenna drengjunum ensku og hann var alveg viss um að enginn þeirra hafði hugmynd um afmælið. Það var líka ágætt. Skröggur fyrirleit þá kennara, sem tilkynntu öll afmæli sín og neyddu þannig nemendurna óbeinlínis til að safna fyrir blóm- vendi eða einhverju sliku. Daginn eftir kom hann stundvís- lega í skólann eins og venjulega. Hon- um fannst hann verða var við ein- hvem óróa meðal drengjanna og þeir kunnu furðu vel lexíur sínar. Það hlaut nú samt að vera tilviljun. Til allrar hamingju minntist enginn á afmælið eða hélt ræðu. Hann hafði varðveitt leyndarmálið vel. Svona átti það að vera, en samt var gamli Skröggur ekki að öllu leyti ánægður. Kennslustundinni í ensku var lok- ið. Drengirnir stóðu upp og þutu út. Gamli Skröggur sat kyrr við kennaraborðið, þetta var hálf dapur- legt á sjálfan afmælisdaginn, en svona hafði hann samt viljað hafa það. Hann skimaði út yfir auða kennslustofuna. Þá sá hann að eitt- hvað lá á borðunum. Strákaskamm- irnar! Hafði hann ekki oft sagt þeim að þeir ættu ekki að skilja neitt eft- ir á þeim! Hann gekk aftur í bekkinn. Hann tók lítinn böggul af fyrsta borðinu. „Til hetjunnar, gamla Skröggs," las hann undrandi, „og til hamingju með starfsafmælið.“ Hann opnaði undrandi litla bögg- ulinn. 1 honum var ein dós af munn- tóbaki! Hann gekk nú meðfram öll- um borðum. A þeim öllum — 24 — lá sams konar böggull: Ein dós af munntóbaki, snoturlega vafin í bréf og með heillaóskum og þakklæti fyr- ir það liðna! Gamli Skröggur gekk aftur að kennaraborðinu með fangið fullt af munntóbaksdósum. Hann hlammaði sér niður alveg utan við sig. „Litlu þrjótarnir," tautaði hann og brosti hamingjusamur á svipinn. „Hvernig hafa þeir komizt að því? Drengirnir mínir — blessaðir dreng- irnir." 1 fyrsta skipti varð gamla Skrögg það ljóst, hvað honum þótti í raun og veru vænt um drengina sina — og þeim um hann. Lögregluþjónn: Þér hafið víst ekki séð búlduleitan mann með gleraugu og linan hatt fara héma framhjá í bíl? Kaupmaðurinn var í miklum vand- ræðum með nýja afgreiðslumanninn, sem var mikil svefnpurka. Hann setti hann þá í fatadeildina, klæddi hann í náttslopp og hengdi miða á sloppinn. Á miðanum stóð: „Nátt- sloppamir okkar em svo hlýir og mjúkir að jafnvel sölumaðurinn get- ur ekki haldið sér vakandi." Biblíumyndir. 1. Og þegar fara átti með Pál inn í kastalann, segir hann við hersveit- arforingjann: Leyfist mér að tala nokkur orð við þig? En hann sagði: Kant þú grisku ? Ekki ert þú þó epipski maðurinn, sem fyrir nokkru vakti styrjöld og fór með fjögur þús- und morðingja út á eyöimörkina. En Páll sagði: Ég er Gyðingur frá Tarsus í Kilikíu, borgari í alkunnum bæ; og ég bið þig, leyf mér að tala til fólksins. Og er hann hafði veitt leyfið, nam Páll staðar á tröppunum og bandaði hendinni til fólksins og er gott hljóð fékkst, talaði hann á hebreska tungu og sagði. 2. Hersveitarforinginn kom og sagði við hann: Seg mér, ert þú rómversku: En hann sagði: Já. Og hersveitarforinginn svaraði: Fyrir ærið fé keypti ég þennan þegnrétt. En Páll sagði: Ég er meira að segja með honum fæddur. 3. En Agrippa sagði við Pál: Nú er þér leyfilegt að tala þínu máli. Páll rétti þá út höndina og bar fram vörn sína: Hvernig lífemi mitt hefir verið frá æskuárunum, vita allir Gyðingar, þar sem ég hefi frá fyrstu alið aldur minn hjá þjóð minni og i Jerúsalem, og hafa þeir því þekkt mig að þvi frá upphafi, vilji þeir um það vitni bera, að ég hefi lifað sem Farisei, samkvæmt strangasta flokki átrún- aðar vors. 4. Ég er umskorin á áttunda degi, af kyni ísraels, ættkvísla Benjamíns, Hebrei af Hebreum, að lögmáli til Farísei, svo vandlátur var ég, að ég ofsótti söfnuðinn, og ef litið er á rétt- lætið, sem fæst með lögmálinu, þá var ég óásakanlegur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.