Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 16, 1947 15 Fornir dansar. Framh. af bls. 3. dansarnir náskyldir öðrum nor- rænum dönsum og sumir beinar þýðingar á þeim. Hins vegar greinir menn á mn, hvort megin- hluti þeirra hafi komið til Is- lands frá Danmörku eða Noregi. En hliðstæður 40—50 íslenzkra dansa eru til í Danmörku, en 30—40 í Noregi, og sumir dans- anna eru til í ýmsum myndum um öll Norðurlönd og jafnvel miklu víðar. Það er því ekki ó- hugsandi, að sum kvæðin hafi borizt til Islands bæði frá Nor- egi og Danmörku og íslenzka gerðin sé soðin upp úr kvæðum frá báðum löndunum.... Eftir siðaskipti hættu Is- lendingar að mestu að yrkja eða þýða dansa í fomum stíl. En f jarri fer því, að áhrifum þeirra á bókmenntir íslendinga sé þar með lokið. Ekkert ljóðaform hefir orðið rótgrónara með þjóð- inni en ferskeytlan, sem íslend- ingar hafa iðkað öldum saman til þess að láta í ljós geðbrigði sín á líðandi stund. En upphaf ferskeytlunnar er rakið til lausavísna, sem kveðnar voru á gleðisamkomum, þegar karl og kona mættust í dansi. ...“ „Eruð þér maðurinn, sem bjargaði syni mínum frá drukknun?“ „Já, ég taldi það aðeins skyldu mina.“ „32g var ekki að spyrja að skyld- um yðar. En hvað er orðið af húfu bamsins?" _________ „Má ég óska þér til hamingju að vera orðinn kvikmyndaleikari." „Já, ég lék fótatakið, sem nálg- aðist.“ Ríkur maður í Aberdeen var beðinn að leggja eitthvað af mörkum til munaðarleysingahælisins. Hann sendi tvo munaðarleysingja. Þú skalt vinna áhyggjulaust átta stundir á dag. Einhvem tíma kemur að þvi að þú verður yfirmaður og þarft að vinna tólf tíma á dag og berð þá allar áhyggjumar. „Hver fann upp skóna með háu hælunum?" Það hlýtur að hafa verið stutt og snotur stúlka, sem hefir verið trú- lofuð löngum slána. „Hvers vegna vinnið þér ekki eins og allir aðrir?“ sagði konan og horfði á betlarann. „Vinnan skaðar engan.“ „Jú,“ svaraði betlarinn. „Þannig missti ég báðar konumar mínar. Tilkynning um pípulagnir í Reykjavík. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir löggilt allmarga pípulagningameistara til þess að hafa með höndum framkvæmd vatns-, hita- og hreinlætislagna innanhúss í Reykjavik, svo og lagningu kaldavatnsæða frá götu- æðum Vatnsveitunnar inn í hús. Engir nema þeir, sem fengið hafa slíka löggildingu, mega hér eftir standa fyrir slíkum verkum í Reykja- vík. Hitaveituheimæðar og tengingar við hitakerfi hús- anna framkvæmir Hitaveitan sjálf, eftir umsóknum þeirra löggiltu pípulagningameistara, sem staðið hafa fyrir lagningu hitakerfanna. Upplýsingar um hverjir hlotið hafa löggildingu, má fá hér í skrifstofunni. Vatns- og Hitaveita Reykjavíkur. Ný verzlun Höfum opnað nýja vevslun, í veglegum húsakynnum, á Hringbraut 56, undir nafninu: ..tijjiti & éi Vér munum kappkosta að hafa jafnan á boðstólum aðeins fyrsta flokks matvöru úr kjöti, grænmeti og fiski, ásamt tilbúnum mat, og munum vér sjá um að fara eftir kröf- um viðskiptavina vorra í hvívetna. Virðingarfyllst, KJÖT & GRÆNMETI H.F. HKEGGVIÐUR MAGNÚSSON SÍMI 2853.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.