Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 16, 1947 fækka tölu hinna grunuðu. Við vinnum eftir á- kveðnum reglum. Allt gengur samkvæmt áætl- un.“ „Já — auðvitað,“ sagði Kenwood Ladd kurteis- lega. „Þér komuð sem gestur í austurálmu þriðju hæðar í gærkvöldi — er ekki svo?“ „Jú.“ „Voruð þér að heimsækja frú Harrigan ?“ „Já.“ „Þekkið þér þau hjónin vel?“ „Já — nokkuð vel. Það er að segja: Ég er að teikna hús, sem þau hafa í hyggju að reisa í Westwood Height. Ég er húsateiknari, eins og þér vitið sjálfsagt. Ég hef oft orðið að ráðfæra mig við þau og hef þvi oft komið til þeirra." „Voruð þið dr. Harrigan góðir vinir?" „Nei, ekki sérstaklega. Ég var auðvitað miklu kunnugri frú Harrigan." „Hvers vegna segið þér, auðvitað?" „Vegna þess, að það er reynsla mín sem húsa- teiknara, að það er venjulega kvenfólkið, sem hefir mest að segja um allt fyrirkomulag í nýj- um húsum. Eiginmennimir leyfa konum sínum venjulega að ráða mestu í þessu efni, og það er eitt af því, sem gerir starf húsateiknaranna skemmtilegt. Að vísu er oft erfitt að gera kven- fólkinu til hæfis, en samt sem áður er einatt mjög skemmtilegt að ræða við það um fyrirkomulag húsa. —• Hafið þér nokkuð á móti því að ég reyki hér inni, dr. Kunce?" „Gjörið þér svo vel,“ svaraði dr. Kunce. „Eigið þér við, að þér hafið heldur viljað tala við frú Harrigan en dr. Harrigan sjálfan?" spurði Lamb fulltrúi. „Fannst yður það liggja í orðum mínum?“' spurði Kenwood Ladd. „Ég veit ekki. Hvað meinið þér þá?“ „Ég á við, að engan muni langa til að vera si- fellt að breyta teikningum sínum af sama húsinu. Frá þvi að fyrsta teikningin er gerð að húsi og þar til hin síðasta er fullgerð liður oft langur timi og margar og mikilsverðar breytingar hafa verið gerðar. Konur eru fljótar að taka ákvarðan- ir og fljótar að breyta þeim, en þegar þær loks- ins hafa komizt að endanlegri niðurstöðu um fyr- irkomulagið, þá er óhætt að fara að teikna mynd- ina — fram að því verður að láta sér nægja laus- legt krot.“ „Já, þér eigið við, að konurnar séu fljótar að að skipta um skoðun," sagði Lamb fulltrúi hreyk- inn. „Já, einmitt, herra fulltrúi. Skipta um skoðun og skipta um teikningar. Og það er ég, sem teikna myndimar sjálfur, því ég hef ekki efni á að hafa aðstoðarmenn sem stendur. Það er fjár- hagskreppa, eins og þér vitið — og lánið hefir ekki heiðrað mig sérstaklega með nærveru sinni." „Nærveru?" át Lamb fulltrúi eftir. „Já, það er einmitt um nærvem eða fjarveru, sem við ætlum að ræða núna. Nærveru eða fjarveru frá ákveðnum stað á ákveðinni stundu! Hvenær fór- uð þér héðan úr sjúkrahúsinu í gærkvöldi?" „Hvenær ég fór? Við skulum sjá . . . ,“ byrj- aði Kenwood Ladd hikandi, en bætti síðan við: „Unga hjúkrunarkonan i bláa og hvíta einkenn- isbúningnum kom inn í stofuna um klukkan hálf tíu, held ég, og sagði, að nú væri kominn tími fyrir mig til að fara. Ég fór ekki alveg strax eftir það. Nei, ég get ekki sagt með neinni vissu, hvað klukkan var, þegar ég fór.“ „Hvert fóruð þér eftir að þér voruð komnir út?“ „Ég gekk mér til skemmtunar nokkra stund,“ svaraði Kenwood Ladd blátt áfram. „Mættuð þér nokkrum, sem þér þekkið?“ „Nei,“ svaraði Kenwood Ladd undrandi. „Hvers vegna spyrjið þér að því?“ „Hvar eigið þér heima?“ „Ég bý í Westwood." „Nýja gistihúsinu?" „Já.“ „Þá hefir einhver séð yður, þegar þér komuð þangað inn. Haldið þér það ekki?“ „Nei, ég held að enginn hafi séð mig.“ „Haldið þér það? Það er skrítið. Er ekki fullt af þjónustufólki og skrifstofumönnum á ferli um allt húsið langt fram á nótt?“ „Næturvörðurinn hafði skroppið frá og ég kom inn á meðan. Hann hefir kannske verið í innri skrifstofunni að skrifa reikninga. Hann vinnur að því jafnframt næturvörzlunni." „Mættuð þér engum á leiðinni upp?“ „Nei, ekki minnist ég þess. Ég sá ekki neinn í lyftunni, því lyftudrengurinn var ekki við. Hann hefir sjálfsagt verið að fá sér einhverja hressingu, ískældan bjór eða ávaxtasafa. Það var mjög heitt í veðri, eins og þér rnunið." 3. Raggi: Ég ætla bara að reyna að borða eins mikið og mögulegt er á meðan ég er lítill. — 4. Raggi: — af þvi að þegar ég er orðinn stór og eins feitur og þú þá má ég ekki borða mikið! „A elleftu hæð.“ „Þér hafið þá farið í lyftimni, þótt lyftudreng- urinn væri ekki við?“ „Þér hafið þá kunnað á lyftuna? Eruð þér vel að yður í mörgu, sem lyftum við kemur, herra Ladd?“ „Hvað eigið þér við með því?,“ spurði Kenwood Ladd og þóttist ekki vita, hvert Lamb fulltrúi væri að fara, þótt sjá mætti á svip hans, að hann skildi það vel. „Ég meina það, sem ég sagði,“ svaraði Lamb fulltrúi með áherzlu. „Eruð þér vel að yður í ýmsu, sem lyftum við kemur?" „Ekkert meir en almennt gerist, held ég,“ svarði Kenwood Ladd þá og blés frá sér reyknum. „Ef þér eigið við það, hvort ég þurfi á lyftu- drengnum að halda til að komast upp til mín, þá get ég hiklaust svarað þvi neitandi. Lyftudreng- imir í Westwood eru ekki alltaf við, svo það kæmi sér illa, ef menn gætu ekki sjálfir sett lyftuna af stað, þegar þeir eru ekki viðstaddir." „Komuð þér nokkurstaðar við á leiðinni heim? 1 hressingarskála? Vindlingabúð?" Við þessa spumingu varð Kenwood Ladd sem snöggvast hálf einkennilegur á svipinn, en hann gætti sin og jafnaði sig fljótt. „Nei — ég man ekki eftir því,“ svaraði hann hægt. „Ef þér hefðuð komið á einhvern slíkan stað, þá gæti það komið sér vel fyrir yður að muna það,“ sagði Lamb fulltrúi og brosti hæðnislega. „Hvers vegna?“ spurði Kenwood Ladd. „Vild- ur þér gjöra svo vel og gefa mér skýringu á því?“ „Þér segið, að enginn hafi séð yður, þegar þér fóruð út úr sjúkrahúsinu, á leiðinni heim eða eftir að þér komuð þangað. Þér getið þvi ekki sannað, að þér hafði verið farnir út úr sjúkrahúsinu um miðnætti. Þér voruð að heimsækja frú Harrigan, en um miðnætti var maður hennar myrtur hér í húsinu. Skiljið þér mig nú?“ Ég varð hálf undrandi við að sjá, að það var eins og Kenwood Ladd létti. við þessa skýringu. Hafði hann búist við einhverri annari skýringu og gat hún komið sér ver fyrir hann en þessi? „Nú skil ég, hvert þér éruð að fara, herra full- tiúi,“ sagði hann rólega. „Ég hefði mátt búast við þessu. En yður skjátlast, herra fulltrúi. Það var ekki ég, sem myrti dr. Harrigan." „Jæja? Einhver hefir samt gert það.“ „Það efa ég ekki,“ sagði Kenwood Ladd bros- andi. Dr. Kuncce hefir víst fundist þeir vera lengi að komast að efninu og greip nú fram í fyrir þeim og sagði: „Ég vil vekja athygli yðar á því, herra Ladd, að við þurfum aðeins að fá að vita með vissu, hvar þér voruð staddir um miðnætti í gærkvöldi. Þetta ættuð þér að geta sannað, ef þér vilduð, enda er þetta aðeins gert til málamynda. Við verðum að komast að því sem fyrst, hverjir hafi verið í námunda við-----------.“ „Afbrotastaðinn?,“ greip Kenwood Ladd fram í. „Jæja — ég skal athuga, hvort ég get hjálpað ykkur nokkuð í því efni.“ „Svona, svona,“ gall Lamb fulltrúi við. „Verið þér nú ekki með nein látalæti. Hér er alvara á ferðum. Þér þurfið ekki að hjálpa okkur með neitt nema það, sem viðkemur sjálfum yður. Ef þér getið sannað, hvar þér voruð í gærkvöldi um miðnætti, þá er það yður fyrir beztu.“ „Mér datt alltaf í hug, að þér munduð vilja reyna að bendla mig við þetta mál,“ svaraði Kenwood Ladd og reyndi að dylja reiði sína. „Blöðin mundu þiggja slíkar fréttir, ef það fylgdi með, að ég hefði oft komið í heimsókn til frú Harrigan. Auk þess mundi fólk þá taka eftir því, hvað þið emð duglegir lögreglumenn- irnir." Dr. Kunce ræskti sig og muldraði: „Svona, herra Ladd. Svona, svona." „Þannig lagað tal hjálpar yður ekkert, ungi maður,“ sagði Lamb fulltrúi alvarlegur. „Vor- uð það ekki þér, sem voruð sifellt á eftir konu annars manns?" 1. Raggi: Amma, get ég fengið eitt stykki enn af kökunni? 2. Amma: Alls ekki! Þú ert búinn af fá, tvö stykki. Ætlarðu að borða þér til óbóta ? Raggi: Nei, amma. ,,Á hvaða hæð er herbergið yðar í húsinu?1 MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.