Vikan


Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 20, 1947" Fundur í ríkisráði í fjarveru forseta íslands Forseti Sameinaðs Alþingis, forseti hæsta- réttar og forsætisráðherra fara með vald for- seta Islands í fjarveru hans. Vigfús Sigur- geirsson tók þessa mynd á fyrsta fundi ríkis- ráðs í fjarveru forseta, en hann fór til Dan- merkur til þess að vera þar við útför Kristjáns tíunda. Fundurinn var haldinn 1. maí. A mynd- inni eru, taldir frá vinstri: Jóhann Þ. Jósefs- son, fjármálaráðherra, Emil Jónsson, sam- göngji- og viðskiptamálaráðherra, Bjami Bene- diktsson, utanríkis- og dómsmálaráðherra, Stefán Jóh, Stefánsson, forsætis- og félags- málaráðherra, Gunnlaugur Þórðarson, ríkis- ráðsritari, Jón Pálmason, forseti Sameinaðs Alþingis, Jón Ásbjömsson, forseti hæstaréttar, Eysteinn Jónsson, menntamálaráðherra, og Bjarni Ásgeirsson, atvinnumálaráðherra. PÓSTURINN Kæra Vika! Viltu segja mér eitthvað um leik- arana Guy Madison og Dennis Morg- an. Púlla. Svar: Gay Madison er fæddur 19. jan. 1922 í Bakersville, Kaliforníu og heitir réttu nafni Robert Ozelle Mosely. Hann er ljóshærður og blá- eygður og er aðal áhugamál hans siglingar. Áður en hann gerðist leik- ari var hann í sjóhernum. Slðustu kvikmyndir hans em þessar: „Till the end of time,“ „Since you went away,“ „Honymoon." Gay Madison er ókvæntur. Dennis Morgan er fæddur 20. des- ember 1910 I Prentice, Wisconsin og heitir Stanley Morner. Hann er kvæntur Lillian Vedder og hefir brúnt hár og blá augu. Hann var áður viðarhöggsmaður. Síðustu kvik- myndir hans em: Two guys from Milwaukee," „My wild irish rose,“ „Time, the place, the girl,“ „Christ- mas in Connecticut.“ Dennis Morgan Fermingargjafir Gottsveinn Oddsson úrsmiður. - Laugavegi 10. (Gengið inn frá Bergstaðastr.) er mjög hrifin af tónverkum eftir Grieg. Kæra Vika! Þú sem leysir ÖU vandamál, og höfum við því mjög gaman að lesa póstinn. Við höfum alltaf keypt hvert blað og emm því fastir kaupendur. Okkur langar mjög mikið til að biðja þig að birta fyrir okkur er- indið. „Allt er í lagi lagsi minn.“ Viltu gjöra svo vel að segja okkur um leið hvort það þarf að senda peninga til þess að birta vísur. Við vonumst eftir svari i næsta blaði. Með fyrir fram þökk. Þóra og Jóa. Svar: Við birtum kvæðið „Állt er í lagi, lagsi minn“ í jólablaði Vik- unnar 1945. Nei, það kostar ekkert. Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Vikunni hafa borist mjög margar beiðnir um bréfasambönd á undan- fömum áram og hefir hún birt þó nokkuð mikið af þeirn. Margir hafa sent greiðslu fyrir birtinguna, en upp- hæðirnar hafa verið mjög á reiki, frá 1 kr. upp í 10 kr. Blaðið hefir því ákveðið að skapa fasta venju um þetta, að greiddar verði framvogis fimm krónur fyrir birtingu á nafni, aldri og heimilisfangi, og séu þær sendar með beiðninni. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Oddný Bárðardóttir (16—18 ára) Vík í Mýrdal, V-Skaftafellss. Ásdís Ingibergsdóttir (16—18 ára) Vik í Mýrdal, V-Skaftafellss. Jón Friðbjömsson (17—21 árs) Höfða, Grunnavíkurhreppi N-lsa- fjarðarsýslu. Ölafur Friðbjörnsson (14—16 ára) Sútarabúðum, Grunnarvík N-lsa- fjarðarsýslu. Hörður Ágústsson (14—15 ára) Kirkjuveg 29, Vestmannaeyjinn. Birgir Sigurðsson (15—16 ára) Kirkjuveg 29, Vestmannaeyjum. Þorgerður Finnbogadóttir (16—20 ára) Vík í Mýrdal, V-Skaftafells- sýslu. $ V Í V V i i V V V Í i V * g I I i i V i i V I V V V * g V I I I V i i i i i i i i i i i i i i i i ►5 MJALTAVELAR „Cascoigne“-mjaltavélar eru viðurkeimdar af fjölda bænda í mestu mjólkurframleiðsluhéruð- uðum landsins. „Cascoigne“-mjaltavélar eru með föstum lögn- um, og þar af leiðandi þær lang-heppilegustu hér á landi. Getum ennþá tekið á móti pöntunum til af- greiðslu í vor og sumar. Véla- og raftækjaverzlunin Hekla Tryggvagötu 23, Reykjavík. Sími 1279. ♦»»»>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»-«;,-4-*-*-*: Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.