Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 20, 194T
ur. Hvað sem öðru líður þá. fer ég til hans. Ég
verð að binda enda á þessa draumóra mína."
Eina hættan, sem fólst í þessu var, að majórinn
gat þekkt hana aftur. En henni fannst það samt
ósennilegt eftir öll þessi ár og þar hafSi hún haft
rétt fyrir sér.
Svar Albertu við fyrsta bréfi Lindu var komið
frá Abbou Abbas:
„Skelfing er ég fegin að Kaye majór er geðug-
ur maður og að þú skulir kunna vel við íbúðar-
húsið. En eftir lýsingunni að dæma hlýtur að vera
skuggsýnt inni í því af öllum trjánum í kring og
ég hefi alltaf heyrt að það væri óheilnæmt að búa
þar sem jarðvegurinn væri svona rakur. En þú
hefir auðvitað flugnanet yfir rúminu? Og mundu
að draga það alltaf fyrir. Mér finnst heimskulegt
nafnið á búgarðinum, en það hefir vakið löngun
hjá bróður þínum til að sjá staðinn — hann talar
um að fara til Egyptalands í október. Freeman
læknir hvetur hann til þess, því að Michael er
ekki velgóður í hálsinum. Þar sem heilsa hans
er í veði vil ég auðvitað ekki hafa á móti því,
en sjáum nú hvað setur. Eg vona að þér liði
vel — bréfin þín eru hressileg, en þú hefir gott
skap og sættir þig við allt. Ég er samt sömu
skoðunar enn þá, hvað viðvíkur þessu heimsku-
lega uppátæki þínu."
Linda lagði bréfið frá sér og skimaði ósjálf-
rátt í kringum sig. Henni fannst hún heyra
Albertu hnusa með fyrirUtningu rétt hjá sér.
Heimþráin náði allt í einu tökum á henni. Við
lestur þessa bréfB fannst henni. hún sjá heimili
sitt og mágkonu sinnar skýrt fyrir sér. Linda
kunni að meta Albertu að verðleikum — þekkti
alla hennar kosti, en hafði svo gaman af sérvizku
hennarv
„Guð blessi hana fyrir hennar góða hugsunar-
hátt!" hugsaði hún. Hún vill fara til Egyptalands,
ef læknirinn ráðleggur Michael það. Henni var
það mjög á móti skapi, en vildi þó leggja það á
sig. En hún gat verið óhrædd við Sybil, þann
varg. Hérna, þar sem Tony Severing og Daintry
voru, hafði Sybil nóg að gera og mátti ekki vera
að því að fórna tíma sínum öðrum.
Hún var önnum kafin þessa stundina, það gat
Lindá heyrt á öllu. Frá svölunum heyrðust raddir
og grammófónmúsik. Tony hafði komið frá Abbou
Abbas þennan dag, sem var sunnudagur og, færði
þeim póstinn um leið. Linda hafði strax farið
með bréf sín út í garðinn til að njóta þess að
lesa þau þar í friði.
Það voru nokkrar línur frá Michael, bréf frá
vinum í London og að síðustu bréfið frá Albertu.
Skuggsýnt — óheilnæmt . . . þessi paradís á
jörðinni!
Því að þettá var sannkölluð paradís — blóma-
garðurinn, sem umlukti húsið, var litskrúðugur
og loftið þrungið blómailm. Rósir uxu hvarvetna,
jasmínur og ástagrös vöfðu sig upp eftir róaa-
stilknum.
Alls staðar, hvar sem maður leit, uxu mímósur,
en fyrir sunnan sjálfan garðinn stóð þyrping af
mangótrjám, dökkum og skuggalegum og minntu
ræturnar á þeim á höggorma. A bak við álmuna,
þar sem þjónustufólkið bjó var víngarðurinn og
fyrir handan hann ávaxtaekrurnar þar sem appel-
sínu-, sítrónu- og fíkjutré uxu í löngum röðum
ásamt dökkum bananatrjám. Innan um allan
þennan gróður voru blikandi áveituskurðir. Linda
elskaði þá — þeir settu svip á landslagið og frá
þeim lagði svala í hitunum.
„Svo Michael langar til að koma," hugsaði
Linda. „Hann yrði hrifinn af staðnum, en hvernig
yrði Alberta . . .?" Hún gat ekki ímyndað sér
Albertu í þessu umhverfi.
En auðvitað átti Alberta hvergi heima nema á
heimili sínu, Great Spinneys. Hún var ein af
þeim, sem ekki gat lagað sig eftir umhverfi
og aðstæðum. Linda brosti og las bréfið einu
sinni aftur áður en hún stakk þvi í umslagið.
„Skelfing er ég fegin að Kaye majór er geðug-
ur maður."
Dökk augu Lindu hvíldu á nafninu — og hún
fékk hjartslátt af því einu að sjá þetta nafn
skrifað með rithönd Albertu.
„Já, mér geðjast sannarlega vel að þér Kaye
majór! Og þú — þú ert að venjast mér. Þú ert
ekki lengur eins leiður á nærveru minni og í
upphafi. Það er ágætt."
Linda og Sybil voru núna búin að vera í þrjár
vikur í Egyptalandi og það var komið fram í
september. Það var samt enn þá óþolandi hiti —
þurr og þreytandi, svo að mönnum lá við að
gefast upp — en við sólarlag varð andrúmsloftið
rakara og svalt og frá blómunum lagði töfrandi
ilm. En þessi kvöldfegurð varð ekki til að lækna-
Lindu af astardraumórum hennar, heldur þvert á
móti. Hún hugsaði með sársauka um horfna æsku
sína og þráði að verða aftur ung.
Hún gaf Sybil gætur í laumi. Það bærðust með
henni móðurlegar tilfinningar og áhyggjur um
ungu stúlkuna. Hún var að vonast til að kvöld-
fegurðin yrði til að mýkja hið kalda skap Sybil-
ar. En Linda gat ekki betur séð en að Sybil væri
algjörlega ósnortin af fegurðinni. Hún notaði
kvöldin eins og henni þóknaðist — og aðallega
til þess að daðra úti á myrkum svölunum, á
sama hátt og hún gerði um borð. Linda komst
fljótt að raun um það að það þurfti meira tiL
en egypzka kvöldf egurð, ef breyta ætti Sybil. Hún
var eins og frá upphafi, sjálfselskufull, leitandL
eftir aðdáun karlmanna, harðlynd og köld i við-
móti við Lindu.
Annars var samlyndið ágætt. Til að byrja með
hafði majórinn verið uppstökkur og taugaveikl-
aður, en þó ákafur að gera gestum sínum allt tii
þægðar. En þær urðu þó varar við að með sjálf-
um sér var hann öskureiður yfir að þurfa að taka.
kvenmenn inn í piparsveinaheimilið sitt. En þetta.
breyttist þó strax eftir fyrstu vikuna.
Hann hætti að sýna gestum sínum vandræða-
lega gestrisni, en varð í þess stað blátt áfram og
vingjarnlegur. Þeim þremur létti strax eftir
fyrstu dagana og urðu miklu kunnuglegri. Eða
með öðrum orðum, Kaye majór var farinn að
venjast Lindu og SybiL
„En ég get ekki vanist þér, hugsaði Linda.
„Hvers vegna hefir þú ekki breytzt? Hvers
vegna ertu ekki orðinn feitur, sljór og leiðinlegur.
Það ættir þú. að vera orðinn á þessum aldri —
og það hefði læknað mig. En þú breytist aldrei."
„Eg hugsa bara una þig — og gleymi öllu öðru,"
söng einhver uppi á svölunum. Þetta hlaut að vera
plata, sem Sybil lék á grammófóninn. En nú.
mundi Linda að hún hafði heyrt bifreið aka upp
trjágöngin fyrir þó nokkurri stundu og hlutu
því að vera komnir gestir.
Hún hljóp í gegnum garðinn og inn á sval-
irnar.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
¦ %s£J i
* \
Æ (f / I / £_
w í j
Mamman: Heyrðu elskan, láttu mig fá litla vininn.
Pabbinn: Leyfðu mér heldur að leika mér við hann. Hon-
um þykir svo vænt um pabba sinn.
Mamman: Gættu hans vel. Ég ætla að fara að elda matinn.
Pabbinn: Sko, hvað Lilli er stór!
Mamman: En hvað er elskulegt
af vininum mínum að gæta Lilla.
Hann virðist aldrei verða þreyttur
á að leika sér við hann.
Mamman: Ó, almáttugur! Lilli að gráta! Pabbinn: Hérna, engillinn minn. Nú getur þá tekið við
honum.