Vikan


Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 20, 1947 inum fram í skýliS. Eg býst við, að það hafi lið- ið svona fimm til'tfu mínútur." „Þér fóruð í aðallyftunni upp með vagninn, eða hvað?" „Já, herra." „Urðuð þér varir við nokkuð óvenjulegt?" „Nei, herra." Hann fékk ákafa hóstakviðu, þurrkaði að henni lokinni framan úr svitastorknu andlitinu og bætti við: „Ekkert óvenjulegt, herra. Þegar ég kom upp á þriðju hæðina, ýtti ég vagn- inum fram í ganginn og dró hann síðan á eftir mér inn í vesturálmuna. Eg varð ekki var við neinn fyrr en ég kom inn í ölmusudeildina." „Var enginn á ferli á ganginum i austurálm- umii?" „Nei, herra. Engin lifandi sál." „Hvað haldið þér að langur tími hafi liðið frá því þér hringduð á lyftuna á fyrstu hæð og þar til hún kom niður til yðar? Eg á við — á hvaða hæð haldið þér að hún hafi verið, þegar þér hringduð?" „Við skulum sjá," svaraði Teuber vandræða- legur á svipinn og hugsaði sig um nokkra stund. „Það er erfitt að fullyrða þetta með nokkurri vissu. Mér er þó næst að halda, að hún hafi kom- ið ofan af fjórðu hæð. Að minnsta kosti leið of langur tími til þess, að hún hefði komið ofan af annarri hæð. Eg get ekki gert mér fyllilega grein fyrir því, hvort lyftuklefinn hefir heldur verið á þriðju eða fjórðu hæð, þegar ég hringdi." „Eruð þér vissir um að klukkan hafi verið orð- in fimm mínútur yfir tólf, þegar þér hringduð á lyftuna? Það hefir ekki verið fyrr?" „Nei, herra. Það hefir varla verið fyrr. Eg þurfti að klæða mig, eins og ég sagði yöur áðan, og það tók mig nokkrar mínútur og svo fór ég eftir sjúkravagninum. Eg get þö ekki sagt þetta með vissu." „Það var enginn i lyftúnni þegar þér komuð inn í hana, eða hvað?" „Nei, herra, enginn." „Komuð þér nókkuð að lyftunni eftir þetta fyrr en þér komuð aftur með sjúkrabörurnar úr yesturálmunni og mættuð ungfrú Keate?" „Nel, herra. Eg var allan timann í vesturálm- "unni." Ungfrú Blane var yfirheyrð næst á eftir Teuber. Hún staðfesti framburð hans að svo miklu leyti sem hana áhrærði. „Notaði nokkur annar vörulyftuna um kvöld- ið 7. júlí en þessi starfsmaður?" „Nei herra. Enginn. Eg mundi hafa orðið þess vör, ef svo hefði verið, því það skröltir svo I henni. Húsið skelfur beinlinis, þegar hún er í gangi." „Gerðist nokkuð óvenjulegt í yðar álmu þessa nótt eða þetta kvöld?" „Nei, ekkert. Allt var mjög rólegt og venjulegt þar til lögreglan kom." Lillian Ash var ósköp hrædd og utan við sig, þegar hún var komin í vitnastólinn. Hún var hikandi í framburði sínum og yfirheyrandinn varð að toga út úr henni orðin, en annars bar fram- burði hennar að öllu leyti saman við frásögn Teubers. „Lyftan virtist sitja föst einhvers staðar," sagði hún hægt, svo hann fór með vagninn aftur inn í vesturálmuna, að vörulyftunni og ungfru Keate fór aftur upp á fjörðu hæð, en sjálf fór ég inn til sjúklingsins míns. Nokkcu síðar heyrði ég ungfrú Keate kalla og ég hljóp fram á ganginn og sá þá hvar hún stóð í lyftudyrunum." „Var sjúklingurinn yðar vakandi?" „Nei. Hann hafði sofið ágætlega — þangað til ósköpin dundu yfir. „Nú," sagði yfirheyrandinn með áherzlu. Hann hefði eins vel getað sagt: „Þá getur hann ekki sannað að þér hafið verið inni hjá honum þessa stund," því ég býzt við, að allir hafi skilið siðustu spurningu hans svo, að hann væri að grennslast eftir því, hvort hún gæti sannað fjarveru sína frá afbrotastaðnum. Fréttamenn blaðanna keppt- ust við að skrifa, og ég sá að hendur Lillians skulfu dálítið. ' . ,' , , Þótt yfirheyrslan snérist að mestu um morð á dr. Harrigan, gat ekki hjá því farið, að nafn Péturs Melady væri nefnt annað veifið. Þegar einhver minntist á hann, varð jafnan hreyfing í salnum og blaðamennirnir byrjuðu að skrifa. Það var almenn skoðun, að Pétur Melady hafði rekið dr. Harrigan í gegn og forðað sér síðan undan. Sjálfsvörr. var orðið, sem heyrðist notað einstöku sinnum, og minnst var einnig á f jandskap þann, er þessir menn höfðu sýnt hvor öðrum. Þegar Court Melady var yfirheyrður, var hann spurður beint um þetta. „Mér var aðeins kunnugt um, að þeir voru engir MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. , 1. Maggi: Góðan daginn, Páll. Ég er með vör- ur til konunnar þinnar. Páll: Viltu láta þær á borðið, Maggi. 2. Maggi: Þú ert anzi kátur núna, Páll. Páll: Konan tekur við eldhúsverkunum á morg- un. 3. Maggi: Það er auðvitað gleðiefni, Páll, en annað hefi ég heyrt. — Páll: Nú, hvað er það? 4. Maggi: Að hún ætli að gera sér upp meiri veikindi og fara upp í sveit og hvíla sig í hálfan mánuð með annarri konu. Þær segja öllum vinkon- um að mennirnir sínir séu svo heimilislegir í sér! vinir," svaraði Court Melady. „Ég veit alls ekkert um ástæðuna fyrir því" Þegar gengið var hart að honum með að svara þessu, hann hlyti að vita, hver ástæðan væri fyrir óvináttu þeirra, svaraði hann aðeins, að hann hefði verið mjög ókunnugur öllum einkamálum tengdaföður síns. Hann stóð sig mjög vel, jafnvel þegar hann var spurður, hvort hann hefði verið vinveittur dr. Harrigan, svo og þegar hann var beðinn að sanna eða gera sennilegt, hvar hann hafði verið um kvöldið 7. júlí. „Það sá enginn yður fara út úr sjúkrahúsinu þetta kvöld svo við vitum,"*eagði yfirheyrandinn. „Við erum að reyna að komast fyrir, hvar allir þeir, sem í heimsókn komu í austurálmu þriðju hæðar þetta kvöld, dvöldu um það leyti, sem morðið var framið." Svipur Court Melady varð enn kaldari og hann svaraði rólegur: „Eg var ekki i sjúkrahúsinu, en ég get því miður vist ekki sannað þetta fyrir- yður." „Nú," svaraði yfirheyrandinn stuttur i spuna. „En getið þér þá sagt mér, hvar þér voruð milli klukkan eitt og þrjú slðastUðna nótt?" Enn saust engin svipbrigði á Court Melady, enda þótt hann hlyti að hafa vitað, að þessi spurning var borin fram til að komast fyrir, hvar hann hafði verið, þegar árásin á konu hans, Dione Melady, var framin. „Já, ég skal með glöðu geði segja ykkur það," svaraði hann. „Það vill svo vel til, að ég get sannað fullkomlega hvar ég var þá. Eg fór beint héðan úr sjúkrahúsinu í klúbbinn minn. Klukkan var þá um hálf tíu og þar sat ég við spil þangað til klukkan um þrjú uni nóttina, að dr. Kunce hringdi þangað, eftir að hafa hringt heim til min og fengið að vita, hvar ég var. Hann sagði mér, hvað komið hafði fyrir, hvað hann hefði gert og hvernig konunni minni Uði, en hann bað mig að koma ekki út í sjúkrahúsið fyrr en nú í morgun, því ég gæti hvort sem væri ekki gert neitt þá. Eg hélt síðan áfram að spila, lauk við spilið og dvaldi síðan I klúbbhúsinu það, sem eftir var nætur. Allir þeir, sem spiluðu við mig, geta borið vitni um þetta. Eg get nefnt nöfn þeirra, ef þér viljið. Teljið þér þetta ekki fullnægjandi svar?" „Jú —- mikil ósköp, herra Melady. Fullkom- legt," svaraði yfirheyrandinn eins og afsakandi. Jæja, hugsaði ég og hallaði mér aftur í sætinu, það stóð ekki í honum að sanna, hvar hann var í gærkvöldi. Þótt engin vissa væri fyrir því, að árásarmaður Dione Melady og morðingi dr. Harrigan væri ein og sama persónan, þá þóttist ég samt sannfærð um, að svo væri. Fyrst Court Melady gat þannig hreinsað sig af síðari glæpn- um, þá dæmdi ég hann þegar sýknan saka af morði dr. Harrigans. Eg hafði sett hann á lista minn yfir þá grunuðu, því það var engan veginn útilokað fyrirfram, að hann gæti verið morðing- inn. Nú var mér óhætt að strika nafn hans út af listanum. Nú voru hjúkrunarkonurnar úr öðrum deildum sjúkrahússins yfirheyrðar, svo og hokkrir starfs- menn. Þetta fólk gat engar upplýsingar gefið, er nokkru máli skiptir. Hirði ég því ekki að rekja svör þeirra. Dr. Kunce var þvinæst yfirheyrður og snérist yfirheyrslan einkum um það, hvort um sjálfsmorð hefði getað verið að ræða hjá 'dr. Harrigar., en það kom brátt i ljós að svo var ekki, enda var ég frá upphafi sannfærð um, að um morð var að ræða, en ekki sjálfsmorð. Það tók stuttan tíma að yfirheyra Inu Harri- gan. Hún vissi ekki til að hinn látni eiginmaður hennar hefði átt neina sérstaka óvini, sem lík- legir væru til að sækjast eftir lífi hans, og hún vissi heldur ekki um neina ástæðu fyrir morðinu yfirleitt. Hún hafði síðast séð mann sinn á lífi milli klukkan hálf tólf og tólf hinn 7. júlí, en þá hafði hann litið sem snöggvast inn til hennar til að spyrjast fyrir um líðan hennar og bjóða henni góða nótt. Hún sá ekki annað en hann væri eins og hann átti að sér að vera og hann hafi ábyggi- lega ekki grunað, hvað I vændum var. Hún gaf

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.