Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 23, 1947
IVi/Aö.vin
S M A 5 A G A
eftir Robert Humphrey
W7ILKIE leit ekki á sjónhverfingar, sem
™ helzta frístundastarf sitt, enda þótt
hann væri mjög leikinn sjónhverfinga-
maður. Nei, mesta áhugamál Wilkies í líf-
inu var að komast á snoðir um, hvernig
aðrir sjónhverfingamenn léku listir sín-
ar. Hann var upp með sér af því, að hingað
til hafði honum ávalt tekizt að komast
fyrir brellur, enda þótt hann hefði oft
orðið að eyða miklum tíma til þess.
Hann var ekki stöðugur gestur í sam-
komuhúsinu í nágrenninu, en ef sjónhverf-
ingamaður ætlaði að sýna listir sínar þar,
fór hann ávalt þangað og sat jafnan á
fremsta bekk. Hann sótti sömu sýninguna
oft, til að komast fyrir töfrabrögðin, ef
honum tókst það ekki strax. Sjaldan þurfti
hann að fara oftar en þrisvar sinnum.
Hann sat í fremsta bekk, til þess að geta
fylgzt sem bezt með og einnig vegna þess,
að þá var mestur möguleikinn á því, að
sjónhverfingamaðuririn kveddi hann sér
til aðstoðar.
Hann sagði engum frá vitneskju sinni
um töfrabrögðin — hann hafði sem sé
aukna ánægju af að vita, að hann var einn
um þessa þekkingu af áhorfendum.
En Wilkie hafði ekki alltaf farið þannig
að. Eitt eftirminnilegt kvöld hafði hann
verið kallaður til að aðstoða töframann,
sem nefndist „Kahnoor hinn austurlenzki."
Hann hafði komizt að einu af töfrabrögð-
unum og hafði ljóstrað því upp fyrir áhorf-
endunum, og þeir höfðu hlegið ákaft og
hrósað honum mjög.
Töframaðurinn virtist taka gamninu vel,
en Wilkie sá, að hann var fokreiður. Um
leið og hann hneigði sig fyrir Wilkie og
þakkaði aðstoðina, hvæsti hann milli
tannana:
„Ég skal drepa þig fyrir þetta!“
Wilkie varð hræddur. Hann vissi vel,
hvað Austurlandamenn gátu verið heift-
úðlegir og langræknir. En svo hætti
Kahnoor sýningunum og hvarf á brott,
og Wilkie sá hann ekki upp frá því. Hann
huggaði sig þó við það, að Kahnoor væri
ef til vill alls ekki Austurlandamaður, en
þetta varð honum þó dugleg ráðning, og
hann ákvað að segja aldrei framar frá
töfrabrögðum, sem hann kæmist að.
En hann hélt engu að síður áfram að
sækja sjónhverfingasýningar, til þess að
glíma við leyndardómsfull brögð. Og hon-
um tókst alltaf að komast að leyndardóm-
unum, áður en langt leið — það er að segja
þangað til Mysto kom fram á sjónarsvið-
ið.
Mysto, sem kallaði sig mexikanskan
töframeistara, var nýlega byrjaður sýn-
ingar í samkomuhúsinu, og Wilkie fór
þangað eins og venjulega og fékk sér sæti
á fremsta bekk.
Töframaðurinn sýndi brögð með spilum,
stálhringjum og eggjmn, sem hurfu, þegar
þau voru látin í litla, svarta poka. En
þetta var bamamatur fyrir Wilkie, og
honum leiddist.
Svo kom Mysto að aðal bragðinu. Tjald
var dregið frá aftari hluta sviðsins og lít-
il fallöxi kom í ljós.
Fögur stúlka gekk fram á sviðið og
hélt á gríðar stórri gúrku í hendinni. Mysto
tók gúrkuna og setti hana í opið á fallöx-
inni, þar sem höfuð hinna dauðadæmdu
eru skorðuð. Síðan tók hann í handfang,
og blikandi stálblaðið féll niður og hjó
gúrkxma í tvo hluta.
Mysto tók gúrkuhlutana upp, gekk fram
á sviðsbrúnina og sýndi áhorfendunum,
sem urðu ákaflega hrifnir og eftirvænt-
ingarfullir.
Síðan gekk stúlkan að fallöxinni og
lagðist brosandi undir hana, en Mysto lagði
trékraga um háls hennar. Hann brosti líka
til áhorfendanna, meðan hann var að koma
grönnum hálsi stúlkunnar fyrir undir
hinu ægilega eggjárni.
Þetta var áhrifamikil sýning og áhorf-
endurnir voru spenntir og órólegir —
Mysto hvarf andartak bak við sviðið og
kom aftur með stóran kassa, fullan af sagi
og setti hann varlega undir höfuð stúlk-
unnar. Því næst tók hann í handfangið
og öxin féll niður.
......
I VEIZTU —?
I 1. Minnsta stjarnan á himninum vegur E
eins mikið og stjarna þúsund sinnum |
stærri. Hver's vegna? Hvað vegur S
teningsþumlungur af litlu stjömunum I
mikið ?
I 2. Hvert er elzta tímarit á Norðurlönd- S
um? =
| 3. Hvenær var ítalska skáldið Petrarca [
uppi ?
I 4. Hvenær kom út þýðing Jóns Þorláks- S
sonar á Paradísarmissi Miltons?
S 5. Hver var Jens Baggesen og hvenær S
! var hann uppi ? |
§ 6. Hver var de Saussure og hvenær var [
hann uppi ? |
| 7. Hvaðan er þetta:
Esa svá gótt,
sem gótt kveða,
öl alda sonum. 5
| 8. Hve mörg prócent af yfirborði jarð- [
I ar er land? i
= 9. Hvað er f jallið Kantschindschinga hátt S
og í hvaða heimsálfu er það?
? 10. Hver fann upp fyrstu gufuvélina, hve- i
nær var það og hvemig fór fyrir hon- S
um?
Sjá svör á bls. 14. S
\ ..........................
Margir af áhorfendunum ráku upp
hræðsluóp. En enda þótt öxin hefði virzt
skerast gegnum háls stúlkunnar, féll höf-
uðið þó ekki í sagkassann. Stúlkan gat
meira að segja snúið höfðinu til áhorfend-
anna og brosað.
Mysto lyfti öxinni upp og losaði trékrag-
ann, og stúlkan spratt á fætur alheil.
Fagnaðarlæti áhorfendanna voru ákafleg.
Mysto hneigði sig og þakkaði.
Síðan bauð hann áhorfendum að reyna
fallöxina. Það kvað við skellihlátur og í
fyrstu leit út fyrir, að enginn þyrði að
leggja háls sinn undir öxina, enda þótt
þetta væri aðeins gervi fallöxi.
Loks var ungur maður einn í salnum svo
hugaður, að hann gaf sig fram. Mysto
gekk til móts við hann, rétti honum hönd-
ina og spurði, hvort hann væri líftryggð-
ur og giftur, og þegar ungi maðurinn var
lagstur undir öxina, spurði Mysto hann,
hvort það færi ekki vel um hann. Það var
mikið hlegið, þegar ungi maðurinn var að
reyna að snúa höfðinu til í trékraganum,
til þess að geta séð öxina falla.
Svo féll öxin og ungi maðurinn horfði
undrandi í kring um sig, eins og hann furð-
aði sig á, að hann væri enn á lífi.
Mysto losaði unga manninn og þakkaði
honum, og þar með var sýningunni lokið.
Wilkie var í þungum þönkum á heim-
leiðinni. Hann botnaði ekkert í fallöxinni.
Hún var réttnefndur leyndardómur.
Wilkie var því enn viðstaddur næsta
kvöld, og fylgdist eins vel með öllu og hon-
um var frekast unnt.
Þetta kvöld var það ungur sjómaður,
sem gaf sig fram, en hvernig sem Wilkie
reyndi að ráða gátuna, þá tókst honum
það ekki. Það var ekki annað að gera, en
fara aftur þriðja kvöldið.
Hann fór líka næsta kvöld og sat á
fremsta bekk eins og venjulega. En hvern-
ig sem hann einbeitti athyglinni, kom allt
fyrir ekki.
Mysto bauð nú áhorfendunum að koma
upp á sviðið og var brosandi að vanda.
Þegar Wilkie stóð upp og kvaðst vera fús
að reyna, gullu við hin venjulegu fagnað-
aróp.
Töframaðurinn rétti honum höndina um
leið og hann kom upp á sviðið.
„Þér eruð hugrakkur maður,“ sagði
Mysto. „Ég vona að þér séuð líftryggður.“
Wilkie heyrði óljóst hlátur áhorfendanna.
Hann var að virða fyrir sér fallöxina, sem
blasti við honum á sviðinu.
„Já,“ ég er líftryggður,“ svaraði hann
viðutan.
„Og ekki giftur, vona ég.“
Áhorfendur skellihlóu.
„Nei, ég er ekki giftur.“
„Ágætt. Þá getum við byrjað meo
góðri samvizku. Eruð þér tilbúinn?“
Rödd Mystos vakti eitthvað í huga
Wilkies, og hann leit rannsakandi á töfra-
manninn. Honum fanst hann kannast við
eitthvað í svipnum. Hann hafði áreiðan-
lega séð þenna mann áður.
Framh. á bls. 14.