Vikan


Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1947 13 Öskuálfarnir BARNASAGA. Iútjaðri þorpsins bjó gömul kona, sem fólk kallaði Svörtu-Söru, af því að hún var svarthærð og gekk i svörtum fötum. Ef hún hefði nú verið góð og vin- gjarnleg, þá hefði útlit hennar ekk- ert að segja, en því miður var hún alltaf önug og grimm í skapi. Hún var skuggaleg í útliti og óviðfeldin og þegar hún var ávörpuð svaraði hún annað hvort ekki eða hreytti úr sér ónotum. Dag nokkurn þegar hún kom heim til sín, hafði hún barn með sér — — en á þeirri einu nótt á öllu árinu ríða allar galdranornir til Brokks- tinds og þá kveður rammt að öllum göldrum og særingum. Það var svo heitt, að það logaði aðeins lítill eldur í eldhúsinu, og þegar Gréta var orðin ein settist hún fyrir framan hann og beið eftir vin- um sínum, öskuálfunum. Þeir komu líka, en voru alvarlegir í bragði. „Elsku Gréta,“ sögðu þeir, „getur þú verið varkár, annars er úti um þig? Hefir þú sagt nokkrum, að þú þekktir okkur ?“ litla stúlku, sem haíði eins hvita húð og rósrauðar kinnar og Sara gamla var sjálf dökk. „Veslings barnið, hvernig fer fyr- ir því,“ sögðu menn í þorpinu, þeg- ar þeir sáu Grétu litlu, sem þegar á unga aldri varð að fara að hjálpa fóstru sinni. „Hún lærir áreiðanlega að vinna, en fær aldrei að fara út til að leika sér með öðrum börnum,“ sagði ein konan við grannkonu sína. „Snemma í morgun sá ég hana teyma geitina hennar Svörtu-Söru út úr geitakof- anum og setja hana á beit. Síðan sópaði hún stofuna, sótti vatn og kveikti upp — en hún fær aldrei að fara í skólann eða leika sér á dag- inn.“ Enginn þorði að segja neitt við Söru, því að hún hafði oft áður vís- að á bug öllum tilraunum fólks til að gera eitthvað fyrir litlu stúlkuna. En Gréta átti nú ekki eins illa daga og menn héldu. Á hverju kvöldi fór Sara inn i sitt herbergi og Greta settist í eldhúsinu fyrir framan eld- inn og starði inn í hann. En askan, sem féll niður af ristinni varð þá allt í einu að smágerðum verum — það voru öskuálfarnir, sem flugu um, léku við Grétu og sögðu henni sögur. Þannig ólst hún upp og varð feg- urri með hverjum deginum sem leið, en Svarta-Sara var aldrei góð við hana og gaf henni aldrei leyfi til að skemmta sér með öðru fólki, svo að Gréta átti enga ósk heitari en að losna í burtu frá henni. Og nú var komin Jónsmessunótt „Nei,“ svaraði Gréta, „það hafið þið bannað mér að gera, og ég .vildi ekki bregðast ykkur." „Það var 'gott, þá vonum við að Sara hafi engan grun um okkur. Sjáðu nú til! Svarta-Sara er ill galdranorn og hún þarf i nótt eins og margir fleiri að riða gandreið til Brokkstinds. Hún notar venjulega sóp, sem geymdur er í herbergi henn- ar, en þegar hún kom þar inn áðan, flaug eitt okkar beint framan í hana — já, hún hélt að það væri ryk eða aska, en það var í rauninni öskuálf- ur! — og þá hnaut hún um sópinn og braut hann. Eftir svolitla stund kemur hún og tekur sópinn, sem þú notar. En áður verður þú að taka ösku og strá henni á hann — og þá mun það duga!“ öskuálfarnir hurfu, og Gréta stráði i flýti ösku á sópinn. 1 sama bili kom nornin inn. Hún leit illmannlega á Grétu og sagði: „Farðu strax að sofa, þú átt að fara snemma á fætur í fyrramálið, en láttu mig fá sópinn þarna.“ Gréta gerði sem henni var sagt og Sara fór sina leið. öskuálfarnir komu óðara aftur í ljós og sögðu: „Þegar Sara kemur heim á morg- un, fer hún með þig út í skóg t.il annarrar nornar og þá er lika úti um þig, en nú höfum við komið því svo fyrir, að hún kemur aldrei framar heim!" Og öskuálfarnir höfðu rétt að mæla, því að askan, sem Gréta stráði á sópinn varð glóandi við það að nornin reið á honum; og sópskafíið brann í sundur og Sara féll, niður og marðist til dauðs. En öskuálfarnir létu ekki við svo búið standa. „Þú ert prinsessa, Gréta," sögðu þeir við hana daginn eftir, „vonda nornin stal þér frá foreldrum þínum, þegar þú varst lítið barn, en núna, þegar hún er dauð, getur þú auð- veldlega komizt aftur heim til þín. Við skulum senda þér einlívern til að vísa þér leiðina, því að við getum. ekki sjálf flogið úti á veginum. Þegar Gréta lauk upp dyrunum, sat þar lítill, fallegur hvolpur með ljósblátt silkiband um hálsinn. „Ó, hvað þú ert fallegur! Átt þú að vísa mér leiðina?" spurði Gréta og hvolpurinn sagði að svo væri. Hann hljóp nú á undan Grétu þar til þau komu til hallar konungsins. Þegar konungshjónin sáu stúlkuna, þekktu þau strax að þar var komin hin horfna dóttir þeirra. Það varð mikil gleði í landinu. Öllum klukkum var hringt, og litla hvolpinn hafði Gréta ætíð hjá sér, en öskuálfana sá hún ekki framar. 1. 1 þeirri borg dvöldum vér nokk- flettu þá klæðum og skipuðu að berja ura daga, og hvíldardaginn gengum þá . . . vér út fyrir hliðið, fram með á, þar 3 _ vörpuðu þeir þeim í fang- sem vér hugðum vera stað til bæna- gjg^ Qg buðu fangaverðinum að gæta halds . . . og kona nokkur guðhrædd, þeirra vandlega. Og er hann hafði Lydia að nafni.. . opnaði Drottni fengið slika skipun varpaði hann hjarta hennar, svo að hún gaf gaum þeim j innra fangelsið og feldi stokk að ræðu Páls. Hún bauð þeim heim á fætur þeim ... En um miðnætti til sin. báðust þeir Páll og Sílas fyrir, og 2. Páll bauð anda að fara út af lofsungu Guð, og bandingjarnir þemu nokkurri og hann fór ÚJ á hlustuðu á þá. . Og fangayörðurinn samri stundu. En hún hafði unnið leiddi þá út og fór með þá í hús sitt.. húsbændum sínum mikið fé með því 4. En þeir urðu hræddir, er þeir- að spá og er þeir sáu, að ábatavon heyrðu, að þeir væru menn róm- þeirra var farin, handtóku þeir Pál verskir, og þeir komu og friðmæltust. og Sílas og drógu þá á torgið fyrir við þá, leiddu þá út og báðu þá að, valdsmennina . . . höfuðsmennirnir fara burt úr borginni. Faðirinn: Bezt gæti ég trúað, að hann ætti eftir að verða fundarstjóri meiri hluta lífs síns. Hann virðist hafa mikla hæfileika til þess!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.