Vikan


Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1947 5 Framhaldssaga: iiiMiiMiMiiiiaiiiian SPOR FORTÍÐARINNAR *4t|||||||||||||||||||t||||||||Mlt|||M«IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIII 10 - ÁSTASAGA eftir Anne Duffield MMIIIIIIMM „Hvar gTófuð þér ungfrú Summers upp? Og hvað vitið þér um hana?“ Kaye sagði í stuttu máli frá því, að Hargraves, lögfræðingurinn, hefði mælt með henni. „Já, átti ég ekki kollgátuna. Þér þekkið ekk- ert til hennar sjálfur! Ég er mikill mannþekkj- ari og ég segi yður það i hreinskilni, að ég treysti henni ekki.“ „Ég verð að biðja yður að vera ekki of fljótar á yður að dæma ungfrúna,“ sagði hann, „þegar þér kynnist Lindu Summers betur, fáið þér fljótt aðra skoðun á henni. Hún hefir allt það til að bera, sem ég tel heppilegt fyrir lagsmær Sybil. Eigum við svo ekki að láta þetta vera útrætt?" „Það get ég ekki, Kaye. Hún — jæja, horfið bara á hana. Ef ég hefi nokkum tíma séð ævin- týrakvendi, þá —“ „Ævintýrakvendi! Nei, hættið nú, Eve — nú látið þér ímyndunaraflið hlaupa með yður i gön- ur. Þér megið ekki koma með svona fullyrð- ingar.“ „Þetta er engin vitleysa. Sjáið þér það ekki strax? Það er ekki annað en það, hvemig hún klæðir sig. Er hún kannske þannig í útliti, að hægt sé að sjá að hún er lagsmær?“ „tltheimtir sú staða eitthvert sérstakt útlit?“ „Æ, verið ekki með neina hártogun. Þér vitið -vel við hvað ég á. Þessi kona er ekki komin til Egyptalands til að vera lagsmær Sybil. Hún er hingað komin til þess eins að koma sjálfri sér áfram, og drottinn má vita hvaða áform hún hef- ir og hvað hún er. Og svo er hún amerísk.“ „Ó, nei,“ svaraði Kaye, sem hafði andstyggð á þessu tali. „Hún er dóttir Englendings, sem starfaði við enskt fyrirtæki í New York. Hún býr í Somerset á landareign bróður síns. Allar tekjur sínar fékk hún frá Ameriku, en þar sem þær brugðust í ár, tók hún þetta starf að sér, þar til eitthvað rætist úr fyrir henni með fjár- hagimi.“ „Á landareign bróður sins?" Eve var vantrú- uð. „Vitið þér nokkuð, hvort hún á bróður í raun og veru?“ „Já, hún sagði mér það sjálf." Kaye vildi helzt fella niður þetta tal, en blessuð konan, hún Eve, var svo þrá, að hún vildi vita betur grein á þessu. Hún mátti ekki vantreysta úngfrú Summers, þvi að orð frú Lacy máttu sín mikils i Abbou- Abbas. Hann hélt því áfram: „Sybil hefir dvalið um eina helgi heima hjá ung- frú Summers og þar hitti hún bróður hennar og mágkonu." „Sybil! Blessað bamið. Það má vel vera að stúlkan eigi bróður — en hvemig getur Sybil ver- ið dómbær á þetta fólk ? Æ, fyrirgefið, Kaye, ver- ið ekki reiður mér. Eg er aðeins að hugsa um yð- ur sjálfan og Sybil. Það er svo mikilvægt að stúlkur á þessum aldri séu í réttu umhverfi." „Ég skil yður vel. En ég fullvissa yður um það, að Sybil er í góðum höndum, og verið ekki með heimskulegar ímyndanir." „Þér æthð þá ekki að sjá yður um hönd ? Þér eruð ákveðinn í að hafa stúlkuna áfrarn?" „Auðvitað er ég ákveðinn í því. Fyrirgefið, góða mín, en má ég minna yður á að mér er leyfilegt að ráðstafa einkamálum mínum eftir eigin vild.“ Málrómur hans og augu milduðu þó þessi áminn- ingarorð. Hann var of gáfaður til þess að reita hana til reiði og gera hana sér óvinveitta. Vegna Lindu varð hann að forðast það — hvað sem það kostaði. Ef Eve tæki að óvingast við ungfrú Summers, yrði það óbærilegt fyrir hana. Hann brosti þvi og hélt áfram glettnislega: „Nú, þegar ég hefi lofað yður að ljúka máli yðar, ætlið þér þá að ljá mér eyru. Ungfrú Summ- ers er mjög viðkunnanleg stúlka, vingjarnleg og kát. Yður mun strax geðjast að henni, þegar þér kynnist henni nánar — og þannig mun fara fyrir öðru fólki hér i Abbou-Abbas. Eg vil gjarnan að hún hafi það skempitilegt héma, og er það undir yður komið að nokkru leyti. Verið henni góðar, Eve, þér munið ekki iðrast þess. Hún er þess virði að fólk kynnist henni.“ Hið kisulega andlit á Eve var órannsakanlegt og augu hennar kipruðust saman. En hún vissi, að nú hafði hún beðið ósigur. „Jæja, þá það,“ sagði hún eftir drykklanga stund, „ef þér viljið, Kaye, þá skal ég vera vin- gjamleg við hana. Sennilega er það allt satt, sem þér segið um hana og að mér hafi skjátlazt. En ef hún er svona dásamleg og fullkomin, eins og þér segið, þá megið þér vara yður,“ hún hló glaðlega. „Við hvað eigið þér?“ „Alls ekkert! En gætið yðar! Piparsveinar eins og þér eruð varast ekki tálsnömr slægra kvenna." Nú blossaði upp í honum reiðin. „Þér emð utan við yður, Eve! Ungfrú Summ- ers hefir starfi að gegna á heimili mínu. Hún er ráðin hjá mér og stendur undir minni vernd. Ég ætla að biðja yður að niinnast ekki á þetta fram- ar, hvorki við mig né aðra.“ „Getið þér ekki tekið saklausu gamni? Hvað er að yður, Kaye? Þér emð allt í einu orðinn svo viðkvæmur." Skynsemin náði aftur yfirhendinni hjá honum. Hann bældi niður reiði sína, sem var líka ástæðu- laus. Henn vom alltaf að gera að gamni sínu um slíka hluti, og hvers vegna skyldi hann líka taka það nærri sér? ' Kvöldið endaði betur en það byrjaði. Eve Lacy var það skynsöm að hún hætti slíkum viðræðum sem þessum í tíma — áður en eitthvað verra hlyt- ist af. Hún kunni líka að skemmta gestum sínum og ekki sízt karlmönnum eins og majómum. En þegar Kaye ók heim seint um kvöldið fylltist hann samt reiði á nýjan leik, þegar honum varð hugs- að til samræðnanna við matarborðið. Eve vildi þeim áreiðanlega ekki annað en vel með þessu — það varð hann að viðurkenna. Hún var óvenju hrifin af Sybil — sem Kaye fannst stöku sinnum skemmtileg, en þó þreytandi með köflum. Og boð hennar hafði verið mjög vingjam- legt. En hleypidómar hennar um ungfrú Summ- ers vom heimskulegir. Það var ekki að spyrja að kvenfólkinu, þegar það tók eitthvað í sig. Hann vonaði að hann hefði getað komið fyrir hana vit- inu, en þó efaðist hann um það. Honum varð ekkert hughægra við þá hugsun, að hann hefði í upphafi verið á sömu skoðun og Eve, hvað Lindu snerti. Hann gat því ekki ásak- að Eve fyrir þetta. Hvað myndi fólk í Abbou- Abbas halda — ætli það liti ekki Lindu líka hom- auga. Ef til vill var hún of ung og lagleg fyrir stöðu sina, en það var ekki henni sjálfri að kenna, og ekki var hægt að ásaka hann fyrir það. Hún hafði komið til Egyptalands alveg bláókunnug öllu, og hvað honum sjálfum við kom, hefði hann átt að setja það sem skilyrði, að lagsmær Sybil væri gömul og ljót, af því að hann, húsbóndi hennar, var piparsveinn? Kaye hló dátt við þessa hugsun. Samt fór hann að óttast, að hann yrði fyrir barðinu á kjaftakerlingunum i AbboU- Abbas. Var þetta rétt gert gagnvart Lindu? Var ekki viturlegast að greiða henni skaðabætur og senda hana heim?“ Það gat vel verið — en hann ætlaði samt ekki að gera það. Hann beit á jaxlinn. Ungfrú Summ- ers varð að vera kyrr. Kerlingamar í Abbou- Abbas gátu farið til fjandans með allan sinn kjafthátt. Samt hafði hið heimskulega gaspur í Eve fengið honum nóg til að hugsa um. Majómum var sjálfum alveg samá hvað fólk sagði um hann í þessu sambandi, hann var of vinsæll og hátt- settur til að það gæti gert honum nokkuð. En hann varð að taka tillit til Lindu. Hann gerði henni engan greiða með því að vera riddaralegur við hana og sýna henni of mikla vinsemd. Hann varð að haga sambandi þeirra í samræmi við það, að hann var húsbóndinn og hún launþeginn — og sýna henni aðeins kalda kurteisi. Þeim hafði fallið ljómandi vel við hvort annað seinustu dagana. Og í dag höfðu þau verið á góðum vegi með að bindast vináttuböndum. En nú var efinn kominn upp í huga hans — sprott- inn af orðum Eve. Það var eins og frú Lacy hefði sleppt lítilli, viðbjóðslegri slöngu í garðinn á „Friðarlundi". „Ó, þessar kerlingar gátu farið til fjandans með allt sitt þvaður!" hugsaði Kaye um leið og hann jók ferðina og ók eftir stiflugarðinum. Það var dauðákyrrð í húsinu, þegar hann kom heim. Það var auðséð að Tony var farinn. En þegar hann kom upp á svalirnar sá hann glytta í eitthvað hvítt og vissi óðara hvað það mundi vera. Hún sat þama alein í myrkrinu — var hún að bíða hans? Gleðitilfinning streymdi um hann allan, en óðara gerðu grunsemdirnar vart við sig aftur. Eve hafði tekizt vel — orð hennar höfðu haft til- ætluð áhrif. „Slungin stúlka," hafði hún sagt, „gætið yðar.“ Hann staðnæmdist snögglega. Frelsi hans, sem hann mat framar öllu öðm, virtist stutta stund í hættu. Honum fannst hann vera flæktur i net — heillaður af yndisþokka Lindu, en skelfdur yfir orðróminum í Abbou-Abbas. Hann skildi ekki til finningar sínar og að endingu bmtust þær út í geðvonzku, en hann vissi ekki á hverju hann átti að láta hana bitna. Linda, sem var ein hér hjá honum, varð óðara vör við hugaræsing hans. „Eruð þér ennþá á fótum, ungfrú Summers?" Rödd hans var kurteis en kaldranaleg og hún fann að hann var ergilegur og leiður eins og fyrstu dagana, sem Sybil og hún höfðu verið á „Friðar- lundi." >rÉg hefi ekki hugmynd um hvað tímanum líð- ur.“ ■ „Er Sybil háttuð?" „Já, hún fór upp fyrir hálftíma." „Klukkan er að nálgast tólf," sagði hann. „Það er kominn tími til að hátta — finnst yður það ekki líka?“ „Jú, sannarlega er komið mál til þess,“ svaraði hún glaðlega og stóð upp. „Góða nótt, Kaye majór.“ „Góða nótt, ungfrú Summers." Hann horfði á eftir henni, hárri og spengilegri í hvítum kjól. 1 dyrunum nam hún staðar til að króka aftur gluggahlera, sem hafði losnað. „Sofið vel!“ hrópaði hann á eftir henni, „og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.