Vikan


Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr,- 23, 1947 álmunni þar“ sagði Lamb hæðnislega, og ungi húsateiknarinn blóðroðnaði. XII. KAFLI. Þegar ég seinna um daginn kom upp í her- bergið mitt, varð það fyrsta verkið hjá mér að taka ofan hitapokann og skoða hlutina, sem ég þurfti að láta rannsaka sem fyrst til að komast að, hver ætti það. Hér var spjaldið, sem dr. Harrigan hafði skrifað á tilmæli sin um að ég kæmi sem fyrst upp á 4. hæð. Ég óskaði af heil- um hug, að Lance O’Leary væri kominn, því aú mátti það ekki dragast deginum lengur að hann færi að fjalla um málið. Ég tók upp vasabókina og skrifaði í hana stutta lýsingu á því, sem gerzt hafi í málinu frá byrjun. Þetta tók mig alllangan tíma og þeg- ar ég loksins hafði lokið þessu, var ég í raun- inni engu nær. Nú vissi ég samt, að Kenwood Ladd hafði verið i sjúkrahúsinu fram yfir mið- nætti um kvöldið, sem morðið var framið. Hann hafði þvi slæma aðstöðu, og varð ég að geta þess með nokkrum viðbótarlínum við nafn hans. Hafði Cortney Melady einnig verið í sjúkra- húsinu þetta kvöld? Hann hafði ekki sézt fara út úr sjúkrahúsinu, frekar en Kenwood Ladd, og nú var það komið á daginn, að sá síðarnefndi hafði verið hér fram yfir miðnætti. Þetta var enn allt í óvissu, og ég gat engu bætt við nafn Court Meladyp. Þá voru það þau dr. Kunce, Teuber, Ina Harri- gan og Lillian Ash. Ég gat engu bætt við nöfn þeirra, en grunur minn á Lillian Ash hafði ekki minnkað við frásögn hennar um Kenwood Ladd. Það hafði komið í ljós, að hún vissi meira en hún sagði í fyrstunni. Hafði hún enn sagt allt, sem hún vissi? Ég grunaði Pétur Melady ekki um morðið á dr. Harrigan, enda þótt ekkert væri hægt að fullyrða um gerðir hans þetta kvöld. Nú vissi ég, að hann var dáinn og líkskoðunin hafði leitt í ijós, að hann hafði dáið eðlilegum dauða. Verið gat þó, að andleg áreynsla eða ofsaleg geðshrær- ing hafi orðið honum að bana og hefði slíkt verið framkallað af mannavöldum, mátti segja að hann hefði einnig verið myrtur. Blökkumaðurinn, sem fundist hafði í kjallara kirkjunnar, hafði reynzt vera sá sami og dó hér I sjúkrahúsinu um kvöldið, sem morðið var framið á dr. Harrigan. Ég hafði litið á hann á sjúkrabörunum og það var enginn vafi á því, að hann var dáinn. Hver hafði þá klætt lík hans í föt og farið með það yfir í kirkjuna? Ég stóð á fætur og lagaði á mér kappann. Ég hafði ákveðið að ná Teuber tali og spyrja hann út í þetta allt saman. Eftir fáein augna- blik var ég komin niður og gekk hálfskelkuð eft- ir göngunum í kjallaranum. Ég gekk að útidyr- unum til að athuga á þeim læsinguna. Ég var að virða hana fyrir mér, þegar lögregluþjónn kom að mér og sagði: „Eruð þér að reyna að komast út, ungfrú? Svona, farið frá dyrunum strax, það er öllum bannað að fara út úr sjúkrahúsinu, nema með sérstöku leyfi.“ Ég sneri frá dyrunum og gekk inn í innri ganginn. Þar mætti ég Teuber og ávarpaði hann, svo hann næmi staðar. Síðan spurði ég: „Hvernig var það, Teuber, þegar þér fóruð með líkið af blökkumanninum niður, lét ungfrú Jones þá ekki fötin hans jfylgja með í böggli ? „Jú, ungfrú Keate.“ „Viljið þér aðgæta, hvort böggullinn er ekki enn í geymsluherberginu?" Ég hafði auðvitað engan rétt til að skipa hon- um að gera þetta, en hann tók þessu mjög vel og lagði strax af stað að geymsluherberginu, en þar voru geymd föt þeirra sjúklinga, sem létust í sjúkrahúsinu, þar til þeirra var vitjað af ætt- ingjunum. Hann kom brátt aftur og hristi höf- uðið. „Nei, ungfrú Keate. Pötin eru ekki þar.“ „Eruð þér vissir um, að þér hafið látið þau þangað ?“ „Já-já. Á leiðinni inn i herbergið mitt---.“ Hann þagnaði og varð mjög vandræðalegur á svipinn, en siðan fékk hann ákafa hóstakviðu. Ég beið, þar til kviðan var liðin hjá og spurði síðan ákveðið: „Skilduð þér þá likið eitt eftir á meðan þér fóruð inn í herbergið yðar eftir einhverju?" Hann kinkaði kolli vesaldarlegur á svipinn. „Hvað voruð þér lengi í burtu?" „Ég veit það ekki nákvæmlega," svaraði Teu- ber. „En lengi var það ekki. Ég var svo slæmur af andarteppunni þetta kvöld og skrapp því inn í herbergið mitt til að ná í lyf, sem ég anda að mér í köstunum. Ég ætla að biðja yður að segja dr. Kunce ekki frá þessu, því hann mun þá segja mér upp atvinnunni. Vegna sjúkdóms mins á ég bágt með að vinna við annað en eitthvað svip- að þvi, sem hér er." „Þér hegðið yður eins og fábjáni!" svaraði ég æst. „Sjáið þér ekki, að þér eigið á hættu að verða tekinn fastur fyrir morð ? Eða fyrir að hafa skipt á líki blökkumannsins og líki Péturs Mela- dy,“ bætti ég við til þess að draga úr þessum alvarlegu ásökunum mínum. „Þér áttuð að sjá um líkið frá því að farið var með það úr ölmusu- deildinni og þar til líkmennirnir komu eftir því. Hver hefði haft tækifæri til að skipta um lík nema þér, ef þér hefðuð ekkert farið frá, eins og þér sögðuð við yfirheyrsluna ? Ég ráðlegg yður eindregið að segja sannleikann. Dr. Kunce mun ekki láta yður fara úr vistinni fyrir því, þótt þér viðurkennið að hafa skroppið frá líkinu í nauð- synjaerindum. Að minnsta kosti er betra að hætta á það, en eiga yfir höfði sér að vera tek- inn fastur á hvaða stund sem er.“ Ég gat séð það á honum, að hann varð hrædd- ur við þessi orð mín, en samt sem áður hélt hann áfram að biðja mig um að segja engum frá þessu. „Hvar var lykillinn að útidyrunum á meðan þér fóruð burt úr skýlinu?" spurði ég. Við þessa spurningu varð Teuber enn vesald- arlegri, ef mögulegt var, og svaraði. „1 skráargatinu. Ég var búinn að opna dyrn- ar, svo likmennirnir kæmust inn, ef svo skyldi far að þeir hefðu komið rétt á meðan ég skrapp frá. Dr. Kunce gerir út af við mig, ef hann fréttir um þetta." „Það þykir mér ekki ólíklegt," svaraði ég bros- andi. „Hvað hafa dymar þá verið ólæstar lengi? Tíu mínútur?" „Já, ef til vill." „Þá hafið þér gert að engu fullyrðingar dr. Kunce um að öllum dyrum sjúkrahússins hafi verið lokað. Hafið þér gert yður grein fyrir því ?“ Hann kinkaði kolli alvarlegur á svipinn, snýtti sér og hóstaði ákaflega. Þetta varð til þess, að lögregluþjónninn, sem var á verði í ltjallaranum, kom í gættina og horfði á okkur með rannsókn- arsvip nokkra stund. Síðan lokaði hann hurð- inni, en hefir án efa staðið á hleri fyrir framan dyrnar. „Ég get ekki séð, að komizt verði hjá því, að segja frá þessu, Teuber," sagði ég lágt og vin- gjarnlegar en áður. „Eins og þér vitið, hefði vel verið hægt að skipta um lík á þeim tima, sem þér voruð fjarverandi. Nei, ég get ekki þagað yfir þessu, en ég skal tala sjálf við dr. Kunce inn þetta og reyna að milda skap hans gagnvart yður. Ég hygg, að það sé bezta ráðið.“ Hann samþykkti þetta og var svp vesaldarleg- ur, að það var eins og þegar væri búið að segja honum upp atvinnunni. Ég spurði hann, hvort hann hefði orðið var við nokkra mannaferð í kjallaranum þarna um kvöldið, en hann kvað það ekki vera. Hann sagð- ist hafa komið fram í skýlið aftur, svo sem einni eða tveimur mínútum áður en likmennirnir komu með bílinn. Líkið var á sjúkravagninum eins' og hann skildi við það, eða svo hélt hann að minnsta kosti, og enginn þeirra hafði lyft af því blæj- unni til að líta á það. Því skyldu þeir líka hafa gert það? Mennirnir settu líkið inn í bílinn og óku burt með það, en hann lokaði dyrunum strax og þeir voru farnir. „Vljið þér segja mér nokkuð, Teuber?" byrj- aði ég aftur og sneri mér nú að öðru atriði. „Munið þér ekki eftir því, þegar ég mætti yður í ganginum og þér voruð með líkið á sjúkravagn- inum og ætluðuð inn I lyftuna á þriðju hæð í austurálmunni ?" „Jú, auðvitað man ég það, ungfrú Keate." „Jæja. Reynduð þér fyrir alvöru að opna lyftudyrnar?" „Já — auðvitað. En ég gat ekki opnað þær." „Haldið þér þá að lyftuklefinn hafi ekki get- að verið á þriðju hæð, þótt þér gætuð ekki opn- MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Stúlkan: Er það Maggi? Ég þarf að skreppa 3. Maggi: Ungfrú, má ég kynna Georg? Komdu í bæinn, en ég get ekki skilið nýja kjölturakkann inn, Georg. okkar einan heima. Gætir þú útvegað mér ein- 4. Maggi: Nú geturðu farið róleg í bæinn, Georg hvem til þess að annast hann á meðan. sér um kjölturakkann! 2. Maggi: Sjálfsagt, ungfrú, ég skal sjá um kjölturakkann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.