Vikan


Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 14
14 Felumynd Hvar er þriðji maðurinn á myndinni? FALLÖXIN Framhald af bls. 4. Hann lagðist undír öxina og trékragínn var festur um háls honmn. Allt í einu braust hræðileg hugsim fram í huga Wilkies. Auðvitað hafði hann séð þenna mann áður! Hann var bara ekki kallaður Mysto þá — heldur Kahnoor. Og hann minntist orðanna, sem Kahnoor hafði hvæst út úr sér kvöldið góða: „Ég skal drepa þig fyrir þetta!“ Svitadropamir spruttu fram á enní Wilkies. Nú skildi hann allt. Kahnoor hafði ráðgert þessa hefnd í mörg ár og beðið tækifæris. Nú hafði hann komið aft- ur til borgarinnar undir fölsku nafni, til þess að láta til skarar skríða. Og Wilkie var gengin í gildruna. Eftir nokkur eugna- blik myndi hárbeitt öxin falla og höfuð hans velta ofan í sagkassann. Það yrði skelfilegt uppnám, fólk myndi æpa og konur falla í ómegin. Tjaldið myndi falla. Kahnoor yrði handtekinn, en hon- um myndi áreiðanlega takast að sanna, með aðstoð fjölda vitna frá fyrri sýningu, að um slys væri að ræða. „Fer vel um yður?“ Wilkie heyrði mjúka rödd Mystos. En Wilkie vildi ekki deyja. Hann ætlaði að æpa. Hann ætlaði að segja áhorfendum, að þessi maður ætlaði að drepa hann. Þeir myndu ekki láta það viðgangast, að hon- um yrði slátrað með köldu blóði. Hann opnaði munninn til að kalla, en hann var orðinn raddlaus. Tungan loddi við góminn og trékraginn var að kyrkja hann. Hann reyndi að snúa höfðinu til áhorfendanna. Góður guð! Hann yrði að sleppa. Hann gæti ekki látið lífið á þenna hátt. Hann fór að brjótast um, og loks tókst honum að reka upp hræðilegt org. Hann gat varla trúað sínurn eigin eyrum. Áhorf- endurnir skellihlóu! VIKAN, nr. 23, 1947 377. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. g'æf. — 4. öldum. — 12. bjargfugl. — 14. fátæk. — 15. horaðar. — 17. samkoma í Noregl (til forna). — 19. svalar. — 21. blekking. — 22 ljósáhöldin. — 24. legum. — 26. krækja. —- 27. hræringur. — 30. bráS- um. — 32. ótta. — 33. kindur. — 34. skjálfa. — 35. hryggð. — 36. flýtir. — 38. ending. — 39. hljóðu. — 41. augnabliks. iugnaður. — 42. eldakon- um. — 45. sáð. —46. ljós. — 47. rakalaust. — 48. hugmyndatákn. — 49. ósléttar. — 51. matjurtaakra. — 53. sterkan. — 55. söngla. — 57. blómjurt. — 58. peningavaldinu. — 59. kró. Lárétt skýring: 1. samsæri. — 2. æsingasegg. — 3. gripur. — 5. samhljóðar. — 6. mannsnafn. — 7. óhreinindi. — 8. leynd. — 9. í varpi. — 10. blettur. — 11. kvörtun. — 13. slæmar. — 16. án sinnu. — 18. lærdómur. — 20. háttur. — 23. fjarri öllum. — 24. nostrar. — 25. tölu. — 28. kút. —■ 29. sjálf- birginga. — 31. bor. — 33. væna. — 37. komum saman. — 40. heimalönd. — 42. skipt. — 43. mannsnafn. — 44. hafs. — 46. hvarmur. — 48. pranga. — 49. deyfing. — 50. biðji. — 52. rót. —54. svarðar. — 56. á nótum. Lausn á 376. krossgátu Vikunnar: Lárétt: — 1. fífl- — 4. Gáttaþefur. — 12. lök. Lóðrétt: — 1. Flókadalur. — 2. flangsar. — 3. — 14. surgi. — 15. ótamin. — 17. súgsmuga. — 19. raska. — 21. móð. — 22. algenga. —- 24. sil- um. — 26. dys. — 27. allmiklir. -— 30. atar. — 32. álf. — 33. er. — 34. luri. 35. seðil. — 36. alla. — 38. um. — 39. fák. —- 41. rífu. — 42. athafn- ast. — 45. tin. — 46. hlaup. — 47. skýring. — 48. öld. — 49. lekar. — 51. nærfatið. — 53. pallur. — 55. nógar. — 57. nóa. — 58. geirnaglar. — 59. grói. Honum fór að verða Ijóst, að hann átti ekki undankomu auðið. Aðstaða hans var gersamlega vonlaus. Hann lokaði augun- um og bjóst við dauða sínum. Hann heyrði tekið í handfangið og heyrði öx- ina falla. Svo missti hann meðvitundina. Wilkie varð undrandi, þegar hann kom til sjálfs sín í búningsherbergi Mystos bak við sviðið. Töframaðurinn beýgði sig yfir hann og hélt á vatnsglasi í hendinni. Þegar Wilkie opnaði augun, reisti Mysto hann við og bar glasið að vörum hans. „Mér þykir fyrir þessu, kunningi,“ sagði hann. ,,Eg tók ekki eftir því, að það leið yfir þig. Líður þér betur núna? Drekktu meira. Ég vildi að ég ætti brennivínslögg. En mér datt ekki í hug —“ Wilkie botnaði ekki neitt í neinu. Hann hefði átt að vera dauður. Hvers vegna var hann ekki dauður? Hann lokaði augunum og reyndi að hugsa. Svo opnaði hann þau aftur og virti manninn fyrir sér. „Ert þú ekki Kahnoor?“ spurði hann. „Hvað segirðu? Kahnoor?" „Já, Kahnoor hinn austurlenzki ?“ löm. — 5. ás. — 6. tusk. — 7. trúa. — 8. agg. — 9. þistill. — 10. frumur. — 11. róað. — 13. kima. — 16. naglaskap — 18. góm. — 20. sal. — 23. lytum. ■— 24. skáldskap. — 25. tifar. — 28. miðin. — 29. Hraungerði. — 31. rifta. — 33. elfin. — 37. lítillar. — 40. áhugann. — 42. aldrei. 43. ask. — 44. týran. — 46. hlæ. — 48. önug. — 49. ligg- — 50. eðal. — 52. tóa. — 54. lóg. — 56. Ra. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Efnismagn allra stjarna er það sama. Ten- ingsþumlungurinn vegur 720 tonn. 2. Skímir; kom fyrst út 1827. 3. 1304—1374. 4. Árið 1828. 5. Danskur rithöfundur, uppi 1764—-1826. 6. Svissneskur náttúrufræðingur, uppi 1740— 1799. 7. Or Hávamálum. 8. 28,3%. 9. 8585 m. Asíu. 10. Prákkinn Papin, árið 1688, hann dó úr hungri i Englandi. „Nei, góðurinn,“ svaraði hann. „Ég er Mysto, mexikanski töframaðurinn. Að minnsta kosti kalla ég mig það núna.“ „En þú hefir áður sýnt í þessu húsi, er ekkisvo?“ „Jú, það er alveg satt. Eg var Tommy Twinkle, listdansarinn. En mér fannst ég vera orðinn of gamall fyrir svoleiðis hlut- verk, og þess vegna fór ég að sýna þessi töfrabrögð nú fyrir stuttu. Ég hafði æft mig í mörg ár, en hafði aldrei komið fram sem töframaður fyrr.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.