Vikan


Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 05.06.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 23, 1947 lokið gluggahlerunum inni hjá yður, ungfrú Summers. Ég er hræddur um að það verði sand- stormur í nótt.“ „Það skal ég gera,“ svaraði hún og hvarf inn í húsið. Hann kunni vel við rödd hennar og bar hana saman við rödd Eve Lacy, sem var hæg og suðandi eins og lækjarspræna. Rödd Lindu var eins og fjallavatnið, djúp og róleg. Hið sama var að segja um augu hennar, þangað til hún brosti. Um leið og hann kveikti sér í vindlingi og kast- aði sér óþolinmóðlega ofan í stól, datt honum í hug að það hefði verið ánægjulegt að rabba við hana, þótt ekki væri það til annars en að hlusta á hreimfagra rödd hennar. Honum flaug einnig í hug, að ef hún hefði setið lengur hjá honum, hefði hann kveikt fyrir hana í vindling eins og hann hafði svo oft gert fyrir hana í myrkri og þá hefði blossinn á eldspýtunni varpað birtu á augu henn- ar. Ef Eve hefði ekki byrjað á þessu þvættingi — „Þessar fjandans kerlingar," tautaði Kaye við sjálfan sig og reikti vindling sinn einn á svölun- um. * VIII. KAFLI. Hún gerði honum það auðvelt — i raun og veru of auðvelt. Viðhorf þeirra hvort til annars og framkoma breyttist án þess að hann þyrfti nokk- uð að leggja á sig. Allt var eins og hann hafði hugsað sér á leiðinni heim frá Eve. Ungfrú Summers var viðmótsþýð, glaðleg og frjálsleg eins og áður, en það ríkti ekki lengur nein einlægni og trúnaðartraust á milli þeirra éins og daginn, sem Hussein kom. Þau sátu ekki oftar í fjörlegum samræður, Linda helgaði sig al- gjörlega skyldum sínum, sem nú voru orðnar ann- að og meira en að snúast sífelt í kringum Sybil. Hún var alltaf önnum kafin við eitt og annað — var kurteis, en kom fram við hann eins og við ó- kunnugan mann. Það var eins og hún af fúsum vilja hefði reist múrvegg á milli þeirra — og ef hún hafði ætlað sér það í raun og veru, fór hún mjög kænlega að þvi. Hann varð ekki svo mjög var við þessa breytingu, og ekki lét hún í ljós að hún væri móðguð eða særð. Ef til vill haíði honum skjátl- ast að það væri að myndast innileg vinátta með þeim daginn, sem Hussein kom! „Að minnsta kosti hafa kerlingamar í Abbou-Abbas enga á- stæðu til að þvaðra um okkur,“ hugsaði majór- inn og var beiskur í skapi. Sem karimaður var hann særður yfir fram- komu Lindu — og það lá við að hann færi að halda að henni geðjaðist ekki að sér. En Linda kunni að leyna tilfinningum sínum. Hún ein vissi um það áfall, sem hún hafði fengið þegar hann kom frá frú Lacy. Hún gat sér til um það, hvað hafði valdið þessu, hvað frúin hafði sagt og hvernig majómum hafði gramizt að hún skyldi vera á fótum og verða fyrir honum á svölunum. „Ef hann vissi hvers vegna ég sat þarna í myrkrinu," hugsaði Linda og henni varð heitt 1 kinnum við tilhugsunina. Ó, að hún hefði ekki gert þetta. En hafði hann ekki sagt: „Ég kem ekki seint heim,“ alveg eins og hann væri að biðja hana að vaka eftir sér? Linda hafði verið með grátstafinn i kverkunum þegar hún fór upp til sín, enda þótt majórinn hefði ekki snert neinar geðshræringar hjá henni. Og Linda var- stórlát stúlka og gat ekki gleymt þessu kvöldi, enda hét. hún því að sýna honum ekki annað en tómlæti. Nú var samkvæmislífið sem óðast að hefjast í Abbau-Abbas. Fjöldi kvenna kom heim frá Eng- landi og það varð gestkvæmt á „Friðlundi." Þær létu allar mikið með Sybil, henni sjálfri til mestu furðu. Linda hafði gaman af, því að hún sá konurnar út og skildi hvers vegna þær höfðu svo mikið dálæti á skjólstæðingi majórsins. Eve Lacy birtist aftur og stóð við loforðið, sem hún gaf Kaye og var vingjarnleg við Lindu — svona á yfirborðinu. Hinar fylgdu dæmi hepnar, en svo ekki meira. Kaye var ánægður, og Linda gat ekki annað en brosað. Það var hreint og beint hlægi- legt hvað þær þóttust lítillátar við hana, og um leið óþolandi. Sybil, sem var hreykin yfir allri þeirri athygli, sem hún vakti, og var eftirsóttasta stúlkan, var samt sem áður ekki í sem beztu skapi. Linda sá óðara að það var ekki eins dátt með Tony og henni og áður. Henni þótti leiðinlegt að það skyldi hafa hlaupið snuðra á vináttu þeirra, en þó gat hún ekki kennt í brjósti um Sybil. Stelpan hafði ásett sér að Tony, sem var laglegastur og ríkast- ur og sonur baróns, skyldi vera hennar eign. Staða hans og ætt höfðu mikið að segja í aug- um Sybil, en hún hafði aldrei verið ástfangin af honum. Linda efaðist um að hún gæti orðið ástfangin af nokkrum manni. En það var auð- séð að stúlkunni leið illa — alveg eins og hégóma- girnd hennar hefði verið særð. Hún hafði ekki nema gott af því — en Linda leiddist þetta samt, því að hún vildi ekki að neinn tæki út, hversu gagnlegt, sem það væri annars. „Munið að við eigum að borða kvöldverð hjá Mahomet E1 Bedawi!“ Kaye majór var nýkominn úr flugferð til Kairo og nam staðar á leið sinni inn í húsið. Linda leit upp þar sem hún lá í legu- stól með skrifpappír á hnjánum. „Já, ég hefi ekki gleymt þvi! 1 hverju eigum við Sybil annars að vera? Samkvæmiskjólum?“ „ Já. Enda þótt mér sé ekki um það gefið að sjá enskar konur samkvæmisklæddar í húsum Araba. En verið í einföldum kjólum — þér skiljið við hvað ég á —• og gjörið svo vel að hjá um að Sybil geri það lika. Verið ekki í neinu, 'sem er of flegið.“ „Já, ég skil. En koma fleiri gestir?“ spurði hún. „Já, sem betur fer. Mahomet gamll er þumb- aralegur og ekki er Hussein sérlega glaðvær. Þetta verður raun fyrir yður ungfrú Summers. Ég þekki matarborð þeirra.“ „Ég hlakka samt til þess. Ég hefi aldrei fyrr komið á heimili Austurlandabúa." „Þér hafið gaman af þvi í eitt skipti," svaraði Kaye, brosti og fór. Við þetta tækifæri fór Linda í svartan kjól. Kaye majór, sem beið í anddyrinu, dáðist að með sjálfum sér, hvað hún var falleg, þar sem hún kom niður stigann. Honum geðjaðist vel að kögraða sjalinu, sem hún bar svo tígurlega á herðunum. Eve hafði rétt að mæla — þessi kona kunni að klæða sig. Hún kom hægt og brosandi í áttina til hans — kvenleiki hennar, ástúð og hreinleiki var eins og hjúpur af ilm- efni í kringum hana, eða þannig fannst Kaye, þar sem hann stóð samkvæmisklæddur og órólegur og beið í anddyrinu. „Þér eruð dásamlegar í kvöld!" „Ég þakka,“ svaraði hún glaðlega en hirðu- leysislega. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Þú hefir alveg á réttu að standa, Katrín, sumt fólk Katrin: Konan við hliðina á mér keypti fallbyssu handa veit alls ekki, hvemig það á að ala upp böm. Það gefur bömun- syni sínum til þess að leika sér með — hún hlýtur að vera um leikföng, sem em jafnvel hættuleg fyrir fullorðna. eitthvað biluð — það lætur engin heilbrigð manneskja bam- ið sitt leika sér með fallbyssu, jafnvel þótt hún sé úr tré. Pabbinn: Sjáðu, hvað ég kem með handa Lilla, fallbyssu! Mamman: Þú mátt ekki láta drenginn fá þetta leikfang! Pabbinn: Vertu nú ekki svona kjánaleg — þetta er algerlega hættulaust — bara þrýsta á — Mamman: Ég sagði þér að þetta væri hættulegt. Pabbinn: Ekki nógu fljótt. Lilli: Da-da!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.