Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 24, 1947 3 Kirkjubær á Síðu Sjá forsíðu. T^ÖGUR og heillandi sjón blasir við augum ferðamannsins, þegar hann kemur austur úr Skaftáreldahrauninu og sér Síðubyggðina fram undan á björtum hásumardegi. Háar heiðar og fjöll með snarbröttum hlíðum, grasi vöfðum hið neðra, en gyrtum hamrabeltum hið efra, skýla þessari blómlegu byggð fyrir norð- annæðingnum. En í austri gnæfir Öræfa- jökull í dulúðgri og máttugri tign og mikilleik, sem ögrar jarðarbömum, eyk- ur þeim mátt, en bendir þeim þó á van- mátt sinn. Neðan við Síðuna, þessa gróð- urvin í skjóli fjallanna, taka við land- svæði, sem mörkuð eru hinum hrjúfa svip elda og ísa, vestast Skaftáreldahraunið, þá Landbrotið, mishæðótt og dökkt yfir- litum, kynlegt sambland gróðurs og auðn- ar, og austast eyðisandar, sem hamslaus stórvötn hafa ætt yfir öldum saman. Aðeins skamman spöl ekur ferðamaður- inn, eftir að hann er laus við Sk'aftárelda- hraunið, unz við honum blasa bæjarhús- in á höfuðbólinu Kirkjubæ. Þegar hann sér þau, ljósleit og hlýleg, bera við græn- ar hlíðamar fyrir ofan, veit hann, að hann er senn á leiðarenda, því að þangað liggur leið hans og annarra, sem um Skaftafellssýslur fara. Og honum er sízt ógeðfellt að nema staðar, þótt ferðin hafi verið ánægjuleg og fjölbreytni landslags- ins hafi haldið athyglinni sívakandi alla leiðina, því að hann veit, að lians bíða alúðlegar og höfðinglegar viðtökur í Kirkjubæ, þar sem sjaldan er svo gest- kvæmt, að ekki sé rúm fyrir einn í við- bót. Seinasta spölin ekur hann fram með Skaftá, allmikilli jökulelfi, sem rennur skolleit og straumþung til austurs milli lágra, grænna bakka fyrir neðan bæinn, en beygir síðan til suðausturs, breikkar þá mjög og hverfur að lokum í öldur Atlantshafsins. — Vafalaust hefur ein- hver hluti Skaftár runnið neðan við Kirkjubæ alla tíð, síðan Island byggðist, en þó misjafnlega mikill, því að rennsli hennar hefur orðið fyrir ýmsum breyt- ingum. Af Njálsögu má ráða, að Skaftá hafi í fornöld fallið niður um byggðirnar í þremur kvíslum. Og hefur þá austasta kvíslin runnið fram hjá Kirkjubæ. Af Svínfellingasögu (Sturlungu) sést, að á 13. öld hefur sá hluti Skaftár, sem hjá Kirkjubæ rann, verið nefndur Kirkjubæ- ingaá, að minnsta kosti þar, sem hún rann fram hjá landi staðarins. í Svínfell- ingasögu segir, að Móðólfur, 'heimamaður Ögmundar Helgasonar, bónda í Kirkjubæ, hafi lagzt yfir (þ. e. synt yfir) Kirkbæ- ingaá og farið yfir að Tungu (í Landbroti) til að safna liði gegn Sæmundi Ormssyni frá Svínafelli, er kominn var að Kirkju- bæ með ófrið á hendur ögmundi bónda. Áin, sem Móðólfur synti yfir, virðist ekki hafa getað verið önnur en Skaftá. Langa hríð féll nokkur hluti þeirrar kvíslar Skaftár, sem austur með Síðunni rann, suðaustur um Landbrot. Mun kvíslin, sem um Landbrotið fell, hafa runnið sunnan við bæinn Seglbúðir og myndað foss þar, sem nú heitir Tröllshylur. Þó var þessi kvísl horfin fyrir Skaftárelda. Lárua Hélgason. Hann var fæddur 1873 á Fossi á SíSu, sonur Helga Bergssonar, bónda þar, og konu hans, Höllu Lárusdóttur. Lárus Helgason var bóndi á Síðu 1900-05 og í Kirkubæjarklaustri 1905 til æviloka. Hann var þingmaður Vestur-Skaptfell- inga 1922-23 og 1927-33. Hann andaðist 1941. Kvæntur var Lárus Elínu Sigurðardóttur frá Breiðabólstað á Síðu. Rann þá Síðukvíslin öll hjá Kirkjubæ og var' miklu vatnsmeiri en nú. Um landnám í Kirkjubæ segir svo í Landnámabók: Maðr hét Ketill inn fíflski, sonr Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs. Hann fór af Suðr- eyjum til Islands. Hann var kristinn. Hann nam land milli Geirlandsár ok Fjarð- arár fyrir ofan Nýkoma. Ketill bjó í Kirkjubæ. Þar höfðu áðr setit Papar, ok eigi máttu þar heiðnir menn búa. — Tal- ið er, að Kirkjubær sé eini staðurinn, þar sem alitaf bjuggu kristnir menn, meðan land var annars nálega alheiðið. Þegarþessergætt, aðíKirkjubæ vargriða- staður kristinni trú frá öndverðu, og hins, að staðurinn er kenndur við kirkju, kem- ur mönnum varla á óvart að heyra, að hér hafi kirkja verið, enda var svo fram til ársins 1856. En þá var kirkjan flutt að prestssetrinu Prestsbakka. Kirkjan stóð mjög skamman spöl austur frá bænum. Mjög glöggt sést enn móta fyrir kirkju- stæðinu, og kirkjugarðurinn umhverfis er með öllum ummerkjum, til dæmis sjást mörg leiði enn greinilega, þótt fleiri séu að vísu sokkin í jörð að mestu eða öllu leyti. Skaftfellingafélagið í Reykjavík hefur nýlega gengizt fyrir því, að gerður hefur verið steinsteypuveggur umhverfis kirkjugarðinn til að verja hann ágangi og forða honum frá gleymsku. Ekki hafa aðrir verið jarðaðir í þessum kirkjugarði nú í seinni tíð en Lárus Helgason, hinn þjóðkunni bændahöfðingi, sem bjó mest- allan sinn búskap í Kirkjubæ og gerði garðinn frægan. Hafði hann lagt svo fyr- ir, að bein hans yrðu lögð í þá mold, er hann hafði yrkt og arið nálega alla bú- Þegar ferðamenn kbma í kirkjugarð- inn að Kirkjubæ að sumarlagi, þegar hann er vafinn grasi, taka þeir eftir því, að troðnar og fjölfarnar braut- ir liggja að tveimur leiðum: leiði Lárus- ar Helgasonar og leiði séra Jóns Stein- grímssonar, prófasts að Prestbakka. Það er varla nauðsynlegt að kynna les- endum séra Jón, því að hann er flestum Islendingum kunnur. Nálega hvert manns- barn veit, að hann var forystumaður og bjargvættur sóknarmanna sinna og ann- arra Skaftfellinga, er Skaftáreldarnir geis- uðu og harðindi þau hin miklu, móðuharð- indin, sem dundu yfir þjóðina næstu árin á eftir. Það er tvímælalaust, að aldrei hafa yfir nokkurt hérað á Islandi dunið ægi- legri hörmungar en þær, sem Skaftáreld- arnir höfðu í för með sér fyrir Skaftfell- inga. En jafnótvírætt er hitt, að aldrei hefur nokkur prestur reynzt öruggari og fórnfúsari leiðtogi í neyð og bágindum en þessi fátæki, aldurhnigni prófastur Vestur-Skaftfellinga reyndist þá. Enginn kemur svo í kirkjugarðinn í Kirkjubæ, að honum verði ekki hugsað til þess, að í kirkjunni, sem þar stóð, hélt séra Jón eld- messuna alkunnu á 4. sunnudag eftir þrenningarhátíð eldsumarið 1783. Fólkið kom þjáð og óttaslegið til kirkjunnar. Það vissi, að hraunflóðið brunaði austur eftir farvegi Skaftár og nálgaðist óðfluga bæ- inn og kirkjuna, þar sem það var saman komið til að hlýða á helgar tíðir. En séra Jón lét loka kirkjunni, svo að ekki yrði ókyrrð eða umgangur um messuna og flutti síðan orð drottins af slíkum trúar- hita og myndugleik, að menn þökkuðu það mætti bæna hans, að hraunelfurin stöðv- aðist þar, sem hún var þá komin, þegar messan hófst. — Þar, sem hraunið stöðv- aðist, heitir síðan Eldmessutangi. Hann er norður undan bænum Hólmi í Landbroti, en 2—3 km. vestur frá Kirkjubæ. Nú fell- ur Skaftá þar í tveim kvíslum, sinni hvor- um megin við Eldmessutanga. Á gröf séra Jóns er gamall legsteinn, langur og mjór, fimmstrendur blágrýt- isdrangur, og liggur láréttur á leiðinu. Á- letrun er á þremur flötum steinsins, þeim, sem upp snýr, og flötum þeim, sem næst- ir eru honum beggja vegna. Á flötinn, sem upp veit, er letrað: Fæddur 1728, dag 10. sept. Varð prestur 1761, próf [astur] 1774. Deyði 1791, d[iem] 11. aug[usti]. Be- grfafinn] 18. e[jus]d[em]. — Á hina flet- ina eru letraðar tvær dróttkvæðar vísur, sín vísan á hvorn. Er önnur vísan um séra Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.