Vikan


Vikan - 12.06.1947, Page 11

Vikan - 12.06.1947, Page 11
VIKAN, nr. 24, 1947 11 —---------------------------— Framhaldssaga. Mignon G. Eberhart: Minningar frá Mei ady-sjúkrahúsinu 18 SAKAMÁLASAGA að dyrnar, ef neyðarhemlamir hafa til dæmis verið settir á?“ Hann hristi höfuðið. „Nei, ungfrú Keate, það getur ekki verið, því að þá mundi mér hafa tekizt að opna dyrnar. Hafi einhver sett neyðarhemlana í samband, ^)á mundi lyftuklefinn ekki hafa hreyfzt úr stað, þótt hringt hefði verið á hann af öðrum hæðum. En mér mundi hafa tekizt að opna dyrnar jafnt fyrir því, ef lyftan hefði verið á þriðju hæðinni. I>ér skiljið að rafmagnsstraumurinn og — —“ „Já, já — ég skil það,“ greip ég fram í, því að ég vildi ekki láta hann fara nákvæmlega út í skýringar á öllum þessum útbúnaði. „Ég skal reyna að tala máli yðar við dr. Kunce," sagði ég að lokum og kvaddi í skyndi. Ég flýtti mér upp stigann og gekk rakleitt að skrifstofu dr. Kunce. Ég varð að bíða dálitla stund, því að hann var að tala við eina hjúkrun- arkonuna úr ölmusudeildinni, en þegar hún var farin út, barði ég að dyrum og gekk inn. Ég skýrði honum formálalaust frá samtali okkar Teubers og mér til mikillar undrunar tók hann þessum fréttum næstum fagnandi. Ég hafði ekki búizt við þessu, vegna þess að dr. Kunce er mjög strangur maður og heimtar, að öllum settum reglum sé fylgt skilyrðislaust. Hann lagði nokkr- ar spurningar fyrir mig og gaf mér síðan í skyn, að hann væri nú á þeirri skoðun, að einhver ut- anaðkomandi hefði læðzt inn í sjúkrahúsið, myrt dr. Harrigan og komizt síðan út á sama hátt, um kjallaradyrnar. Mér fannst hann fagna því, að Kenwood Ladd og þar með Ina Harrigan væru nú ekki lengur undir eins sterkum grun og áður um að vera viðriðin málið. Ég gat ekki gert mér grein fyrir því, hvers vegna mér fannst hann vilja halda hlýfiskildi yfir Inu Harrigan, en ég hafði það einhvern veginn á tilfinning- unni, að svo væri. „Já, morðinginn hefur haft nægan tíma til að komast upp á þriðju hæð, myrða dr. Harrigan og komast svo út um kjallaradyrnar aftur á meðan Teuber skrapp frá,“ sagði dr. Kunce eins og til að sannfæra sjálfan sig um að svona hefði þetta verið. „Og -svo hefir hann rekizt á lík Pétur Melady á leiðinni niður, tekið það með sér, skipt á því og líki blökkumannsins, en borið lík þess síðar- nefnda undir hendinni út í kirkju," sagði ég brosandi. Dr. Kunce gerði sig svo píreygðan að hvarm- arnir með löngu augnhárunum lögðust næstum saman. „Ég þakka yður fyrir upplýsingarnar," sagði hann hægt. „Við skulum láta þetta nægja í bili.“ Ég vildi ekki að láta segja mér það greinilegar, að hann vildi að ég færi, svo ég kvaddi og gekk út. Ég var nýkomin upp í herbergið mitt, þegar Nancy barði að dyrum og kom inn. Hún var mjög þreytuleg og tekin og ég sá, að henni var mikið niðri fyrir. „Þeir hafa enn einu sinni kallað Kenwood Ladd fyrir sig þarna niðri i skrifstofunni,“ byrjaði hún. „Mér finnst þetta vera bæði skömm og svívirðing." „Hvað áttu við? Heldurðu að þeir gruni hann um morðið?," spurði ég. „Þeir eru að reyna að plna hann til sagna," sagði hún æst, en tók sig síðan á og hélt áfram rólegri en áður. „O, þessi hiti ætlar alveg að koma manni út úr jafnvægi. — Ég á við, þeir eru að reyna að fá hann til að verða tvísaga, þreyta hann og veiða, svo hann játi að hafa gert eitthvað, sem hann hefur alls ekki gert.“ „Hver veit, nema hann hafi gert eitthvað? Hann gæti meira að segja hafa myrt dr. Harri- gan.“ „Nei, nei,! Hann gerði það ekki, alls ekki!" „Hvernig veiztu það?„‘ spurði ég. „Hvernig getur þú fullyrt, að hann hafi ekki myrt dr. Harrigan?" „Ég sé það á honum — aðeins með því að virða hann fyrir mér. Nei — hann gæti ekki verið morðingi." „Þetta er engin sönnun, góða mín,“ svaraði ég, því mér líkaði auðvitað ekki þessi röksemda- færsla. Nancy stóð fyrir framan mig og roðnaði og fölnaði á vixl. Hún svaraði ekki þessari siðustu setningu minni, en horfði þögul á mig nokkra stund, vatt sér síðan*við og starði út um glugg- ann eins og í leiðslu. „Heyrðu Nancy," byrjaði ég eftir nokkra stund. „Er nokkuð sérstakt að þér, góða mín? Þú hefir verið svo föl og áhyggjufull upp á síðkastið." „Nei, Sarah, það er ekkert að mér —- nema þetta, sem alla amar hér, þetta með morðið og þessar sífelldu yfirheyrslur. Ég held, að ég sé eins taugasterk og hver önnur, en samt sem áð- ur er þetta of mikið fyrir mig. Ég gekk í morg- un gegnum autt herbergi og sá eitthvað hvítt úti í einu horninu og ég hrópaði upp yfir mig af skelfingu. Þetta reyndist aðeins vera hvítt léreft sem breitt hafði verið á stólbak. En svona er ég orðin og ég er þó ekki verri en margar aðrar hér.“ Þetta var að vísu alveg satt, en ég var þó ekki ánægð með svar hennar. Ég fann, að það gekk eitthvað annað að henni en þetta, þó hún segði það ekki. Enn óánægðari varð ég samt, þegar Nancy var farin og ég varð þess vör, að vasabókin mín, sem ég hafði skrifað í athuganir mínar, var horfin. Bókin hafði legið á borðinu, en nú var hún þar ekki og ég gat hvergi fundið hana í herberginu. Auðvitað hefði einhver annar getað komizt inn í herbergið mitt á meðan ég var niðri í kjallara og farið burt með bókina, en mér fannst það þó ólíklegt. Þessi grunur minn varð enn sterkari við það að sjá Nancy við síðdegisverðar-borðið, því nú var hún enn fölari og veiklulegri en áður — og svo áhyggjufull. Hún horfði á mig út undan sér og mælti ekki orð af vörum. Þegar ég kom upp á þriðju hæðina eftir mál- tíðina, kom Ellen þjótandi til mín og sagði: „Dr. Kunce og Lamb fulltrúi og einhver þriðji maður með þeim eru inni í herbergi frú Harrigan. Dr. Kunce bað mig að segja þér, að þú ættir að koma inn til þeirra, því hann vildi að einhver hjúkrunarkona væri við, ef frú Harrigan þyrfti einhvers með.“ Ég fór inn til frú Harrigan og settis út í horn og lét sem minnst á mér bera, en reyndi samt að taka sem bezt eftir öllu, sem fram fór.. Ég var þarna í hálfan klukkutíma eða svo og allan þann tíma rigndi spurningunum yfir frú Harri- gan, en samt sem áður virtist hún langsamlega rólegust allra þeirra, sem inni voru. Jafnvel hrað- ritarinn, sem var þriðji maðurinn, virtist vera órólegur, svitinn bogaði af honum og hann hafði þann ljóta vana að naga blýantinn, þegar eitt- hvert hlé varð. „Er það satt, að þér hafið ráðlagt þessum Ken- wood Ladd að dvelja áfram í sjúkrahúsinu, eft- ir að gestunum hafði verið gefið til kynna, að þeir ættu að fara?“ spurði Lamb í því að ég kom inn. „Nei, það er ekki satt," sagði Ina Harrigan rólega og með þýðri röddu. „Ég leyfði honum að- eins að vera lengur. Mér fanst engin ástæða til að hann léti reka sig út svona snemma." „Kom þá engin hjúkrunarkona inn til yðar til að búa yður undir nóttina?" spurði dr. Kunce, sem ganga vildi úr skugga um, hvort reglurnar hefðu nú verið brotnar að þessu leyti. „Jú, jú," svaraði frú Harrigan. „Litli hjúkrun- arneminn kom rétt í gættina, en ég slökkti ljós- ið um leið og hún opnaði og bað hana þess lengstra orða að láta mig vera i friði. Kenwood Ladd sat i skotinu úti við gluggann og hún hefir víst ekki séð hann. Eins og þér vitið, þá get ég hjálpað mér sjálf. Ég get til dæmis ágætlega burstað sjálf í mér tennumar." „Eruð þér lagnar með vinstri hendinni?" spurði Lamb áfjáður. Ina Harrigan leit snöggt á spyrjandann. „Ekki lagnari en hver annar, held ég,“ svaraði hún önug. „Hvað eigið þér við með því?“ „Ég á við það,“ svaraði Lamb með rökvísi, ,,að einhver hlýtur að hafa myrt dr. Harrigan." Ina Harrigan lagði höfuðið á koddann hægt og virðulega. Hún svaraði engu nokkra stund, en starði fast og með fyrirlitningarsvip í augun á Lamb. „Mér datt í hug, að þér munduð snúa grun yðar að mér áður en lyki," svaraði hún kæruleys- islega. „Eruð þér að bera mér á brýn að hafa myrt eiginmann minn? Ég vil fá þessari spurn- ingu minni svarað, því ef svarið verður játandi hjá yður, þá svara ég engu frekar fyrr en ég hef náð tali af lögfræðingnum mínum," „Svona, svona!" sagði Lamb óþolinmóður. „Ég er ekki að segja, að þér hafið myrt dr. Harrigan. Ég vil aðeins fá að vita, hvað þér hafið fram að færa í þessu máli. Við höfum strangar gætur á þessum Ladd og einn af fremstu mönnum okkar er jafnvel á hælum hans, en við ætlum okkur ekki að taka hann fastan fyrr en við höfum feng- ið frekari sannanir." Síðan byrjaði þetta aftur með spurningar og svör, og Lamb var að lokum orðinn önugur og þurfti að þurrka sér oft um ennið, en Ina Harri- gan var alltaf jafn róleg, þó hún að lokum yrði neydd til að svara spurningunum með einungis „já" eða „nei“. Samt varð hún þó leið á þófinu og sagði: „Já, það er satt, að maðurinn minn fór að ríf- ast við Kenwood Ladd þarna um kvöldið. Hann reifst við alla. Ef þið ætlið að ásaka alla, sem einhvern tima hafa rifizt við hann, um að hafa myrt hann, þá verða þeir grunuðu margir." „Hvað var klukkan, þegar Kenwood Ladd fór héðan um kvöldið?" Hún brosti. „Veslings Kenwood, ég man hvað honum leizt illa á þessa brunastiga-leið út úr húsinu! Þér spyrjið hvað klukkan hafi verið ? Ég veit það því miður ekki nákvæmlega, en það hlýtur að hafa verið áður en hjúkrunarneminn sá manninn minn síðast. Var klukkan þá ekki 18 mínútur yfir 12? Já, þá var hann ábyggilega farinn."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.