Vikan


Vikan - 12.06.1947, Page 12

Vikan - 12.06.1947, Page 12
12 VIKAN, nr. 24, 1947 „Heyrið þér nú, frú Harrigan," sagði Lamb. „Ég verð að biðja yður að muna, að hér er alvara á ferðum.“ „Já — sei, sei,“ hreytti Ina Harrigan út úr sér. „Ætlið þér að minna mig á að þetta sé al- varlegt mál. Þér vitið þó, að ég er ekkja hins myrta.“ „Getið þér sagt ákveðið, hvenær þessi Ladd fór þá?“ spurði Lamb, sem ekki var af baki dottinn. „Já — hann fór fyrir klukkan 18 mínútur yfir 12,“ svaraði Ina Harrigan kuldalega. „Ég mundi geta svarið það, ef þess yrði krafist." „Er það satt, að Kenwood Ladd hafi hótað því að drepa dr. Harrigan?" Ina Harrigan svaraði ekki strax, en fór að lagfæra fetilinn á hægri öxlinni. Síðan svaraði hún, án þess að líta upp og eins og út í bláinn: „Ég hefði getað drepið hann sjálf — og þið getið Iagt það upp úr þessum orðum, sem ykkur sýnist. Dr Harrigan var kaldlyndur maður og orðhvass. Hann átti það til að hella yfir menn hinum svívirðilegustu ásökunum að ástæðulausu.“ „Að ástæðulausu, segið þér?“ gall Lamb við. „Já, að ástæðulausu," sagði Ina Harrigan aft- ur. „Ég vil einmitt taka það fram, að þetta kvöld réðst hann að Kenwood Ladd með ástæðulaús- um ásökunum," bætti hún við, þóttaleg á svipinn. Nú tók ég skyndilega eftir því, að Inu Harri- gan vantaði eina framtönnina í efri góm, en ég minntist þess ekki að hafa tekið eftir þessu fyrr. Hún hafði að sjálfsögðu misst tönnina, þegar hún lenti í bílslysinu, enda hafði sprungið fyrir á efri vörinni, þó að það sár væri nú gróið. Þetta minnti mig á eitthvað — ég setti þetta í sam- band við eitthvað — en gat þó ekki komið því fyrir mig, hvað það var. „Hvað getið þér sagt okkur um ósamkomu- lagið á milli þeirra dr. Harrigans og Péturs Melady?“ spúrði Lamb nú. „Ég veit allt um það,“ svaraði Ina Harrigan. „Allt?" hrópaði Lamb undrandi. „Nú, jæja. Hver var þá ástæðan til þessa ósamlyndis?" Ina Harrigan ætlaði að fá sér vatn að drekka, en vatnsflaskan var tóm, þegar hún ætlaði að fara að hella í glasið, svo ég stóð upp, tók flösk- una og fór með hana inn í baðherbergið, sem var innar af stofu hennar. Á meðan ég var að skola flöskuna, kom ég auga á nokkra óupptekna pakka af hvitu tyggigúmi. Á hillunni lágu einnig tvær tuggnar gúm-plötur, nákvæmlega samskon- ar plötur og Lamb hafði fundið á skyrtu hins myrta manns. Nú rann upp fyrir mér ljós og ég furðaði mig á, að ég skyldi ekki hafa skilið þetta fyrr Ina Harrigan hafði gripið til þess ráðs, að troða þessu hvíta tyggigúmi í skarðið, sem myndazt hafði við missi tannarinnar, tii þess að dylja það. Henni var mjög annt um útlit sitt, og þetta var i rauninni ágætt ráð, en tyggigúmið toldi samt ekki lengi í einu og varð því oft að lag- færa það eða skipta um. Nú hafði það dottið burt, eða það hafði verið komið að henni að óvörum og hún ekki haft tíma til að koma þvi fyrir. Ég tók aðra tuggnu plötuna, vafði hana inn i bréf og stakk henni í vasa minn. Síðan fór ég með vatnsflöskuna fram í herbergið. XIII. KAFLI. ' „Eins og ég sagði áðan," byrjaði Ina Harrigan, „þá veit ég allt um ástæðuna til ósamlyndis þeirra dr. Harrigans og Péturs Melady. Ég sé enga ástæðu til að leyna ykkur þessu lengur, úr því þið hafið spurt mig um það, og þykist þurfa að fá vitneskju um þetta til að upplýsa málið. Ósamlyndi þeirra var allt út af Dione Melady." „Dione Melady?,“ spurði Lamb undrandi. „Já. Þetta gerðist fyrir um það bil 5 árum, þremur árum eftir að Leó Harrigan giftist mér. Ég vissi um þetta allt, en lét mér á sama standa. Ég gat aldrei skilið, hvað hann sá við Dione, því mér fannst hún alltaf vera fýluleg og tepruleg í senn, kaldgeðja og móðursjúk. En Leó hefir víst séð hana í öðru ljósi. Ég veit ekki hve langt þetta gekk, en nógu langt hefir það víst verið. Svo mikið er víst, að Pétur Melady, faðir Dione, komst að þessu -— og allt komst i háaloft. Pétur Melady harðbannaði Leó að stíga fæti sin- um í námunda við heimili Dione og gifti hana litlu síðar frænda hennar, Courtney Melady. Ég held fyrir mitt leyti, að þetta hafi verið Leó fyrir beztu, því hann hefði fljótt orðið leiður á jafn auvirðilegri persónu og Dione Melady er. En hvað um það. Þetta var ástæðan til ósamlyndis þeirra Péturs Melady og mannsins míns. Margir hafa vitað um ósamlyndið og mikið hefir verið rætt um ástæðuna fyrir því, en ég býst við, að MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Mamma: Nýi presturinn er í heimsókn hjá okkur. Viltu ekki hafa af fyrir honum á meðan ég er að útbúa eitthvað handa honum? Maggi: Jú, ég skal hafa af fyrir honum. 2. Maggi: Ég skal kenna þér hnefaleik! Presturinn: Það verður fróðlegt. 3. Maggi: Svona á maður líka að slá. Presturinn: Þetta er ágætt, drengur minn, en nú skal ég kenna þér dálítið — 4. Presturinn: Þessa vörn lærði ég á Kyrra- hafsstöðvunum, er hún ekki anzi skemmtileg? enginn hafi vitað hið sanna í málinu, nema við hjónin og Pétur og Dione Melady. Þó getur ver- ið, að Court Melady hafi einnig vitað um þetta." Lamb fulltrúi ræskti sig. Hann hafði verið undrandi á svipinn á meðan Ina Harrigan lét dæluna ganga, en nú var hann búinn að jafna sig og spurði: „Hvað haldið þér um þetta morð? Þykir yður líklegt að þetta ósamlyndi standi i einhverju sambandi við það?“ „Ég skal ekki segja. Verið getur að svo sé og þeir hafi orðið hvor öðrum að bana." „Hvernig tók Dione Melady þessu? Tók hún sér það mjög nærri?" „Hvað eigið þér við ? Þetta með manninn minn og hana — ástarævintýri þeirra?" „Já, einmitt — ég á við það“, svaraði Lamb vandræðalegur. „Ég veit ekki, hvað segja skal, anzaði hún hægt. „Nei, ég veit það satt að segja ekki." Síð- an bætti hún við: „En Leó varð æfur. Honum fannst virðingu sinni misboðið með þessari fram- komu Péturs Melady gagnvart þeim Dione." Nú fór dr. Kunce að tala um formúluna, sem horfið hafði ásamt kínverska tóbaksskríninu og Lamb tók upp þráðinn og lagði margar spurn- ingai' fyrir frú Harrigan um þetta efni, en fékk hana ^kki til að játa neitt annað en það, að þau Leó hefðu vitað, að þessi formúla var til. „Verið getur, að Leó hafi hugsað sér að reyna að stela formúlunni," sagði hún. „Hann mundi án efa hafa viljað ná henni af Pétri Melady, ef hann hefði með þvi getað gert honum skapraun og skaða. En hvemig á ég að vita, hvað hann gerði! Ég veit aðeins, að ég hafði enga löngun til að ná í þessa formúlu og sama mun mega segja um Kenwood Ladd.“ Meira fékk Lamb ekki út úr henni. Mér virtist hún samt sem áður vera hrædd, þótt hún leyndi þvi vel. Þegar við komum fram á ganginn sagði Lamb, um leið og hann þurrkaði af sér svitann: „Ég hugsa að hún breyti bráðum um svip, frú- in, og taki ofan þann fyrirlitningarsvip, sem hún sýnir okkur. Nú erum við á réttri leið, og fjand- inn má vorkenna henni í minn stað, ef hún reyn- ist vera flækt í málið." Við fórum niður í skrifstofu dr. Kunce og þar tók ég uppx tyggigúmið og sýndi þeim það og skýrði fyrir þeim, hvernig frú Harrigan hefði notað það til að hylja skarðið í tanngarðinum. „Nei, nú er ég svo aldeilis hissa,“ sagði Lamb. „Ég er nú svo aldeilis —.“ „Já, ég bjóst við, að þér yrðuð forviða," sagði ég- „Þetta sannar ekkert," sagði dr. Kunce og strauk skeggið. Það þarf ekki annað til, en dr. Harrigan hafi beygt sig niður að henni og tyggi- gúmið þá festst í skyrtu hans. Hann hefir ef til vill lotið niður að henni til að —.“ „Til að kyssa hana og hún svo bitið hann í staðinn," greip Lamb fram í. „Eða hún hefir orð- ið reið og kastað því að honum. Nei, nei, dr. Kunce. Þetta er nú fyrsta áþreifanlega sönnun- in, sem komið hefir fram í þessu máli og þér skuluð ekki reyna að taka hana frá mér.“ „Haldið þér, að hún mundi fara svona gáleys- islega með þetta, ef hún væri sek?“ spurði dr. Kunce. „Hún mundi auðvitað reyna að fela þess- ar tyggimúmplötur, ef hún væri ekki saklaus." „Hún þarf ekki að vita hvar hún missti það, því það getur vel verið, að hún hafi verið svo æst þarna í lyftunni, að hún hafi ekki tekið eft- ir neinu, hvað þá svona smámunum." „Þér skuluð hafa mig fyrir þvi, að hún myrti ekki dr. Harrigan," sagði dr. Kunce. „Hafa yður fyrir því!„ sagði Lamb hæðnis- lega. „Nei ég ætla ekki að hafa yður fyrir neinu. Ég er nú búinn að hlusta á yður og trúa yður ur nóg. Það er ef til vill þess vegna, sem hvorki gengur né rekur hjá mér.“ ,Hvað eigið þér við?“ spurði dr. Kunce gram- ur. „Hef ég ekki gert allt, sem í mínu valdi stend- ur til þess að upplýsa þetta mál og varið til þess

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.