Vikan


Vikan - 12.06.1947, Síða 14

Vikan - 12.06.1947, Síða 14
14 VIKAN, nr. 24, 1947 Brúðkaupsnóttin Framhald af bls. 4. — Hann er að kalla á kennslukonuna. — Það er ills viti, sagði Sean. Hann versnar með nóttinni. Það er bezt að ég fari og sæki piltana, svo að við getum bundið hann. Þá datt mér dálítið í hug, og ég sagði: — Kannske hún vildi líta til hans sem snöggvast. Það gæti sefið hann. — Við getum reynt það, svaraði Sean, og ef stúlkan er góð í sér, þá kemur hún. Sean fór að sækja hana. Ég hafði ekki kjark til þess. Hann var lengi í burtu, og Denis hélt áfram að kalla — hann kall- aði stöðugt hærra og hærra, og rödd hans yfrgnæfði stormþytinn. Loks heyrði ég fótatak. Þau voru komin. Hún gekk rak- leitt inn í svefnherbergið, náföl í andlit- inu. Hann snerist gegn henni öskrandi, og brjálsemin blossaði í augum hans, en svo þagnaði hann allt í einu og varð rólegur. Svo rétti hann fram hendurnar, sem voru með rauðar rákir undan reipunum, og sagði: „Winnie, en hvað þú hefir verið lengi í burtu frá mér.“ — Já, Denis, sagði hún, en þú veizt, að ég gat ekki gert að því. — Farðu ekki oftar frá mér, Winnie, sagði Denis, og svo sagði hann ekki meira, en starði á hana, þar sem hún sat á rúm- stokknum. Sean kom inn með stól og þama sátum við öll, en Denis virtist ekki taka eftir neinu nema stúlkunni. Allt í einu reis hann upp við dogg. — Winnie, sagði hann, legstu hérna hjá mér. — Veiztu ekki, stúlkan er dauðþreytt eftir vinnuna og verður að fara heim að sofa, sagði Sean í glensi: — Nei, nei, sagði Denis og varð aftur æðisgenginn í augunum. Það er ofsa- stormur úti, hún má ekki fara út í svona veður. Lofið henni að sofa hjá mér. Lofið henni að koma hérna undir ábreiðuna og ég skal halda á henni hita. — Sei, sei, sagði ég. Það var leiðinlegt að vera að sækja yður, ungfrú Regan. Son- ur minn er ekki með öllu viti. Nú fer ég og sæki Donoghuepiltanna, svo að þeir geti bundið hann. — Nei, frú Sullivan, sagði hún, þér skuluð ekki gera það. Ég sit hérna hjá honum og þá sofnar hann. Er það ekki, Denis ? — Jú, jú, sagði hann, en komdu upp í rúmið, elskan mín. Það er svo mikill drag- súgur með hurðinni. Ég skal gera það, Dennis, sagði hún, ef þú lofar að fara að sofa. — Hvað hugsar þú, stúlka, sagði ég. Það ert þú, sem ert brjáluð. Ég ber ábyrgð á þér, með þú ert í mínum húsum. — Verið þér ekki með áhyggjur mín vegna, sagði hún. Ég er ekki hrædd við Denni, hann gerir mér ekkert mein. Þið Donoghue skuluð sitja frammi í eldhúsi. Ég ætla að vera hér. 378. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. andvari. — 4. sáttir að kalla. — 12. reisla. — 14. sterkar. — 15. mannsnafn. — 17. flík úr g-óðu efni. — 19. tína. — 21. kvenheiti. — 22. sláni. — 24. hólar. — 26. orku. — 27. sníkjudýrin. — 30. land. — 32. kven- heiti. — 33. sinn af hvorum. — 34. larfur. — 35. guðhrædd. i— 36. kropp. — 38. forsetning. — 39. löpp. — 41. slæmu. — 42. anz. — 45. geng- ur. — 46. glymjanda. -— 47. veiki í æðum. — 48. leikslok. — 49. molum. — 51. lægra sett. — 53. hlaupin. — 55. forfeð- urna. — 57. skott. — 58. ónot. — 59. niði. Lárétt skýring: 1. við endann á Hvalfirði. — 2. bókmennta- grein. — 3. dá. —- 5. síma sk. st. — 6. sæla. — 7. stunguverkfæra. — 8. stofu. — 9. púka- fjöldi. — 10. galdrar. — 11. talað. — 13. blása. — 16. rifnum. — 18. for. — 20. sáð. — 23. end- uðum. — 24. runninn. — 25. greiði. — 28. baggi. —- 29. draugur. — 31. sprungna. — 33. holdug. — 37. vikivakapersóna. — 40. ónytj- ungshátt.ur. — 42. grastegund. — 43. væn. — 44. beiskur. — 46. gæzlu. — 48. laga. — 49. tíðan. — 50. veg. — 52. frændi. — 54. ask. — 56. tvíhljóði. Lausn á 377. krossgátu Vikunnar: Lárétt: — 1. spök. — 4. Ægisdætrum. —- 12. fýl. — 14. snauð. — 15. magrar. — 17. Gulaþing. — 19. kælir. — 21. tál. — 22. lampana. — 24. setum. — 26. ála. —- 27. ruglingur. — 30. senn. — 32. ugg. — 33. fé. — 34. tina. — 35. angur. — 36. asar. — 38. un. — 39. fáu. — 41. rögg. — 42. matseljum. — 45. fræ. — 46. birta. — 47. ósannað. — 48. orð. — 49. úfnar. — 51. kál- garða. — 53. ramman. — 55. gaula. — 57. rós. — 58. auðmagninu. — 59. stía. Ég treysti mér ekki að malda í móinn, hún var svo ákveðin á svipinn. Við fórum fram í eldhúsið, og við heyrðum allt, sem þeim fór á milli. Hún fór upp í rúmið og hann fór að tala við hana í hálfum hljóð- um — hvísla allt þetta rugl, sem drengir á hans aldri láta sér um munn fara. Svo heyrðist ekkert apnað en andardráttur þeirra. Ég stóð upp og gægðist inn í svefn- herbergið. Hann hafði lagt handlegginn utan um hana, hvíldi höfuðið á brjósti hennar og svaf eins og barn — eins og hann hafði sofið áður fyrr, áhyggjulaus og sæll. Hún leit ekki upp og ég yrti ekki á hana. Seinna um nóttina dó á kertinu, sem stóð á skápnum, og ég kveikti ekki á öðru kerti. Ég var hættur að óttast um hana. Það hvessti enn meir, en hann brá ekki blundi og andardráttur hennar var rólegur. Um morguninn hitaði ég henni tesopa og benti henni að koma. Hún losaði um hendur hans og læddist fram úr. Hann opnaði augun. — Winnie, hvert ert þú að fara? — Ég er að fara í vinnuna, Denis, sagði hún. Þú veizt, að ég verð að fara í skólann. — En þú kemur aftur í kvöld, Winnie? Lóðrétt: — 1. samblástur. — 2. öfgamann. — 3. kýr. ■— 5. G. S. — 6. Ingi. — 7. saur. — 8. dul. — 9. æSaregg. — 10. reitur. — 11. mögl. — 13. lakar. — 16. rænulausa. — 18. nám. —- 20. lag. — 23. alein. — 24. snurfusar. —- 25. tugar. — 28. legil. — 29. sérgæðinga. — 31. nafar. 33. fagra. — 37. söfnumst. — 40. átthaga. — 42. miðlað. — 43. Jón. — 44. marar. — 46. brá. — 48. orka. — 49. úðun. — 50. fali. — 52. rag. — 54. mós. — 56. an. — Já, Denis, sagði hún. Ég kem aftur, þú skalt vera rólegur. Þá sneri hann sér á hliðina og sofnaði. Þegar hún kom fram í eldhúsið, kyssti ég hana. Ég gat ekkert sagt. Við sátum þarna þrjú, biðum dagsins og drukkum teið. Eitt augnablik fannst mér ég hafa fengið allt endurgoldið, þjáningamar við að fæða hann í heiminn og öll einmana- legu árin, sem framundan voru. Denis var jafn rólegur, þegar lögreglan kom. Hann fór með þeim nauðungarlaust og án þess að þeir þyrftu að setja á hann handjárn. Er hann kvaddi mig, sagði hann: — Mamma, segðu Winnie að ég búist við henni. Og er það ekki einkennilegt og dásam- legt? Frá þessum degi og allt til þess að hún fór alfarin til borgarinnar, mælti eng- inn hnjóðsyrði um hana, vegna þess, sem hún hafði gert; fólkið vildi allt fyrir hana gera og bera hana á höndum sér. Er það ekki einkennilegt, eins og heimurinn er vondur, að enginn skyldi hafa það í flimt- ingum, sem hún gerði þessa nótt? Myrkrið var skollið á og hafið var orð- ið dimmgrátt til yztu endimarka.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.