Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 29, 1947
7
Lokaða skrínið.
Framhald af bls. 4.
„Má ég svæfa brúðuna þína, Eunice?“
„Nei, þú getur brotið hana.“
„Má ég skoða myndabókina þína?“
„Nei, þú getur eyðilagt hana,“ svaraði
Eunice.
Jill stóð á fætur og þaut upp á loft og
sótti tréskrínið. Hún tók lítinn lykil og
opnaði það ofurlítið, og lokaði því síðan og
settist með skrínið og vaggaði því, eins og
litlu barni. Eunice fór að verða forvitin.
„Hvað geymir þú í skríninu?“ spurði
hún.
„Ertu nú allt í einu orðin forvitin," sagði
Jill stríðnislega.
„Þú mátt leika þér að brúðunni, ef ég
fæ að sjá, hvað er í skríninu," sagði
Eunice.
„Nei, mamma sagði að ég mætti engum
sýna það,“ svaraði Jill ákveðin.
Eppingskógur —
griðastaður Lundúnabúa.
Framhald af bls. 3.
inn naut á sínum tíma ýmissa hlunninda
í skóginum, sem voru þyrnir í augum auð-
ugra landeigenda, er sóttu eftir að gera
skóginn að beitilandi fyrir nautpening sinn.
En almenningur gætti vel réttinda sinna.
Ein hlunnindin voru þau, að þorpsbúar
máttu höggva sér eldivið til vetrarins. Það
var gamall siður, að skógarhöggið hæfist
á degi hins heilaga Marteins, klukkan tólf
á miðnætti. Þorpsbúar söfnuðust saman á
lágri hæð fyrir utan þorpið, kveiktu bál, og
í tvær klukkustundir glitruðu axirnar í
bjarmanum af bálinu. Á eftir var eldi-
viðnum hlaðið í kesti, og seinna ekið heim
á sleðum, en alltaf skyldi fyrsti sleðinn
dreginn af hvítum hestum.
Oft varð alþýðan að verja þessi réttindi
með harðri hendi og eru til margar sögur
um hetjulega baráttu óbreyttra alþýðu-
manna fyrir því að halda þessum hlunn-
indum. Loks, árið 1874, var með lögum
bannað, að afgirða svæði í skóginum til
beitar, og f jórum árum seinna komst skóg-
urinn í eigu Lundúnaborgar, og nú er hann
griðland borgarbúa, sem þangað leita í frí-
stundum sínum. Þess má geta til gamans,
að skógurinn er í kjördæmi Winstons
Churchill.
Litlu seinna lagði Jill frá sér skrínið og
fór fram 1 eldhús til þess að sækja glas af
vatni handa Jason. Á meðan náði Eunice
í skrínið, en gat ekki opnað það, hvernig
sem hún reyndi. Þegar Jill kom inn rauk
hún á Eunice og vatnsglasið fór í þúsund
mola. Jason flýtti sér að skilja þær að.
„Því látið þið svona?“ sagði hann höst-
ugur.
Telpurnar störðu hvor á aðra. Allt í
einu sagði Eunice:
„Pabbi, vertu ekki reiður við hana. Þetta
er mér að kenna. Hún sagði að ég mætti
ekki snerta skrínið."
Þegar Jason kom heim af akrinum dag-
inn eftir, gaf hann Jill brúðu, sem hann
hafði búið til úr hálmi, og hún varð frá
sér numin af gleði. Delia, sem var við-
stödd, sagði við Jason, þegar þau voru
orðin ein: „Þér þykir víst mjög vænt um
Jill.“
Hann kveikti í pípunni og sagði stilli-
lega:
„Þú hlýtur að viðurkenna, að hún er
reglulega skemmtilegt bam.“
Delia svaf ekki mikið þá nótt. Grunur
hennar var nú sterkari en áður, og hún
komst að þeirri niðurstöðu, að það væri
bezt að Jill færi sem fyrst, áður en ná-
grannarnir yrðu nokkurs vísari.
Kvöldið eftir sagði hún þeim, að Ezra
Becba færi á morgun til Grand Rapids og
mundi hann þá fara með Jill til Tonia.
Jill varð náföl í framan og Eunice sagði:
„Mamma, ég vildi óska, að hún fengi að
vera kyrr hérna hjá okkur.
„Það er ómögulegt,“ svaraði Delia. „Og
við vitum ekki hvenær svona góð ferð fell-
ur aftur.“
„Ég fer ekki,“ hrópaði Jill og þaut út,
og Eunice fór út á eftir henni.
„Delia, þú ættir a,ð lofa telpunni að vera.
Það er ágætt fyrir Eunice að hafa Jill til
að leika sér við,“ sagði Jason. En Delia
hélt fast við fyrri áætlun sína.
Næsta morgun þegar Delia var að út-
búa morgunverðinn, sá hún að þrumuveð-
ur var í aðsigi. Hún kallaði á telpurnar, en
aðeins Eunice kom. Þær fóm þá inn í her-
bergi Jills og sáu að það var tómt.
„Hún hefir farið heim til sín. — Og nú
er komið versta veður, og Jill er svo hrædd
við eldingar," sagði Eunice grátandi.
Delia var sjálf hrædd við eldingar, en
hún hugsaði nú aðeins um að hún yrði að
finna barnið.
„Þú verður hérna, Eunice og reýndu að
fá Ezra til að bíða þegar hann kemur.“
Hún skalf af hræðslu, þegar hún söðl-
aði hestinn. Það voru mörg ár síðan að
hún hafði komið á hestbak, en í síðustu
reiðferðinni hafði hún dottið af baki. Delia
hleypti kjarki í sig, settist á bak og reið
allt hvað aftók. Eftir langan tíma tókst
henni að finna Jill, sem örvita af hræðslu
hafði skriðið inn undir þykkan trjábol við
veginn. Hún varð mjög fegin að sjá Deliu
og klifraði orðalaust á bak og hjúfraði sig
upp að henni.
Þegar heim kom var Ezra farinn.
Lífið gekk sinn vanagang. Fyrst á eftir
var Jill eins og dauðadæmdur maður, sem
hefir verið náðaður á síðustu stundu, en
hún náði fljótt sinni fyrri glaðværð aftur.
Dag nokkurn kom Mc Causland gamli
geðvondi metodistapresturinn, og Delia
bauð honum að borða miðdegisverð með
þeim. Telpurnar komu hlæjandi og óhrein-
Pramhald á bls. 14.
Frá Japan.
Setulið Bandamanna í Japan
hefir nýlega látið festa upp
götunöfn og vegvisa á ensku í
Tokyo. Áður voru þau aðeins
á japönsku, og áttu setuliðs-
menn erfitt með að ráða fram
úr hinu flókna myndletri
Japana. Líklega verður enskan
jafntorskilin Japönum.
Úr ýmsum áttum —
Nýlega fæddist í Montreal í Kana-
•da stúlka með hjartað utan á brjóst-
inu.
! ! !
Uppgjafahermaður, sem hvergi
fékk íbúð sökum húsnæðisvandræða
gekk niður aðalgötuna í New York,
Pifth Avenue, ásamt konu sinni. Yfir
höfði sér báru þau stórt spjald, sem
á var letrað: ,,Þetta er okltar ein-
asta húsaskjól. Þeim buðust þegar 4
íbúðir til leigu.
! ! f
Mörg götuljós í New York eru út-
búin þannig að þau kveikja á sér
sjálf er dimma tekur.
! ! !
Það er skoðun vísindamanna að
ánamaðkamir séu einhverjar nytsöm-
ustu skepnur í heimi hér. Þeir grafa
sundur jarðveginn svo að loftið getur
leikið um hann og borist auðveldar
til plantnanna. Talið er að þeim sé
allsendis ókunnugt um þennan vís-
indastarfa sinn.
i ; t
Bogaskytta í Michigan hæfði á 50
m. færi elgsdýr banaskoti, með að-
eins einni ör.
! ! !
Á amerískum tundurspilli í Kyrra-
hafinu er hani hafður sem verndar-
vættur skipsins.
Meðalhúsmóðir er talin þvo um 24
tonn af þvotti yfir ævina.
! ! !
1 Seattle féll húsráðandi nokkur
út um glugga á þriðju hæð og kom
sitjandi niður í þægilegan stól, er
hann hafði keypt þann sama morgun
til að hafa í garðinum.
! ! !
Hjón nokkur í New York hafa þef-
dýr fyrir „kjölturakka". Ekki er þess
getið að þau hafi enga þefskynjun.