Vikan


Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 29, 1947 • HEIMILIÐ • I ■i Getur nokkur gefið ráð? Grein um uppeldisvandamál úr tímaritinu Úrval. Matseðillinn Eggjakaka (handa tveimur). 3 egg, 1 matskeið mjólk og 25 gr. smjör. Eg-gin þeytt saman og mjólkin sett út í. Smjörið brætt og öllu hellt á pönnuna. Varizt að láta kökuna festast við pönnuna. Litill hiti. Þegar kakan er hæfilega stinn, er hún sett á fat, grænmeti eða hakkað kjöt sett ofan á hana. Kartöflubollur (handa tveimur). 400 gr. kartöflur, 40 gr. smjör, 1—2 egg, hakkað svínakjöt, 1 laukur, smjör, salt og pipar. Kartöflumar soðnar og hakkaðar, smjör og 1—2 egg sett út í, en gætið þess að gera kartöflustöppuna ekki of þunna. Salt, pipar, svínakjötið og rifinn laukur. Síðan búnar til boll- ur og þær steiktar ljósbrúnar. Spín- atjafningur borinn með. Spínathringur . (handa tveimur). 500 gr. spínat, 15 gr. smjör, 1% dl. mjólk, 60 gr. franskbrauð, 2 egg, salt, pipar og sykur. Spínatblöðin tínd af stilkunum, þvegin vandlega og hökkuð. Brauð- ið bleytt upp í mjólkinni, hakkað einu sinni og síðan bakað upp með smjörinu í potti. Spínatið, þeytt egg- in, salt, pipar og örlítill sykur hrært saman við, síðan sett í hringlagað mót og soðið i 20 mín. Borið fram með gulrótum. Þennan rétt er einnig hægt að búa til úr grænkáli. HÚ S RÁÐ Dökkni blómkálið eða kartöflurn- ar við suðuna er ágætt að setja ör- litla sítrónsýru í vatnið. * Ef gat kemur á léreftið á dýnun- um gerið þá við það með heftiplástri. * Setjið örlítið salt í hveitið, þegar þið hrærið út hveitijafning, því að þá hleypur hann síður í kekki. * Leggið kamba í ammoniakvatn og burstið þá með naglabursta. * Karry og pipar mega aldrei sjóða. * Til að ná lauklykt af fingrum á að núa þá með salti. * Lauklykt af hnífum hverfur þegar blaðinu er brugðið í gasloga. * Stráið sykri á brettið þegar þið brytjið möndlur. Möndlumar skreppa þá síður undan hnífnum. Tízkumynd Tvílitur gö n gu bún i n gu r. Stúlkan: Er ekki betra fyrir þig að flýja? Þetta er hnefaleikarinn, sem ég sveik, þegar ég trúlofaðist þér. Við hálsbólgu er ágætt að skola hálsinn með volgu saltvatni. Setjið þvottinn aldrei rakan inn i þvottaskápinn eða þar sem þér geym- ið hann óhreinan. * Sjóðið kartöflur og annað græn- meti ekki fyrr en rétt áður en það er borið á borð, annars skemmist C-vítamínið í þeim. * Geymið þurrkaða ávexti í hlýju, röku lofti. , Spanskgrænu, sem oft myndast á kopar, sem verður fyrir vætu (t. d. í þvottavélum), má ná af með því að leysa sápuspæni upp í salmíak- spíritus. Tímaritið TJrval, maí—júní heftið, er komið út, mjög fjölbreytt að efni og skemmtilegt eins og vant er. — — Fyrirsagnir greinanna eru sem hér segir: Beethoven, BCG - bana- biti hvíta dauðans, Trúr til dauðans (smásaga), Demantar, „Það eru ekki til vond böm“, Negravandamálið i ljósi mannfræðinnar, Bréf frá Irlandi, Heildarsamræmið í náttúmnni, Lista- verkafölsun, Vanskapningar kjam- orkualdarinnar, Ferilvist á fyrsta degi, Hættan af ríkisvaldinu, Getur nokkur hjálpað?, Herleiðangur maur- anna, Alþjóðlegt vandamál, Er of- drykkja ólæknandi? — Síðast í heft- inu er svo „bókin“ og er það að þessu sinni sagan „Adam“ eftir Pat Frank. Þegar ég var ungur og laglegur, átti ég litinn dreng, sem neitaði að æfa sig á pianóið. „Gott og vel,“ sagði ég, „hættu bara að æfa þig-“ Drengnum fannst þetta ágæt lausn, og afleiðingin varð sú, að hann lærði aldrei að spila, og höfum við báðir séð eftir því alla tíð síðan. Nú á ég sjö ára dóttur, sem líka neitar að æfa sig, en ég ætla að fara öðmvisi að. Eg hefi lesið það eftir einhvem bamasálarfræðing, að börn- in læri alltaf af fordæmi, aldrei eftir skipun. Mér fannst þetta skynsam- legt. Vinur minn, fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin, var væntanlegur til Havana til að halda hljómleika. „Við skulum bjóða honum til miðdegis- verðar og biðja hann að hafa fiðluna með,“ sagði ég við konuna mína. „Það getur haft góð áhrif á Pat litlu.“ Menuhin kom og bað um að fá næði til að æfa sig fyrir hljómleik- ana. Það var auðsótt. Við lánuðum honum gestaherbergið við hliðina á barnaherberginu. Pat og Peggy vom í bamaherberginu, og þegar ég gægð- ist inn, stóðu þær við lokaða hurðina og hlustuðu með andagt. Ég var hreykinn af hugkvæmni minni og vænti hins bezta. „Hvemig finnst ykkur?“ spurði ég. Pat leit alvarlega á mig og spurði: „Hver er þama inni?“ Ég sagði henni, að það væri Menuhin, fræg- asti fiðluleikari heimsins, hann ætlaði að halda hljómleika í stærsta hljóm- leikasal Havana um kvöldið. „Hvað er hann að gera þama?“ spurði Peggy, sem var sex ára. „Hann er að æfa það, sem hann ætlar að spila í kvöld,“ sagði ég. „Kann hann það þá ekki?“ spurði Pat. „Auðvitað kann hann það,“ sagði ég dálítið óþolinmóður, „en mikill listamaður er ekki ánægður nema með það allra bezta.“ „Nú,“ sagði Pat hugsandi. Ég þótt- ist viss um góðan árangur af kænskubragði mínu, en hver dagur- inn leið af öðmm án þess að Pat sett- ist við píanóið. Þegar vika var liðin kom ég að máli við hana. „Ég hefi ekkert heyrt í píanóinu undanfarið," sagði ég. „Það er kannski af því að ég hefi ekkert æft mig,“ sagði Pat. „Já, ætli það ekki — og hvers vegna, ef ég má spyrja?“ sagði ég dálítið óþolinmóður. Föðurleg þolin- mæði á sér líka takmörk. „Ég skal segja þér, pabbi, ég ætla að hætta að æfa mig,“ sagði Pat. „Ég hefi ver- ið að hugsa um þennan Menuhin. Fyrst hann þarf að æfa sig eftir öll þessi ár, hvað þýðir þá fyrir mig að reyna?“ Hvað á ég nú að taka til bragðs? Getur nokkur gefið mér ráð? Veiztu þetta — ? (Efst t. v.): Vagn, sem byggður er yfir hest (1876). — (Neðst t. v.): 1 hér- umbil fimm vikur á sumri geislar sólin meiri hita á hverja fermílu fyrir norðan heimskautsbaug en við miðjarðarlínuna. — (Efst t. h.): Fyrir hverja eina af óæðri dýrategundunum, sem vísindamenn vita að lifðu á jörðinni á eldri jarðsögutímabilum, hafa vafalaust verið til hundruð, sem ekki hafa enn fundizt merki um.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.