Vikan


Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 29, 1947 skelfingu gripin. Hún hataði þennan mann og fyrirleit." „Og það ekki að ástæðulausu," muldraði ein- hver á bak við mig. „Tæpum klukkutíma síðar,“ hélt Lance O’Leary áfram, „sá hún þegar hann var myrtur. Sá morð- ingjann reka hnífinn í brjóst hans — en vegna haturs hennar á þessum manni var þetta henni léttir. Auðvitað brá henni og henni hryllti við þessu, en samt sem áður fannst henni þetta léttir fyrir sig. Henni fannst hún verða að gera eitt- hvað, og hún hafði engan tima til að hugsa mál- ið eða rökstyðja verk sín. Éinhver óljós hvöt rak hana til að vernda morðingjann, þegja yfir þvi, sem hún sá, hjálpa honum til að komast undan. Seinna gafst henni tími til að hugsa málið, og þá sá hún hvað henni hafði skjátlazt hrapalega. Þá var of seint að snúa til baka, hún hafði geng- ið of langt.“ „1 hvaða tilgangi var skipt um líkin?“ spurði sakadómarinn. „Og hvernig var það fram- kvæmt ?“ „Þau Lillian Ash tóku þessa ákvörðun í skyndi og í rauninni án þess að hugsa málið. Þó segjast þau hafa vitað um óvináttu þeirra Péturs Melady og dr. Harrigans og haft einhverja óljósa hug- mynd um, að Pétri Melady mundi verða kennt um morðið á dr. Harrigan, ef svo liti út sem Pétur hefði strokið burtu. Þau ákváðu þá í skyndi að láta grafa lík Péturs Melady í stað líks blökku- mannsins, en koma líki þess síðarnefnda út í kjallara kirkjunnar. Hver gat vitað hvaða blökku- maður þetta var? Hættan var, að líkmennirnir mundu verða skiptanna varir, en þá áhættu urðu þau að taka.“ „Herra O’Leary," sagði einn fréttaritaranna. „Þér hafið nú rakið gang þessa máls mjög ræki- lega og við vitum, að morðinginn var handsam- aður, eða réttara sagt, skotinn, svo að hann særð- ist alvarlega og dó litlu síðar, eftir að hafa játað brot sitt. Við vitum einnig, að Lillian Ash átti engan þátt í morðinu, og að sú hjálp, sem hún veitti morðingjanum, verður ekki talin henni til sektar, vegna þess að hún hafði þá föstu sann- færingu, að hún væri að losa sjálfa sig undan hræðilegu böli og öryggisleysi. Nú langar okkur til að vita, hvernig þér fóruð að því að upplýsa málið, hvernig þér komust á spor morðingjans og sannfærðust um, hver hann væri, hvernig og hvers vegna hann framdi glæpinn." „Þessum spurningum er mjög auðvelt að svara," sagði O’Leary rólega. „Eftir að ungfrú Keate hafði skýrt mér frá þvi, hve erfiðlega gekk að fá lyftuna til að svara, hvemig sem hún hringdi af mismunandi hæðum, þóttist ég viss um, hvernig í öllu lá. Þá var næst að komast fyrir, hver tilgangurinn með morðinu hefði ver- ið. Eg taldi liklegt, að slæpanefnið kæmi þar eitt- hvað við sögu, en þó var ég ekki viss í minni sök og varð að rannsaka þetta nánar áður en ég tæki fullnaðarákvörðun um handtöku morðingj- ans. Með hjálp Lambs fulltrúa tókst mér að kom- ast að þvi, að morðinginn hafði unnið um skeið við Melady-stofnunina. Ég fór þangað og þar fékk ég þá skýringu, sem sannfærði mig þegar um tilgang morðsins, að hann hefði verið sá, að komast yfir formúluna að slæpan-lyfinu.” „Ég skil yður ekki almennilega," sagði saka- dómarinn. „Þér segið að þetta sé ósköp einfalt. en ég skil ekki, hvernig þér------“ „Ég skal skýra þetta nánar,“ greip Lance O’Leary fram í. „Þegar ungfrú Keate hringdi á lyftuna í þriðja sinn, þá var hún uppi á fjórðu hæðinni, eins og þér munið, en lyftan kom ekki, því að neyðarhemlarnir voru settir á. Þegar hún hringdi aftur á móti í fimmta sinn — þá var hún einnig uppi á fjórðu hæð — og þá kom lyft- an. Neyðarhemlarnir höfðu því verið losaðir á þessu timabili. Hver eða hverjir höfðu getað los- að þá? Hver eða hverjir voru i nánd við lyftuna á þessu tímabili?" „Gæti ekki einhver hafa komið inn í lyftuna og losað neyðarhemlana, án þess að hafa séð dr. Harrigan eða þorað að segja frá þvi, sem hann sá? Einhver annar en morðinginn?" spurði einn blaðamaðurinn. „Jú, að vísu,“ svaraði Lance O’Leary, ,,en það var mjög ólíklegt. Líklegast var að allir aðrir en morðinginn og sú, sem um morðið vissi, mundu strax hafa kallað á hjálp, eins og ungfrú Keate gerði. Við rannsökuðum nákvæmlega hverjir verið höfðu í nánd við lyftudyrnar á öllum hæð- um á þessu tímabili og þar komu engir til greina nema Lillian Ash og morðinginn." MAG6I OG RAGGL Telkning eftir Wally Bishop. 1. Afi: Þið eigið að sitja beinir,'drengir, takið þið olnbogana af borðinu. Maggi: Sjálfsagt! Raggi: Sjálfsagt, afi! 2. Amma: Brjóttu brauðið í tvennt, Raggi. Taktu skeiðina úr bollanum, Maggi, áður en þú stingur úr þér augun með henni. Raggi: Já, amma! Maggi: Sjálfsagt, amma! 3. Afi: Látið þið hnífana og gaflana á disk- ana ykkar, þar eiga þeir að vera -— ef þið vær- uð á árabát, þá munduð þið ekki skilja áramar eftir dinglandi út fyrir borðstokkinn, þegar þið færuð i land. 4. Amma: Hvemig var maturinn, drengir? Raggi: Mjög lærdómsríkur. Maggi: Mjög lærdómsríkur, amma. FEL UMYND Þetta er Lohengrin, en hvar er svanurinn ? „Þetta er auðséð mál,“ sagði Lamb. „Já, hvort það nú er,“ gall sakadómarinn við. „Þetta sannar algerlega sýknu Kenwood Ladds. Mér finnst, að einhver hefði átt að sjá þetta fyrr.“ „Nú langar okkur aðeins að vita um eitt at- riði, herra O’Leary," sagði einn blaðamannanna. „Hvernig var skipt um lík Péturs Meladys og blökkumannsins ? “ „Það tók aðeins fáein augnablik," svaraði Lance O’Leary. „Ungfrú Ash stóð á verði með- an lík Péturs Melady var tekið út úr lyftunni og lagt á sjúkrabörurnar við hlið blökkumanns- ins og lakið breitt yfir þá báða. Eins og ykkur er kunnugt, var Pétur Melady lítill og grannur maður, svo að þetta var hægt að gera, án þess að nokkur hætta væri á að það sæist, þegar búið var að breiða yfir likin. Ungfrú Blane tók ekki eftir neinu og þó talaði hún við starfsmanninn um hávaðann i vörulyftunni og stóð rétt við sjúkravagninn á meðan. Þegar komið var niður, var blökkumaðurinn færður í föt og „maðurinn í ljósu fötunum" dró eða bar hann niður stéttir.a og yfir í kirkjuna Jiinumegin við götuna. Þegar likmennirnir komu, var þeim afhent lík Péturs Atelady og þeir fóru með það burt, án þess að þá grunaði neitt.“ „Svo Jacob Teuber hefir þá ekið báðum líkun- um fram ganginn hér og farið með þau í vöru- lyftunni niður í kjallara," sagði ég undrandi. „En segið mér, Lance O’Leary, hvernig fór Lillian Ash að þvl, að koma Teuber burt á með- an morðinginn kom líki Péturs Melady fyrir á sjúkravagninum ?“ „Ég hélt þú vissir þetta, ungfrú Keate, vissir það, sem við öll vitum. Sagði ég þér ekki, að ekkert morð mundi hafa verið framið, ef blökku- maðurinn hefði ekki dáið?“ „Jú, en ég skil ekki---byrjaði ég. „Jú, jú, þú skilur það, Sarah. Morðinginn fór upp með dr. Harrigan og Pétur Melady, myrti Pétur Melady meðan dr. Harrigan fór aftur nið- ur, náði sér í skurðstofunni í ether, sem hann notaði síðan við árásina á Dione Melady, en þú fannst korkið af lokinu og geymdir það. Allt. þetta sýndi, að maðurinn var starfsmaður hér, eða hafði greiðan aðgang að sjúkrahúsinu. Mað- urinn í ljósu fötunum, sem bar lík blökkumanns- ins út í kirkjuna, var einnig sá sami — morðing- inn. „Ljósu fötin" voru hvítur vinnusloppur starfs- mannsins og morðingjans — Jacobs Teuber. ENDIR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.