Vikan


Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 29, 1947 „Hussein," œpti Sybil fegin. „Hvað gengur á — burt með ykkur!" Huss- ein kom nær og sló i kringum sig með keyri. Mennirnir kveinkuðu sér og hlupu burt. „Ungfrú Grey-Jonea — ungfrú Summers?" Hussein stóð við hlið þeirra. „Hvað eruð þið að gera hingað og hvað hefir komið fyrir?" Linda sagði honum upp alla söguna. „Við villtumst." „Það er auðvelt hérna," svaraði hann kurteis- lega. „Og svo hefir bíllinn bilað!" Hann lyfti upp lokinu á kælinum. „Bn það er of dimmt til að gera við hann. Þið skuluð koma heim með mér og síðan ek ég ykkur heim." „Það er nóg að lofa mér að síma að „Friðar- lundi" •— tók Linda til máls. „Nei," svaraði hann kurteislega en ákveðið. „Ég ek ykkur heim." Hann gekk á undan þeim með fram veggnum, að hliði á honum, gegnum ávaxtalundi upp að húsinu. Þar sendi hann þjón til að ná í bíl og sagði við stúlkurnar: „Gjörið svo vel að koma inn. Þetta hefir reynt á ykkur og þið verðið að drekka hjá mér einn bolla af kaffi. Mér þykir leitt að þessir menn skyldu hræða ykkur. Þeir eru meinlausir, greyin, en háfa lítið vit i kollinum." „Ég held, að við ættum að fara strax," svaraði Linda. „Majórinn verður áhyggjufullur út af okkur." „Það tefur ykkur ekki nema fimm minútur," svaraði Hussein kurteislega, en ákveðið. „Komið inn — gerið svo vel." Linda kom ekki með fleiri mótbárur. Hún fann að það var til einskis. Á þessari stundu voru þær á valdi Hussein og ef hann óskaði að þær kæmu inn urðu þær að láta að orðum hans. Þær eltu Hussein inn í hægri álmuna — salaam- liken, og var boðið inn í litla stofu, sem þær höfðu ekki komið í í veizlunni. Lindu fannst hún minna á listasafn. Hvert húsgagn, hver postulíns- hlutur og mynd var fágæt og fullkomin. Jafnvel Sybil, sem hafði lítið vit á slíku, sá óðara að þetta voru allt óviðjafnanlegir og fallegir munir. „Drottinn minn — en hvað þetta er dásamlegt," hrópaði hún. „Faðir minn er hreykinn af þessari stofu," sagði Hussein. „Afi minn og langafi voru miklir list- unnendur. Það eru ekki allir, sem njóta þess heiðurs að sjá safnið okkar." Sybil skoðaði með miklum áhuga safn af tóbaksdósum. „Finnst yður þær fallegar?" spurði Hussein blíðlega. „Þær eru dásamlegar." Hún talaði við hann hispurslaust — hún hafði orðið ógurlega hrædd við dökku mennina úti við bílinn, svo að á þess- ari stundu fannst henni Hussein vera bjargvættur sinn, sem komið hefði á siðustu stundu til að frelsa hana úr klóm villimannanna. Hann brosti. „Ég bjóst ekki við að sjá yður svona fljótt aft- ur heima hjá mér, ungfrú Sybil." „Nei, ég bjóst ekki heldur við því sjálf," svar- aði hún. Sybil brosti, en bætti svo við ögrandi: „Þetta var aðeins tilviljun." „Það var engin tilviljun," svaraði hann. „Þér megið kalla það hvað sem þér viljið, en ég býst ekki við að þér eða einhver annar hafið sett sand í gírkassann minn í dag." „Nei, þess þurfti ekki með. Forlögin voru mér hliðholl." „Það þarf ekki mikið til að gleðja yður,"sagði hún glaðlega. „Fimm mínútur hérna--------" „Það er mér nóg fyrst — til að byrja með." „En bíllinn minn bilar ekki aftur hérna." „Þess þarf heldur ekki, við sjáum til —" hann þagnaði, þegar þjónn kom inn með kaffið. „Gerið þér svo vel, ungfrú Summers." Hussein nálgaðist Lindu brosandi. „Ég held að þér fyrir- gefið mér að tefja ykkur svona, þegar þér hafið drukkið þetta." Linda hafði sjálf orðið hrædd við mennina, þótt hún léti ekki á því bera. Það hafði verið andstyggileg stund, þegar dökkt, glottandi and- Utið nálgaðist Sybil. Hún lofaði guð fyrir að Hussein skyldi bera þarna að. Kaffið var brenn- andi heitt og blandað koníaki, og þær hresstust báðar við að drekka það. „Nú skal ég aka ykkur heim," sagði iHussein, þegar þau höfðu lokið úr bollunum. Þau gengu út á tröppurnar og þar beið bíllinn þeirra. „Viljið þér sitja fram í hjá mér?" spurði Hussein Sybil. „Þá skal ég veita yður tilsögn í akstri, því að ég held að óhappið í kvöld geti ekki eingöngu verið duttlungar í vélinni." Hann talaði eins og hann væri ungur Eng- lendingur, og það var ógerningur fyrir Lindu að mótmæla. Hvort sem hann var Arabi eða ekki, þá hafði hann komið þeim til hjálpar í vandræð- um þeirra og ekki sýnt þeim annað en kurteisi. Hún settist því róleg í aftursætið og Sybil, örvuð af koníakinu, gerði fúslega sem Hussein sagði. Þau óku hratt heim að „Friðarlundi" og er- þangað kom, fór Hussein út og opnaði fyrir þeim hurðirnar. „Góða nótt, ungfrú Summers." „Góða nótt, Hussein. Ég þakka yður fyrir."- Hún gekk upp tröppurnar. Sybil, sem elti hana, fann að einhver kom við handlegg hennar. Hún sneri sér við og sá Hussein brosa. Hún hreifst af fegurð hans á þessari stundu — hann var dá- samlegur. Hann þrýsti hönd hennar og kinkaði kolli leyndardómsfullur á svipinn. Síðan steig hann inn í bílinn og ók hratt í burtu. Til allrar hamingju var majórinn ekki heima — hann hafði farið með Michael og Albertu til að sýna þeim einhverjar gamlar grafir. „Guði sé lof að hér er enginn," sagði Sybil þegar þær komu inn í stóra anddyrið. „Finnst yður að við þurfum að segja að við fórum inn? Við gátum ekki komizt undan því." „Nei, hann er mjög ákveðinn þessi Hussein." „Já, það er hann." Sybil roðnaði lítið eitt. „Ég skal segja honum allt," sagði Linda. „Það er bezt að segja honum að við fórum inn ¦— það væri undarlegt ef Hussein hefði ekki hvatt okk- ur til þess." „Já, en majórinn er svo skrítinn--------" „Látið mig um það, Sybil. Eg held að hann spyrji ekki margs eftir að hann fær að vita að bíllinn bilaði." „Líklega ekki," sagði Sybil kvíðafull. „Ég ætla upp og hafa fataskipti. Ég hefi gott af að fara í bað áður en ég stend augliti til auglits við „hans hátign" ." Hún hljóp upp stigann, inn i herbergi sitt og læsti hurðinni á eftir sér. Hún brosti framan í spegilmynd sína. — Hann er ástfanginn af mér. Drottinn minn, hvað hann hlýtur að vera rikur. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Gáðu nú að þér, elskan. Ertu nú viss um, að Lilll verði ekki veikur? Pabbinn: Já, ég held ég muni, hvað mér þótti gaman I hringekj- unni, þegar ég var strákur. Vörðurinn: Haldið ykkur, nú fer hún af stað! Pabbinn: Hæ! Er ekki gaman, Lilli? Ccpr. 1947, King Featurcs Syndicate, lnc, Worid rlghts rcserved Vörðurinn (við pabbann): Hertu þig upp, lagsi! Mamman: Ég held þú ættir ekki að fara með LiIIa í þessa hringekju oftar!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.