Vikan


Vikan - 16.10.1947, Page 9

Vikan - 16.10.1947, Page 9
VIKAN, nr. 42, 1947 9 Fréttamyndir Eldur brauzt út í kappsiglingarsnekkjunni „Sea Hawk“ eftir spreng- ingu, sem tætti í sundur á henni sigluna Í höfninni í San Pedro í Kaliforníu. Á efri myndinni sést brunaliSið í baráttu við eldinn, en á neðri myndinni kona eigandans, frú Howard Bemad; brenndist hún illilega við sprenginguha og er verið að láta hana inn í sjúkrabíl. Manna þessara er sjaldan getið í fréttum, en störf þeirra í þágu hins opinbera í Bandarikjunum em eigi að síður mikilvæg. Þeir kynna alla. sendiherra, sem skipaðir eru í Bandaríkjunum, fyrir forsetanum; þeir sjá um öll stórhátíðarhöld hins opinbera; þeir skera úr um hvers konar undanþágur handa fulltrúum erlendra ríkja; þeir annast ferðir og vemd erlendra þjóðhöfðingja og fyrirmanna, sem koma í heimsókn til landsins. Þetta er amerískur þingmaður, W. M. Col- mer að nafni, sem borið hefir fram þings- ályktunartillögu þess efnis, að útiloka skuli allar þjóðir, sem kommúnistar ráða yfir, frá lánveitingum af hálfu Bandarikjanna. Colmer er formaður nefndar, sem fjallar um fjármálastefnu Bandaríkjanna eftir stríðið. Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandarikjaþings hlustar á aðstoðamtanríkisráðherra landsins, Willi- am L. Clayton (fremst til vinstri) halda ræðu um Gi'ikklandsmálin. Þetta em tvær tékkneskar systur, Irena (til vinstri), 17 ára, og Serena Fogel, 20 ára. Nazistar tóku þær til fanga á heimili þeirra í Prag á stríðsáranum og fluttu þær í Auschwitzfangabúðimar. Þeim tókst ásamt öðrum föngum, að komast yfir nokkuð af dynamiti og gerðu tilraun til að sprengja dauðaklefann (gasklefann) í loft upp. Tilraunin mistókst og fangamir, sem að henni stóðu vom allir drepnir, nema þessar tvær systur. Rauði herinn bjargaði þeim áður en dauðadómnum yrði fullnægt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.