Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 50, 1947 POSTURINN » Kæra Vika! Við erum hér tvær vinstúlkur sem langar mjög mikið til að komast á Húsmæðraskóla. Okkur langar til að spyrja þig hvaða Húsmæðraskóla þú hefur bezt álit á, þar sem enga sér- menntun þarf. Vonumst eftir svari sem fyrst. 2 vinstúlkur. E.s. Hvemig lýst þér á skriftina? Svar: Vikan hefir hvorki aðstöðu né vilja til að gera upp á milli hús- mæðraskólanna. Skriftin er viðvan- ingsleg, en ekki ósnotur. Ég sé að þú svarar svo mörgum spumingum og langar mig því til að biðja þig að svara nokkmm fyrir mig. Ég vonast eftir svari í næsta blaði. 1. Er það satt að hægt sé að sjá tilvonandi eiginmann sinn í spegli á nýársnótt ? 2. Og þarf að fara með þulu? 3. Ef að svo er viltu gera svo vel að birta hana. Eftirvæntingarfull. Hvemig er skriftin? Svar: 1. Það er sjálfsagt hægt, ef rétt skilyrði em fyrir hendi. 2. Ekki ætti það að spilla. 3. Við kunnum hana, því miður ekki. Skriftin er skýr, en viðvaningsleg. Kæra Vika! Viltu gera svo vel að segja mér eitthvað um hinn fræga kvikmynda- leikara Tyrone Power. Með fyrir fram þökk. Anna Fía. Svar: Tyrone Power er fæddur 5. maí 1914 í Cincinnati í Ohio og er (eða var) kvæntur önnubellu. Þau eiga eijt bam. Hann var háskólanemi áður en hann gerðist leikari, er svart- hærður og dökkeygður og heitir öðm nafni Edmund Tyrone Power. 180 cm. á hæð. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Guðrún Ingvarsdóttir (15—17 ára), Halakoti, Biskupstungum, Ames- sýslu. Þórann Pétursdóttir (17—19 ára), Helgugötu 4, Borgarnesi. Jenný Þóra S. Óladóttir (10—12 ára), Hólum, Patreksfirði. j Tímaritið SAMTÍÐIN ] i flytur yður fjölbreytt og skemmti- I ; legt efni, sem þér færuð annars á | mis við. Ársgjald aðeins 20 kr. 1 Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. I I Askriftarsimi 2526. Pósthólf 76. f l«.„________________________....__J NÝJAR BÆKUR: Sagnakver Skúla Gíslasonar. Ein merkilegasta bókin, sem út hefir komið á þessu ári og við höfum séð, er Sagnakver Skúla Gíslasonar. Sigurður Nordal sá um útgáfuna, en forlagið er Helgafell og bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Hólum. Halldór Pétursson hefir gert mynd- irnar og er að þeim mikil prýði. Nordal skrifar fróðlegan formála að kverinu og á eftir sögunum em athugasemdir og skýringar. Þjóðsög- ur Jóns Ámasonar eru, eins og vitað er, einn merkasti þáttur íslenzkra bókmennta og séra Gísli lagði til þeirra afarmerkilegan skerf, eins og t. d. söguna um Galdra-Loft. Séra Skúli var fæddur í Vestur- hópshólum 1825, sonur Gísla, er þar var prestur 1815—1850, síðar að Staðarbakka og Gilsbakka og dó 1860. Móðir Skúla var Ragnheiður, dóttir Vigfúsar sýslumanns Þórar- tnssonar á Hliðarenda. 1 þessu safni er margt yndislegra sagna og er mjög gaman að fá þær í svona prýðilegri útgáfu. Kit Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili. I. Sakamálasögur. Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem þjóðkunnur er fyrir ritstörf sín og þó einkum hið merkilega rit Isl. þjóðhættir, samdi þó nokkuð af sög- um, er á sínum tima voru mikið lesn- ar, en hafa um langt skeið verið ófá- anlegar á bókamarkaðinum. Nú hafa tveir sonasynir hans, Jónas og Halldór Rafnar, ákveðið að gefaútrit afa sins. Fyrsta heftið er komið og ber heitið Sakamálasögur. Eru það sögumar Randíður á Hvassafelli, er birtist i útgáfu Sig. Kristjánssonar 1892; Magnúsar þáttur og Guðrúnar, en hann var í Sögusafni Þjóðólfs VI. 1893; og Kálfagerðisbræður, sem birtist fyrst á prenti í Sögusafni Þjóðólfs IV. 1891. Um þetta segja út- gefendur: Svo er ráð fyrir gert, að allar sögur séra Jónasar verið gefn- ar út, en byrjað er á sakamálasögum hans, af því að þær munu vera sjald- gæfastar og torfengnastar af öllum þeim, sem út hafa verið gefnar. — Munu hinar sögumar koma út smátt og smátt í heftum, eftir því sem ástæður leyfa, en hvert hefti þó heild út af fyrir sig. Verður með því móti kaupendum hægara að eignast allt safnið, þegar ekki þarf að snara út fyrir það allt í einu. — Bókin er prentuð í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar h. f., Akureyri. Litbrigði jarðarinnar. Þetta er heiti á sögu, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, og er hún nýkomin út hjá Helgafelli. Áður hefir komið út eftir sama höfund:- Við Álftavatn, Um sumarkvöld, Skuggarnir af bæn- um, Liggur vegurinn þangað?, Kvist- ir í altarinu, Ejallið og draumurinn, Framhald á bls. 7. TliRLIJIMGASAGA hin glœsilega almenningsútgáfa er tilvalin jólagjöf Pétur Sigurðsson háskólaritari segir í ritdómi um þessa útgáfu í Morgunblaðinu 28. okt. s. 1. „Þegar um rit eins og Sturlungu er að ræða, er mikið undir því, að útgefandi búi þáð vel í hendur lesandanum og láti honum í té alla þá aðstoð, sem hann þarfnast. Að þessu leyti tekur útgáfa þessi öllum eldri útgáfum fram — Um ytra búnað útgáfunnar er skemmst að segja, að hann er með ágætum. Papp- ír og prentun í bezta lagi og band svo af ber.“ Fæst hjá næsta bóksaia og Stefáni Pálssyni, Varðarhúsinu, sími 3244 Útgefandi VIKAN H. F. Reykjavík — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.