Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 50, 1947 Te handa tveim Framhald af bls. 4. glaðlega. „Ég skal sækja heitara.“ Hún þreif bollann af honum með mjúkri hreyf- ingu. — „Þetta er allt svo leyndardóms- fullt — en hvernig komust þér að þessu öllu?“ Buxtree komst í vandræði andartak. Svo náði hann sér aftur á strik. „Frú Armitage var ekki dáin, þegar maður hennar kom. Hún sagði honum frá heimsókn frú X.“ „Sagði hún honum það? En hann myndi aldrei hafa —.“ „Alveg rétt!“ sagði Buxtree og var nú orðinn æstur. „Hann sagði ekki þá. Hann var frá sér numinn af ást. Hann vissi, hver hafði byrl- að konu hans eitur. En hann þagði — allt til dauðans." Nú horfði hún undrandi á hann. „Hvern- ig getið þér vitað það?“ „Hann skrifaði þáð,“ hélt Buxtree á- fram ótrauður. „Hann skrifaði það á blað í enska bók um skordýr. Ég keypti bóka- safnið hans og þessi bók slæddist með —.“ „Ó!“ hrópaði hún. „Eigið þér hana enn?“ „Auðvitað — hún er í bókasafninu mínu. — En mig langar ekki til að tala meira um hana núna.“ Hann hló. „Ég skil,“ sagði hún og brosti. „En nú verð ég að laga nýjan bolla af tei handa yður!“ Hún hvarf fram í eldhúsið. Þegar hún kom inn aftur, fór hún að ræða um teið á nýjan leik. Hann horfði heillaður á hend- ur hennar. Það var orðið dimmt, þegar hún beindi talinu aftur að bókinni. „Það hlýtur að vera gaman að eiga svona bók,“ sagði hún. „Við verðum að hittast aftur og tala meira saman.“ Honum skildist, að hún yrði að fara í miðdegisverðarboð, og hann mætti ekki tefja lengur. Hann fór nauðugur og hon- um leið einkennilega illa á leiðinni heim. En það var ekki fyrr en hann var kom- inn úr frakkanum og hafði lagzt fyrir, að kvalirnar byrjuðu. Og það var ekki fyrr en hann var orðinn viðþolslaus, að honum var ljóst, að hann hafði gengið í gildru. Hann hafði hitt frú X, sem hafði komið við sögu í Armitage-eiturbyrlunarmálinu, og honum hafði orðið það á, að drekka te með henni. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Árið 1873. 2. tJr ýmsum barrtrjám. 3. 4249. 4. 1 Sierra Nevada (Snæfjöllum) í Bandarikj- unum og er 4540 m. að hæð. 5. Texas. 6. Kronos og Rhea. 7. Rómverska skáldið Ovid Ovidius. 8. Þau voru flutt frá Lapplandi. 9. William Stanley Houghton var brezkur rit- höfundur, fæddur 1881 og dó 1913. 10. Indriða Einarsson. 404. krossgáta Vikunnar Lárétt skýrtng: 1. hest. — 4. fótvöðv- ana. — 10. sel. — 13. deyfir. —- 15. stór stofa. — 16. lágfóta. — 17. eld- uðum. — 19. skap. — 20. slóð. — 21. deigar. — 23. slæmir. — 25. skaplynd- ið. — 29. tenging. — 31. samstæðir.— 32. á spjóti, þf. — 33. á nótum. — 34. lita. — 35. greiði. — 37. verzla. — 39. fiskur. — 41. kænu. — 42. slóði. — 43. illfiski. — 44. grönn. — 45. fé. -— 47. kvæðis. — 48. nokkur. — 49. bjóða við. — 50. ösl- aði. — 51. gusa. — 53. tónn. — 55. tré. — 56. . _£r: bjórskrudda. — 60. tími. — 61. basl. — 63. sneri. — 64. þekking. — 66. góð lykt. — 68. veiðistað- ur. -— 69. máttarviður. — 71. meltingarfæri. -— 72. strengur. —- 73. fjöllynd. — 74. bók. Lóðrétt skýring: * 1. viljug. — 2. fyrr. — 3. tó. — 5. hæð. — 6. hátt. — 7. meira en margt. — 8. fé. -— 9. tölusetning. — 10. numið. •— 11. iðkar. — 12. mál. — 14. fórum hratt. — 16. gripin. — 18. slysið. — 20. rölti. •— 22. samhljóðar. — 23. tónn. — 24. leiðir mætast. — 26. kraftur. — 27. fölsk. — 28. eykt. — 30. skip. — 34. þrautir. — 36. meindýr. — 38. málmur. — 40. þyngdareining. — 41. rúm. — 46. kelda. — 47. bæn. — 50. óþekkt. — 52. drafla. — 54. yfirstétt. — 56. saumaskapur. — 57. þingdeild. — 58. sam- stæðir. — 59. veikar. — 60. spotta. — 62. hirði. — 63. berja. —• 64. róleg. — 65. blekking. — 67. óþrif. — 69. sk. st. — 70. dreifa. Lausn á 403. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. galgopa. — 7. gjálfur. — 14. Óli. — 15. form. — 17. ósærða. — 18. mest. — 20. skyrs. — 22. kaus. — 23. sytra. — 25. ana. — 26. ung. — 27. æð. — 28. éta. — 30. durga. — 32. ós. — 33. tak. — 35. aukaleg. — 36. smá. — 37. rusl. — 39. otar. — 40. surtarbrandur. — 42. volg. — 43. mædd. — 45. all-. — 46. táradal. ■— 48. dót. ■— 50. Rl. — 51. liðug. — 52. til. — 54. VI. — 55. sal. — 56. fis. — 58. ráfan. — 60. ösku. — 62. munna. — 64. surg. — 65. ljósna. — 67. nösk. — 69. gil. — 70. dömunni. — 71. skrælna. Lóðrétt: — 1. gómsætt. — 2. aleyða. — 3. list. — 4. of. — 5. pos. ■— 6. arka. — 8. jós. — 9. ás. 10. lækna. — 11. farg. — 12. -uðu. —- 13. rasssár. — 16. myndarbraginn. — 19. tré. — 21. rául. — 24. atast. — 26. ugg. — 29. aularáð. — 31. refa- mat. — 32. ómar. — 34. krull. —- 36. studd. — 38. urg. — 39. odd. — 40. soll. — 41. nælir. — 42. vargöld. — 44. stingla. —• 46. til. ■— 47. rufu. — 49. óvarinn. — 51. lausn. — 53. lás. — 55. skóm. — 57. snös. -— 59. fugl. •— 61. sjö. — 62. man. — 63. ask. — 66. NN. — 68. kr. „Það er eitthvað bogið við kennarann hennar Bínu. 1 gær sagði hann henni að 5 og 5 væru 10, en í dag segir hann að 6 og 4 séu 10.“ Tvær litlar telpur að skoða kort af Indlandi í bamabóka- safni í London.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.