Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 50, 1947 „Hann er mjög ríkur,“ sagði Cherry sorgmædd. „Ríkur!“ tautaði Anthony með fyrirlitningu. „Menn vilja þá selja yður. En góða barn þessar úrelltu hugmyndir —“ „Þér þekkið ekki fjölskyldu mína,“ andvarp- aði hún. „Ef ég gæti bara komizt burt, eitthvað upp í fjöllin —“ Anthony hrökk við. Hérna var þá stúlka, sem átti sömu hugðarefni og harm sjálfur. Hann laut áfram og tók um hendur hennar. Hann háfði sjálfur fallegar og sterklegar hendur. Cherry fann styrkleika þeirra og sér til undrunar varð hún vör við geðshræringu hjá sér. „Ég verð að hitta yður og tala við yður,“ sagði hann. „Það getið þér ekki!“ sagði Cherry. Þetta hafði enginn fyrr sagt við Anthony Amberton. Fram að þessu höfðu allra heimili staðið honum opin. Hann ætlaði að fara að mót- mæla þessu móðgaður, en sá sig um hönd. Nei, hún mátti ekki vita hver hann var, þetta var miklu skemmtilegra, eins og það var. „Ég fer burt bráðlega úr þessari leiðinlegu borg. Komið með mér! Nei, segið ekkert. Það hljóta að vera einhver ráð til þess — ég verð að sjá yður aftur — þar sem við getum verið tvö ein I friði. Ég kæri mig ekkert um að vita nafn yðar eða hvar þér eigið heima — og ég segi yður ekki hver ég er. Ef örlögin haga því svo til að við hittumst aftur, þá verðum við frjáls og óháð, eða er ekki svo?“ spurði hann eftir- væntingarfullur. Jú,“ svaraði Cherry, — ég er frjáls, það er að segja, ég er ennþá ógift.“ „Það er ég einnig," flýtti hann sér að segja. Hún andvarpaði, en hvort hún gerði það af feginleika eða ekki, gat hann ekki sagt um. Hann leit út um gluggann og síðan þreifaði hann eftir úrinu á úlnliðinum, en það var horfið. „tTrinu mínu hefir verið stolið," sagði hann gramur í bragði. „Klukkan er fimm,“ sagði Cherry. Það var farið að rökkva á götunum og það hafði verið kveikt á götuljósunum. Inni í vagnin- um var orðið dimmt. „Ég þarf að fara hérna út, ef —“ Vagninn nam staðar í sama bili samkvæmt um- ferðarmerki í Fifth Avenue. Anthony lagði hönd- ina á hurðarhúninn. „Það var skemmtilegt að hitta yður og ennþá skemmtilegra, ef þér kæmuð —“ sagði hann og svo var ha.nn horfinn. Dyrunum var skellt aftur. Cherry rak höfuðið út um gluggann og hrópaði: „Hvert á ég að koma?“ En hann var farinn. Hún gat komið auga á hann í mannþyrpingunni, því að hann bar höfuð og herðar yfir alla. „Jæja,“ tautaði Cherry og hallaði sér aftur í hægindin. „Þetta var þó svolítil tilbreyting." Tuttugu dollara-seðillinn lá í sætinu við hlið hennar. Og þarna var eitthvað annað. Hvítt spjald! Hún tók það og brosti háðslega. Auðvitað var þetta nafnspjald hans. Hann hafði ekki ætlað að segja henni, hver hann var! En svo hafði hann skilið eftir nafnspjald sitt. Hún tók spjaldið og reif það í tvennt. Þetta var nokkuð stórt til að vera nafnspjald og allt hrufótt. Það var orðið of dimmt í vagninum til þess að hún sæi til að lesa það. Hún hætti við að rífa spjaldið frekar, en stakk sneplunum í tösku sína. Hún skilaði þakklæti til ömmu sinnar frá Nettie og var nák\æmlega yfirheyrð, hvers vegna hún hafði verið svona lengi í ferðinni — „þú hefir verið afar lengi, barnið mitt!“ sagði amma henn- ar. „Ég veit það, en ég ók í gegnum verzlunar- hverfið til að viðra mig svolítið." svaraði Cherry. Amma hennar lét það gott heita, en Boycie horfði á hana grunsemdaraugum. Þegar hún komst að síðustu upp í herbergi sitt, burstaði hún hár sitt og skipti um föt. Þegar því var lokið, tók hún bréfsneplana upp úr töskunni. Cherry starði á það undrandi. Þetta var auglýsingaspjald fjallahótels. Spjaldið var ódýrt og prentað. Á því stóð dvalarkostnaður yfir vetrarmánuðina á litlu fjallahóteli í New Hampshire. 1 rauninni var þetta lítill sveitabær, sem tók nokkra gesti til dvalar og þar var hægt að stunda allar vetrar- íþróttir. Eftir litla umhugsun gekk Cherry að simanum í svefnherbergi sínu. Hún leitaði í símaskránni, en er hún hafði fundið númerið fór hún að tala lágt í símann. Það var ekki að vita, nema Boycie gæti komið inn eða amma hennar tekið símann úr sambandi niðri, svo að allur var varinn góður. Ferðaskrifstofan gaf henni þær upplýsingar að hún ætti að taka hraðlestina til Portland, en þangað yrði hún sótt um morguninn og flutt á ákvöröunarstaðimt. „Ég var hvort sem var hætt við Evrópuferð- ina,“ hugsaði hún. Hún hlaut á einhvem hátt að geta farið þetta. Hún var orðin leið á að vera Cherry Chester, og sömuleiðis leið á að vera Sara Brown hennar ömmu sinnar. Hún vildi vera sjálfráð og óháð í nokkra daga, eða jafnvel fyrir fullt og allt. Hún hafði rétt til að lifa eftir eigin geðþótta og lenda í ævintýrum eins og aðrir. Hún ætlaði að fara, hvað sem það kostaði. V. KAFLI. Boycie var dauðuppgefin, en nú var allt að lokum tilbúið. Jafnvel þokunni, sem hafði seinkað brottför skipsins um nokkra daga, var létt. Burtfarardaginn var heiður himinn, en kuldi í loftinu þrátt fyrir sólskinið. Auðvitað hafði Sylvía breytt áætlun sinni á síðustu stundu, svo að það hafði kostað þær mikla fyrirhöfn. Þær áttu að fara með skipinu beint til Southampton. Boycie átti að skila Cherry til Sylvíu og manns hennar í London, en sjálf ætlaði hún til sveitaþorps nokk- urs og hvíla sig þar. Cherry ætlaði á meðan að ferðast með móður sinni og stjúpföður um Evrópu og dvelja um tima í Cannes. Sylvía hafði kom- izt að þeirri niðurstöðu að vetrarharkan í Sví- þjóð myndi gera út af við hana, svo hún hafði neyðzt til að taka þessa ákvörðun. Um vorið átti Boycie svo að hitta þau í París og vera viðstödd skilnaðarstundina, sem yrði mjög sár — því að Sylvía grét alltaf svo fallega. Síðan áttu þær Cherry að halda beint til New York, til að byrja aftur leikæfingar. Svona var nú ferða- áætlunin. Hóllywood-samningurinn hafði verið endurnýjaður og undirritaður og samkvæmt honum skyldi Cherry vera komin til Kaliforníu um haustið. Burtfarartimi skipsins var um hádegi. Lucy van Steeden ætlaði ekki að fylgja þeim, henni var alltaf illa við að fylgja fólki á skipsfjöl, auk þess sem Cherry hlaut að vekja á sér athygli, þegar hún færi um borð. Lucy van Steeden kvaddi því barnabarn sitt í skrifstofu sinni. Hún rak að Cherry vangann til að hún gæti kysst á hann og gaf henni svo nokk- ur heilræði í veganesti. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Kveddu pabba, Lilli. Við erum að fara út í búðir. Pabbinn: Jæja, þá er bezt að athuga heimilisreikningana Pabbinn: Vertu nú góður drengur, og þegar þú kemur og ljúka við bréfin, sem ég hefði átt að klára á skrifstof- aftur, skal ég lofa þér að koma á hestbak á pabba. unni. Pabbinn: Byrjar krakkinn uppi að Pabbinn: Ég ætla að láta konuna vita skæla rétt einu sinni! Ég hefi aldrei það í eitt skipti fyrir öll, að ég þoli heyrt önnur eins hljóð í nokkru barni! ekki þessi óhljóð. Copr. King Features Syndicate, Inc., World rieiits rcscrvc-d Mamman: Sæll, elskan! Hvernig vissirðu að við vorum hérna? Konan: Gjörið þér svo vel að koma inn fyrir. Pabbinn: Ha — sæl, elskan!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.