Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 50, 1947 aði eftir nokkur augnablik hásri röddu: „Ég hef rétt í þessu séð dálítið." „Hvað hafið þér séð?“ spurði ég. „Segið mér það. Þér eruð svo einkennilegar-------“ Hún reyndi að stilla sig, en henni tókst það ekki. Hún sagði jafn hás og andstutt og fyrr: „Ég hef séö, hvemig hœgt er aö komast inn í húsiö, án þess nokkurn gœti grunaö það.“ JSg leit í sömu átt og hún, en ég gat ekkert séð eða fundið út. Reiter stóð í dyrunum á ljós- myndastofunni og séra Lavigny var á leiðinni út úr garðinum — en annað var ekki að sjá. Ég snéri mér við spyrjandi á svipinn og sagði: „Ég get alls ekki skilið, hvað þér eigið við. Vilduð þér ekki skýra þetta fyrir mér?“ En hún hristi aðeins höfuðið. „Ekki núna,“ svaraði hún. „Kannske seinna. Við heföum átt að sjá þetta fyrr. Já, við hefðum átt að sjá þetta strax!“ „Segið mér aðeins —“ byrjaði ég. Hún hristi enn höfuðið. „Ég verð að hugsa dálítið um þetta fyrst.“ Hún snéri sér snöggt við og gekk fram hjá mér og fór beint niður í herbergi sitt. Ég fór ekki á eftir henni, því ég sá, að hún vildi ekkert með mig hafa. Ég settist á brjóst- virkið og reyndi að hugsa mér, hvað hún hefði fundið út. En ég gat ekki uppgötvað neitt. Það var aðeins hægt að komast inn i húsagarðinn á einn veg —- það var gegn um portdyrnar. Rétt fyrir framan þær sá ég vatnsburðardrenginn og indverska matsveininn vera að tala saman. Þarna stóð vörðurinn alltaf og enginn komst þar inn, án þess tekið væri eftir honum. Ég hristi höfuðið vandræðalega og fór niður af þakinu. 24. KAFLI. Við fórum öll snemma að hátta þetta kvöld. Ungfrú Johnson hafði mætt við kvöldverðarborð- ið og reynt að láta eins og ekkert hefði komið fyrir, en hún var þó óvenju hæg og þögul. Það var heldur dauft yfir mönnum við kvöld- verðinn. Þetta ekki nema von, munu menn segja, þar eð útförin hafði farið fram þá um daginn. Að vísu var það satt, en ég á þó ekki við það. Upp á síðkastið höfðu menn að vísu verið mjög hæglátir og talað fátt og i lágum rómi á meðan á máltlðunum stóð, en maður hafði það á tilfinn- ingunni að mikill félagsandi ríkti meðal manna. Allir höfðu haft meðaumkun með dr. Leidner i áb.rg hans og mönnum fannst eins og þeir hefðu allir liðið sameiginlegt skipsbrot. En nú í kvöld minnti framkoma fólksins mig á fyrstu máltíðina, sem ég hafði neytt þar — þegar frú Mercado hafði einblínt á mig og allir voru yfirspenntir, eins og þeir byggjust við, að eitthvað mundi bresta þá og þégar. I kvöld hafði þetta verið óvenju áberandi. All- ir voru eins og á nálum. Ef einhver smáhlutur hefði dottið á gólfið, er ég viss um að allir hefðu hrokkið i kút og jafnvel hrópað upp yfir sig af skelfingu. Eins og ég sagði, þá stóðum við öll fljótt upp frá borðum þetta kvöld. Rétt í því að ég var að sofna, heyrði ég að frú Mercado bauð ungfrú Johnson góða nótt rétt fyrir utan dyrnar hjá mér. Ég datt útaf svo að segja strax, því ég var þreytt eftir vinnuna, en þó einkum eftir hinn heimskulega dáleiðsluleik minn í herbergi frú Leidners. Ég svaf fast og draumlaust í nokkrar klukkustundir. Þá vaknaði ég með andfælum og hafði það á tilfinningunni, að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Ég hafði vaknað við eitthvað óvenjulegt hljóð og um leið og ég settist upp, heyrði ég það aftur. Þetta voru sársauka- og örvæntingarstunur í einhverjum. Ég kveikti á kertinu mínu og hentist fram úr rúminu. Ég seildist líka eftir blysi og kveikti á því, ef svo skyldi fara, að slokkna mundi á kert- inu mínu. Þegar ég hafði vafið að mér morgun- sloppnum, fór ég fram í dyragættina og hlustaði. Ég vissi, að hljóðið kom ekki langt að — og nú heyrði ég það aftur og var þá ekki lengur í neinum vafa. Það kom úr næsta herbergi — herbergi ungfrú Johnsons. Ég flýtti mér þangað inn. Ungfrú Johnson lá í rúminu og engdist sundur og saman af kvölum. Ég lagði kertið á borðið og laut yfir hana, og hún reyndi að segja eitthvað, en ég gat ekki greint nein orð, aðeins hást hvískur. Ég sá að hún var hvít um munnvikin og hökuna, eins og hún hefði brennt sig á einhverju. Hún hvarflaði augunum frá mér og á glas, sem lá á gólfinu. Hún hafði sýnilega misst það úr hendi sér eða fleygt því frá sér, og lögurinn, sem eftir var í þvi, hafði runnið út á gólfmott- una og litað hana ljósrauða á bletti. Ég tók glasið upp og dró fingurinn eftir innra borði þess, en kippti honum fljótt að mér vegna sársauka. Síðan leit ég upp í munninn á veslings ungfrú Johnson og skoðaði slímhúðina. Ég var ekki lengur í neinum vafa um, hvað komið hafði fyrir. Viljandi eða óviljandi hafði %*■ hún drukkið einhverja eitraða sýru — saltsýru eða brennisteinssýru, hugsaði ég. Ég hljóp í dauðans ofboði að herbergi dr. Leidners og vakti hann, en hann vakti síðan alla aðra. Við gerðum allt, sem í okkar valdi stóð, til að reyna að hjálpa henni, en allt kom fyrir ekki. Til að lina þrautir hermar gaf ég henni morfínsprautur eins oft og ég frekast þorði. Davíð Emmott hafði farið út til Hassanieh til að ná i dr. Reilly, en áður en hann kom var öllu lokið. . Ég hirði ekki um að skýra frá smáatriðunum. Eitrun af saltsýru (eins og það reyndist vera) er einhver hræðilegasti og sársaukafyllsti dauð- dagi sem hugsast getur. Eitt sinn þegar ég laut yfir hana til að gefa henni morfínsprautu, reyndi hún af öllum mætti að segja eitthvað við mig. Ég lagði eyrað rétt að vitum hennar og heyrði að hún hvíslaði: „Glugginn ■. ...“ sagði hún. „Ungfrú .... glugg- inn . . ..“ En meira gat hún ekki sagt. Ég mun aldrei geta gleymt þessari nótt. Fyrst kom dr. Reilly, síðan Maitland yfirforingi og loks undir morgun kom Hercule Poirot. Hann tók undir handlegg mér og leiddi mig inn í dagstofuna, lét mig setjast þar og náði í heitt og sterkt te handa mér að drejcka. „Svona nú, barnið gott,“ sagði hann. „Reynið nú að jafna yður. Þér eruð dauðþreyttar." Við þessi orð hans brast ég í grát. ,,Ó, þetta er svo hræðilegt," stundi ég. „Eins og vondur draumur. Hvílíkar þjáningar. Og augun hennar .. Ó, herra Poirot — augun hennar.........“ Hann klappaði mér á öxlina og sagði blíðlega: „Já, já — barnið mitt. Reynið að hugsa ekki um það. Þér gerðuð allt, sem í yðar valdi stóð.“ „Hvaða sýra var þetta, sem hún drakk?“ spurði ég. „Saltsýra — sterk upplausn af saltsýru, eins og notuð er hér til að hreinsa leirkrukkurnar með,“ svaraði hann. „Ungfrú Johnson hefur drukkið hana, áður en hún hefur verið fullvöknuð," sagði ég. „Nema hún hafi tekið hana inn viljandi,“ bætti ég siðan við. „Það er hugsandi," svaraði Poirot. „Hvað hugsið þér um það?“ Ég hugsaði mig um nokkur augnablik, en hristi síðan höfuðið og svaraði: „Nei, ég trúi því ekki, að hún hafi drukkið þetta viljandi." Eftir nokkura þögn sagði ég lágt og hikandi: „Ég held að hún hafi komist að einhverju í gærkvöldi." „Hvað segið þér?“ spurði Poirot ákafur. „Kom- ist að einhverju?" Ég skýrði honum frá samtali okkar uppi á þakinu. Poirot fór skyndilega að blístra. „Vesalings konan!“ sagði hann. „Hún sagðist þurfa að hugsa nánar um þetta •— ha? Þar með hefur hún undirritað sinn eiginn dauðadóm. Ef hún hefði aðeins sagt yður frá þessu strax — þá .... Getið þér haft orðrétt eftir henni, það sem hún sagði ?“ Ég endurtók orðin fyrir hann. „Jæja, systir góð,“ sagði Poirot. „Komið þér nú með mér upp á þak og sýnið mér nákvæm- lega þann stað, sem ungfrú Johnson stóð á, er hún sagði þetta.“ Við gengum saman upp á þakið, og ég sýndi Poirot nákvæmlega þann stað, sem ungfrú John- son hafði staðið. „Og snéri hún svona?“ spurði Poirot og stillti sér upp. „Nú, hvað sé ég héðan? Ég sé helming- inn af húsagarðinum, portdyrnar blasa við og dyrnar á teiknistofunni, Ijósmyndastofunni og rannsóknarstofunni. Var nokkur í garðinum, þeg- ar hún sagði þetta?“ „Já, séra Lavigny var að fara út um port- dyrnar og Reiter stóð í dyragættinni að ljós- myndastofunni." „Ja — svo. Ég get samt ekki séð, hvernig nokkur hefði átt að komast inn, án þess að nokk- ur tæki eftir því .... En hún sagðist hafa séð. ..“ , MAOGi 00 R A 0 0 ð Teikning eftir Wally Bishop. 1-l-L \ tr ‘1 r., World righ 1. Maggi: Halló! Þetta er 37645. 3. Maggi: Augnablik. Gerið svo vel að biða 2. Maggi: Við hvern viljið þér tala? Ha? í símanum! ömmu? 4. Maggi: AMMA! AMMA!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.