Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 50, 1947 7 NÝJAR BÆKUR: Framhald af bls. 2. Teningar í tafli, Speglar og fiðrildi. Ólafur byrjaði ungur að skrifa, og •er vinsæll og vaxandi höfundur. Helgi og Hróar. Heimskringla hefir nýlega gefið út ævintýri handa börmun, sem heit- ir Helgi og Hróar og er skráð og myndskreytt af Hedvig Collin. Þýð- andinn, Ólafur Jóh. Sigurðsson rit- höfundur segir: „Ævintýri þetta heitir á ensku Two Viking Boys, gefið út í New York 1941. Það styðst að verulegu leyti við „Fróða þátt“ í Brólfs sögu kraka og kappa hans. Höfundurinn hefir þó breytt mörgu, fellt sumt úr, aukið öðru við, og yfirleitt sniðið allar heimildir sög- unnar frjálslega í hendi sér.“ Mikið er af stórum og góðum myndum í bókinni. Vippasögur. Það er óþarfi að kynna lesendum Vikunnar i löngu máli sögumar af Vippa, að minnsta kosti ekki þeim, sem vom yngstu lesendur hennar fyr- ir fjómm fimm árum. Vippi litli, sem varla stóð út úr hnefa, lenti í mörg- um skemmtilegum ævintýmm eftir að hann kom til Islands. Um komu hans hingað og ævintýri hér segir höfimdurinn, Jón H. Guðmundsson, ritstjóri: „Mér finnst ég mega til að gera ofurlitla grein fyrir þessum Vippa- sögum. Það var árið 1941. Þá höfðu verið þýddar og endursagðar í Heim- ilisblaðið Vikuna bamasögur úr dönsku blaði og var aðalpersónan í þessum sögum afarlítill snáði, Vip að nafni; langt frá því að vera venju- legt bam, venjulegur maður, og tók upp á hinum furðulegustu tiltækjum. Höfundur þeirra var Halvor Asklöv, sem ég því miður kann engin deili á. Sögumar vom vinsælar í blaðinu. Þegar ekki var lengur hægt að fá þær vegna stríðsins, þá tók ég það ráð að ræna fígúrunni, Vip litla, flytja hann til Islands og búa sjálfur til sögumar og em þær því alíslenzk- ar, þó að höfuðpersónan sé þannig fengin að láni.“ Ekki er að efa, að Vippasögumar verði jafnvinsælar i bókarformi nú og þær vom á sínum tíma í Vikunni. Höfum opnað nýja búð á Skólavörðustíg 18 Eins og að undanförnu höfum við fjölbreytt og vandaö úrval af allskonar prjónavörum Prjónastofan HLÍIM Skólavörðustíg 18. — Sími 2779. Þjóölegar bækur, sem lýsa inn í heim horfinna kynslóða: Bessastaðir Horfnir góðhestar Á ferð Ég vitja þín, œska Faxi Á hreindýraslóðum Ódáðahraun I—III Dagur er liðinn Söguþœttir landpóstanna I—II Þessar bækur tengja yður við fortíðina, sem íslenzkt þjoðerni grundvallast á. bókaútgAfan imorðri Pósthólf 101, Reykjavík. Pósthólf 45, Akureyri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.