Vikan - 22.01.1948, Side 4
4
VIKAN, nr. 4, 1948
Gott ráð.
Smásaga eftir
ARTHUR MILLS.
T>ETERS fannst það til heyra að lenda í
ástarævintýri í hverri sjóferð, sem
hann fór í, annars þótti honum ferðalagið
leiðinlegt. Jóhanna Gooden sat við sama
borð og Peters í borðsalnum, sömuleiðis
Garratt, ungur sjóliðsforingi, sem hafði
fengið heimfararleyfi frá herþjónustu í
Kína. ^
Strax annað kvöldið um borð hafði
Garratt séð hvem mann Peters hafði að
geyma — og gert sér ljóst áform hans.
Fórnarlambið var ung og fögur kona, sem
ferðaðist nú í fyrsta skipti án eiginmanns
síns og var algjörlega ein síns liðs. En
Garratt fékk ekkert aðgert.
Fimmta kvöldið um borð bauð Peters
Jóhönnu, Garratt og nokkrum öðrum far-
þegum til káetu sinnar og veitti þar vín.
Þegar samkvæmið stóð sem hæst, þaggaði
Garratt óvænt niður í fólkinu.
,,Þey,“ sagði hann. „Ég get ekki betur
heyrt en að skipið sé stanzað.”
Það varð þögn í káetunni og allir horfðu
fullir eftirvæntingar á andlit Garratts.
„Terresse" var tuttugu þúsund smálesta
lystiskip, og þarna í káetunni var enginn
dómbær á það, hvort vélar skipsins voru í
gangi eða ekki — að Garratt undantekn-
um, sem var reyndur sjómaður.
„Skipið er kyrrt,“ sagði Garratt.
„Hvers vegna haldið þér, að það hafi
verið stanzað ?“ spurði Jóhanna Gooden
áköf.
„Ef til vill er um einhverja smávægilega
vélbilun að ræða, sem þarf að lagfæra
tafarlaust,“ svaraði Garratt. Hann leit á
armbandsúr sitt.
„Hvað er klukkan?" spurði ein af ungu
konunum.
„Hún er að nálgast sjö.“
„Þá er kominn tími til að hafa fata-
skipti fyrir kvöldverðinn!"
Gestimir, sem sátu á legubekknum,
risu á fætur, en Jóhanna sat kyrr á rúmi
Peters. Garratt stóð við dymar og hélt
þeim í hálfa gátt. Peters fannst líkast því
sem Garratt dáleiddi Jóhönnu og léti hana
fara út. Þegar hún var farin sneri Garratt
sér að Peters.
„Ég vildi ekki segja neitt að öllu þessu
fólki viðstöddu — en það er eitthvað und-
arlegt á seiði hér um borð. Þetta er þriðja
kvöldið, sem vélarnar hafa verið stöðvað-
ar um klukkan sjö.“
„Þér haldið þá að þessi stöðvun sé ekki
vegna vélabilunar ?“
„Já, það er ég viss um.“
„Það getur aðeins verið um 'eina ástæðu
aðra að ræða til að skip sé þannig stöðvað
úti á rúmsjó — þá að einhver hafi fallið
fyrir borð.“
„Þessi tilgáta yðar er ekki heimskuleg.
Einhverjum hefir verið varpað fyrir borð.“
„Varpað fyrir borð, segið þér?“ Peters
starði undrandi á hinn háa og beinvaxna
sjómann. Allt í einu varð honum ljóst við
hvað var átt. „Ó, þér eigið við að það sé
verið að sökkva líki?“
Garratt kinkaði kolli. Þeir stóðu þöglir
um stund. Nú fundu þeir greinilega að
skipið stóð kyrrt. Báðmn var hugsað til
hins sama — mannslíkamans, sem verið
var að sökkva ofan í hafdjúpið. 1 kring-
um þá ægði saman tómum glösum, flösk-
um og skálum með ísmolum.
„Getið þér heyrt í vélunum núna?“
spurði Garratt. „Þær eru komnar í gang
aftur. Ef við höldum áfram með óbreytt-
um hraða, verðum við komin til Honolulu
degi fyrir áætlun.“
„Til hvers er verið að reyna það?“
Garratt lagði glasið frá sér.
„Ég veit það ekki með vissu, en ég held
að það sé eitthvað að. Hinum fyrsta var
sökkt í hafið fyrir þremur dögum, í gær
voru það þrjú lík og í dag um tíu.“
„Drottinn minn dýri! Fjórtán menn á
þremur dögum.“
„Ég heyrði tal tveggja háseta, svo að
ég veit að þessi tala mun láta nærri. Á
morgun verða það kannske tuttugu lík.“
„Þetta er hræðilegt! En hvaða sjúkdóm-
ur getur þetta verið.“
„Við fengum fjölda Kínverja á skipið í
Hongkong. Það hefir geisað drepsótt í
héruðunum í kringum Vesturá."
Peters starði skefldur á gest sinn.
„Eigið þér við að það sé drepsótt um
borð ?“
,yMMI»H«MMMIMMMMMMMHMMMMMMMMMHMMMMMMMMaMMaMMMMMMMMMMM ,
| VEIZTU —?
\ 1. Kasthjólið í „Bulova“-úri fer 1,716,135
þuml. við hvert tif og 11,7 mílur á dag.
Hve mörg tif fer það á einni klukku-
stund ? Einu ári?
i 2. Hver var Cleveland Abbe og hvenær
var hann uppi?
| 3. Hvað heita bræður Seifs?
i 4. Hvað hétu þrjár stórhátíðir Aþenu-
borgar ?
| 5. Hvar er Koko-Nor og hvað er það?
I 6. Hver er íbúatala Spánar?
= 7. Hvað var rithöfundurinn Sir Arthur
Conan Doyle að menntun?
| 8. Hvaða franskur konungur sagði þetta:
„Syndaflóðið kemur eftir vom dag“?
j 9. Hver var Antoine Thompson og hvenær
var hann uppi?
i 10. Hvaða störfum sinnti „Praetor“ hjá
Forn-Rómverjum ?
„Hraðinn hefir verið aukinn til að kom-
ast sem fyrst til Honolulu. Það eru
skemmtiatriði fyrir farþegana öll kvöld,
svo að athygli þeirra beinist síður að því,
sem er að gerast. Venjulega byrja dans-
leikirnir og sýningarnar ekki fyrr en skip-
ið hefir verið í Honolulu. Skipið er stanzað
á hverju kvöldi til að varpa líkunum í sjó-
inn og engan á fyrsta farrými grunar
neitt. Læknirinn virðist vera alveg að
ganga fram af sér. Ég er viss um að hann
hefir ekki blundað síðustu tvo sólarhring-
ana.“
„Ætli lækninum sé ljóst að þetta er
drepsótt ?“
Peters hafði naumast sleppt síðasta
orðinu, þegar hann sá eftir að hafa sagt
þetta — nú hlaut Garratt að segja honum
frá einkennum sjúkdómsins, en þau kærði
hann sig ekkert um að vita.
„Það er ekki hægt að villast á sjúk-
dómseinkennunum. Þau byrja alltaf á
sama hátt með gulum blettum í lófanum.
Kínverjarnir kalla þá Fei Wei, sem merkir
„guli dauðinn.“ önnur einkenni eru miklar
þjáningar í maganum, ógleði og hár hiti,“
Garratt bætti í glas sitt. „Eins og ég sagði
áðan hefir enginn sagt mér að drepsótt
sé um borð, en það er mjög líklegt að mér
skjátlist ekki. Það er bezt að þetta verði
aðeins okkar á milli. Ég verð víst að fara
að hafa fataskipti."
Óðara en Garratt hafði yfirgefið káet-
una, hringdi Peters bjöllunni.
„Var verið að sökkva líki í kvöld?“
sagði hann, þegar þjónninn kom inn.
Þjónninn svaraði engu.
Peters sneri sér við og horfði rannsak-
andi á manninn.
„Ég veit það. Mér var sagt að það hefði
verið fleira en eitt. Það hafa dáið fjórtán
manns á þremur dögum. Hver er dánaror-
sökin.“
Þjónninn reyndi að líta undan, en Peters
beið rólegur eftir svari.
„Þeir segja að það sé lungnabólga,“
svaraði maðurinn að lokum.“ Kínverjarnir,
sem koma frá heitu meginlandsloftslaginu
þola ekki hið kalda sjávarloft."
„Lungnabólga,“ tautaði Peters, þegar
maðurinn var farinn. „Þeir hafa auðvitað
sagt áhöfninni að það væri lungnabólga."
Þegar Peters hafði lokið við að klæða
sig, þvoði hann hendur sínar í þvottaskál-
inni. Ósjálfrátt leit hann rannsakandi í
lófa sína. Gulir blettir, hafði Garratt sagt.
Það byrjaði alltaf á þann hátt. Peters tók
viðbragð og rétti úr sér. Hendur hans voru
alveg eðlilegar — það var hlægilegt að
vera með. þessa hræðslu! Hann var ekki
vanur að vera ímyndunarveikur.
Hann gekk niður í borðsalinn, þar sem
þau þrjú, hann, Garratt og Jóhanna, sátu
saman við borð. En hvað Jóhanná var
töfrandi í björtum ljósunum. Rauðgyllt
hár hennar stóð eins og geislabaugur um
smágert og frítt andlitið. Þau yrðu að
reyna að losna við Garrett eftir borð-
haldið.
Framhald á bls. 7.