Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 4, 1948
E
I
E
Framhaldssaga:
■iiiiiiuiiiiiiiiiiinmiiimiii
AST LEIKKONUIMIMAR
11
i*’<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiiMiiimiuiuiiiiHiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim>Miiiu
Eftir FAITH BALDWIN
ÞaS veittist henni erfitt að skrifa þetta bréf.
Hún byrjaði nokkrum sinnum á þvi, en reif það
jafnóðum. Þegar hún var að síðustu búin að skrifa
heilt bréf, reif hún það einnig. Síðan lagðist hún
upp í rúmið, með hendumar spenntar undir-
hnakkanum og starði út i loftið.' „Vertu bara
hreinskilin við sjálfa þig, Sara litla Brown,“ taut-
aði hún. „Þú ert ástfangin af þessum hræðilega
manni og þú veizt það mæta vel. En þú veizt
ekki hver hann er ■— hvort hann er bakari, slátr-
ari, verzlunarmaður eða þjófur. Hann er nægilega
skuggalegur til að vera hið síðastnefnda, þú veizt
ekki nema hann eigi margar konur. En þú ert
ástfangin af honum og kærir þig ekki einu sinni
um að hann viti að þú sért Cherry Chester. Því
síður viltu vera Sara Brown og burðast með van
Steeden-auðæfin.. Þú vilt bara vera ónafngreind
stúlka, sem grátandi og hlæjandi varpar sér í
faðm hans.“
Á leiðinni til Plymouth var hugur Anthony í
uppnámi. „Ég hlýt að vera brjálaður," hugsaði
hann. „En liún þarf ekkert um það að vita. Ég
get ekki hlaupið af hólmi með næstu lest. Hún
hefir ekki minnstu hugmynd um hver ég er, því
að ef hún hefði vitað það, myndi hún ekki hafa
sleppt mér. En hver var hún í rauninni ? Það
getur verið að hún viti hver ég er — hún hefir
þá verið inni í verzluninni og látið vagninn bíða
fyrir utan. Þá væri þetta allt undirbúið af hennar
hálfu.“
Hann var ástfanginn af henni og hann skildi
hvers vegna hann var það.
Hann bölvaði hátt og kastaði vindlingsstubbn-
um út um gluggann. Simpson leit forviða á hann
og Anthony sagði afsakandi:
„Takið þetta ekki nærri yður, Simpson, ég
er hálf utan við mig í dag.“
Hann hafði aldrei hugsað sér að kvænast, að
minnsta kosti ekki fyrr en hann yrði fertugur
eða fimmtugur. Þá myndi hann velja sér skemmti-
lega, menntaða ekki mjög unga konu. Þau myndu
ferðast og hann skrifa sögur, en annars yrði líf
þeirra rólegt.
En ró fengi hann aldrei með þessa rauðhærðu
stúlku við hlið sér.
Hann fór að hugsa um hana sem félaga og
eiginkonu — það yrði gaman að hafa hana með
í ferðalögunum. Þegar þau væru • búin að gifta
sig i litla þorpinu myndi hann taka hana ást-
úðlega í faðm sinn og segja: „Ástin min, ég þarf
að segja þér dálítið. Þú ert ekki aðeins frú Sam-
úel Smith. heldur einnig frú Anthony Amberton.
Þú munt koma til með að bera nafn Ambertons,
en hljóta auðæfi Samúels Smith. Þú ert því gift
tveimur mönnum.“
Myndi hún gráta eða hlæja, æpa eða lát líða
yfir sig við þessa frétt?
Þegar Anthony hafði lokið erindi sinu í Ply-
mouth fanst honum sjálfstraust sitt vaxa. Á
fimm dögum gat hann flogið umhverfis hnöttinn.
Þá hlaut hann á sama tima getað sigrað eina
konu.
„Ég vona að þú hafir haft gott af ferðalaginu,
Múlli," spurði Cherry Anthony kurteislega við
hádegisverðarborðið. Þarna kallaði hún hann
einu sinni enn Múlla!
„Ég átti erindi til Plymouth," svaraði Anthony
og borðaði með góðri lyst kjúklinginn, „mjög
áriðandi erindi, ég skal segja þér frá því seinna.“
„Jæja, hvað var það,“ spurði Cherry skömmu
síðar, þegar þau Anthony gengu niður trjágöng-
in með hvolpinn á hælum sér. Himinninn var
þungbúinn og áður en þau kæmust langt tóku
fyrstu snjókornin að falla.
„Hvað var hvað, ástin mín?“ spurði hann
stríðnislega.
„Hvað ætluðuð þér að segja mér?“
„Það segi ég ekki fyrr en seinna, eftir fimm
daga, en kannske fyrr.“
„Ég verð ekki hér í fimm daga í viðbót.“
„Jú, það er ég viss um," sagði Anthony. Hann
nam staðar og hallaði sér upp að trjástofni.
Hvolpurinn settist á rassinn og horfði á hann og
beið.
„Kondu hingað," skipaði Anthony. Hundurinn
þaut upp, en það var ekki hann, sem Anthony
hafði átt við.
En hún kom samt. Anthony lagði handlegginn
utan um hana, gróft efnið í stakknum hans
stakk hana í andlitið. Hann þóttist vera að telja
frekknurnar á nefinu á henni og strauk yfir það
með vetlingaklæddri hendinni.
„Dropa litla," sagði hann í stríðnistón. „Rauð-
toppa —“
„Þegiðu."
„Nei, hreyfðu þig ekki. Það er svo yndislegt
að hafa þig þarna — svona fast upp við mig.“
Hann kyssti hana og hún opnaði augun.
„Við hljótum að vera brjáluð," kveinaði hún.
„Ég elska þig, Sara Brown, og þú elskar mig.
Viðurkenndu það.“
„Ég elska þig og ég veit ekki hvers vegna,"
sagði hún grátandi. „Ég vil ekki elska þig, því
að ég veit ekkert um þig."
„Skiptir það nokkru máli? Giftum okkur, Sara
Brown, við eigum saman, þú og ég.“
„Nei,“ mótmælti Cherry. „Ég vil ekki bindast
neinum."
„Ástin min, það verður þú að gera. Einu sinni
hugsaði ég eins og þú núna. Það hefir allt breytzt
og skilurðu ekki hvers vegna?"
„Nei,“ sagði hún aftur, „6, mér er svo kalt,“
bætti hún svo við, hálfgrátandi.
Hann þrýsti henni aftur að sér og kyssti á
augnalok hennar. „Þú ert svo yndisleg," tautaði
hann. „Viltu ekki verða konan mín?“
„Nei. Ég bæði vil og vil ekki," sagði Cherry
og reif sig lausa. Henni varð hugsað til ömmu
sinnar, og sömuleiðis til þeirrar stundar, þegar
hún yrði að kveðja Samúel Smith, og þá varð
henni þungt um hjartarætumar. Hún gekk nokk-
ur skref burt frá honum og kallaði á hundinn.
„Nei, ég læt þig ekki sleppa," sagði hann, þeg-
ar hann náði henni. „Á hverjum degi í fimm
daga mun ég spyrja þig að því sama. Gefðu
mér fimm daga frest, Sara Brown.“
„Hvers vegna firnm?" spurði hún.
„Hugsaðu ekki um það, — komdu, við skul-
t um koma í kapphlaup út úr skóginurrw
Á fimmta degi byrjaði að snjóa og golan var
nístingsköld. Anthony og Cherry höfðu haft langa
útivist. En þegar þau komu inn, fóru þau í þurr
föt og frú Simpson bar þeim te og glóðað brauð
inn í setustofuna. ;
„Ég held, að það sé að skella á stórhríð," sagði
Anthony, „við komumst liklega ekki fyrst um
sinn héðan, Sara.“
Síðustu þrjá dagana hafði hún sifellt verið að
stagast á því, að hún yrði að fara, og hún hafði
naumast þorað að líta í blöðin fyrir hræðslu.
Ef það stæði um hvarf hennar með feitu letri
á forsíðunni, hlaut þau að fara að gruna margt.
Henni varð oft hugsað til Lucy van Steeden.
Gat Boycie með kænsku sinni lejmt sannleikan-
um fyrir gömlu kommni?"
Að kvöldi hins sama dags sátu þau tvö ein
í setustofunni. Hitt fólkið var allt háttað. Þau
voru að spila á óhrein og slitin spil úti í einu
hominu. Frú Simpson var lítið um þetta hátta-
lag þeirra gefið.
„Við emm bara að leggja spilaþraut," sagði
Cherry, „við emm ekki að spila upp á peninga,
eða neitt slíkt — —.“
„Jæja, það ætti að vera í lagi," sagði frú
Simpson. „Viljið þið gjöra svo vel að slökkva
ljósin, þegar þið farið upp.“
„Ég veit samt ekki, hvað ég á að halda," sagði
konan við mann sinn, þegar þau vom komin
upp í herbergi sitt. „Mér sýnist þau vera óeðli-
lega hrifin hvort af öðm, enda þótt þau séu
frændsystkini. Ég hefi reynt að hafa gætur á
þeim, en ekki séð neitt til þeirra, sem hefði
getað hneykslað mig.“
„Ef „kaballinn" gengur upp, viltu þá giftast
mér?“ spurði Anthony.
Og „kaballinn" gekk upp.
„Þú_sveikst lit!“ sagði Cherry.
„Hvað gerir það til?“
„Maður, sem svíkur í spilum —.“
„Ég gerði það þin vegna!" sagði hann. „Ég
vil allt til vinna, til að eignast þig. 1 dag er
fimmti dagurinn, Sara Brown —.“
„Og á morgun —?“
„Á morgun fer ég,“ sagði hann. „Þú munt aldr-
ei framar sjá mig eða heyra frá mér.“
„Ætli ég nái mér ekki fljótt eftir söknuðinn,"
sagði hún og hrærði spilunum saman.
Þau vom þama alein. Veðurhæðin var mikil.
Vindurinn ýlfraði og snjórinn hlóðst á gluggana.
Hann stóð upp, tók hana í fang sér pg bar
hana yfir á slitna legubekkinn úti i hominu.
Legubekkurinn seig niður undan þunganum.
Hann kyssti hana, og þau sátu þannig lengi í
faðmlögum. Allt í einu fór hún að gráta, lagði
handleggina um háls hans og þrýsti honum að
sér.
Hann beið þess, að hún segði eitthvað, en hún
þagði. Hún gat ekki komið upp nokkm orði.
„Elskarðu mig?“ —
Hún hreyfði höfuðið lítilsháttar, og kinnar
henar vom tárvotar.
„Hvers vegna streitist þú þá svona á móti,
Sara?“
„Ég vil ekki giftast þér,“ sagði hún hrein-
skilnislega „Ég er hrædd. Og ég — ég vil ekki,
að sambandi okkar verði öðmvisi háttað en nú
er.“
Hann hló stuttlega, — þrýsti henni svo faat-
ar að sér.
„Hrædd!“ Og han kyssti hana aftur.
„Það er orðið áliðið," sagði hún stuttu síðar.
„Ég verð að fara."
„Viltu fara?“
„Nei, en það er einmitt þess vegna sem ég
verð að fara.
Hann sleppti henni, reis á fætur og stóð and-
spænis henni. Hann var það hærri en hpn, að
hún varð að líta upp til hans. {
„Viltu giftast mér?“ sagði hann. „Ef þú vilt