Vikan


Vikan - 27.05.1948, Síða 2

Vikan - 27.05.1948, Síða 2
2 VIKAN, nr. 22, 1948 PÓSTURINN ■ Kæra Vika! Viltu nú gera svo vel að segja mér eitthvað um Lindu Darnell, Lana Turner, June Haver, Tyrone Power og Alice Paye. Er Linda Darnell ekki Indíáni? Geturðu birt mynd af henni ? Hvernig finnst þér skriftin? Vonast eftir svari sem fyrst. Með beztu kveðju Dísa. Svar: Linda Darnell er fædd 16. okt. 1923 í Dallas í Texas. Gift er hún Pev Marley. Lana Turner er fædd 8. febr. 1920 í Wallace í Idaho og heitir Julia Jean Fran.ces Tumer. Giftist Artie Shaw 8. febr. 1940, en þau skildu. 1942 giftist hún Steven Crane og eignuðust þau eina dóttur. Þau eru nú skilin. Hún fór að leika í kvikmyndum 1937 og eru meðal fyrstu mynda hennar þessar: „Love Finds Andy Hardy“, „Rich Man, Poor Girl“. June Haver er fædd 10. júní 1926 í Rock Island, 111. og heitir June Stovenour. Eyðir hún frístund- um sínum við að mála ýmis konar blóm til skrauts. Tyrone Power er fæddur 5. maí 1914 í Cincinnati í Ohio. Alice Faye er fædd 5. maí 1915 í New York. Giftist hún Phil Harris 1941 og eiga þau tvær dætur. Linda Darnell. Ekki höfum við heyrt þess getið, að Linda Darnell sé Indíáni. Skriftin er mjög viðvaningsleg. Kæra Vika! Okkur tvær vinstúlkur langar til að biðja þig að leggja okkur ráð. Kálfarnir á okkur eru að vaxa svo mikið að við erum að verða áhyggju- fullar út af því, en við vitum ekkert ráð til að láta þá minnka en vonumst eftir að þú getir ráðlagt okkur það. Og eitt enn, við höfum væringu, en viljum losna við hana en vitum ekk- ert ráð. Við vonumst eftir svari í næsta blaði. Hvernig er skriftin? Tvær ráðalausar 12 ára. Svar: 1. Við kunnum ekkert ráð, sem dugar til að grenna kálfa. Ef um óeðlilega fitu er að ræða, sakar ekki að nudda þá, en gæta verður þess að nudda þá neðan frá og upp- eftir. 2. Væring (flasa) orsakast af völd- um sýkla í fítukirtlunum. Þeir kom- Framhald á bls. 15 Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Öskar Reynir Eiríksson (13—14 ára), Miðnesi, Gullbringusýslu. Bjamveig Karlsdóttir (15—16 ára), Skeljarbergi, Sandgerði. Ema Hannesdóttir (15—16 ára), Felli, Sandgerði. Margrét Sigurðardóttir (12—14 ára), Hofi, Grindavik. Marin G. Marelsdóttir (12—14 ára),. Klöpp, Grindavík. Jóna Júlíusdóttir (20—25 ára), Freyjugötu 25, Reykjavík. Linda H. Björk (við pilta 16—19 ára), Peggy H. Björk (við pilta 17—20 ára), Lissý A. Björk (við pilta 17-—20 ára), Hædý M. Björk (við pilta 16—19 ára), allar til heimilis á Laugaveg 93, Reykjavík. Lauga Sigurfinnsdóttir (við pilt 18— 22 ára), Hurðarbaki, A-Hún pr. Blönduós. Anna Guðmunds (20 ára), Ágústa Skúladóttir (21 árs), Ingólfs- firði, Strandasýslu. Sigurlaug Sveinbjömsdóttir (19 — 21 árs), Kvennaskólaum, Löngu- mýri, Skagafirði. Perla Stanley (19—25 ára, mynd fylgi), Sólhlíð 24, Vestmannaeyj- um. Greta Stanley (20—25 ára, mynd fylgi), Sólhlíð 24, Vestmannaeyj- um. Ólafía G. Hafliðadóttir (21—24 ára), Búð, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir (16—20 ára, mynd fylgi), Ber- serkjahrauni, Helgafellssveit, Snæ- fellssýslu. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.