Vikan


Vikan - 27.05.1948, Side 3

Vikan - 27.05.1948, Side 3
VIKAN, nr. 22, 1948 Gyðingamálin Þetta er mynd af kunnum, amerískum eðlisfræðingi, sér- fræðingi í kjamorkurannsókn- um, dr. Caleb Greene að nafni, Myndin var tekin af honum, þeg- ar hann var að skýra blaðamönn- um frá, að menn frá Irgun Zvai Leumi, leyniher Gyðinga í Pale- stínu, hefðu komið til sín fyrir tveim árum og beðið sig að búa til fyrir þá kjamorkusprengju. Ameríska alríkislögreglan er að rannsaka málið. * ' Við birtum hér f jórar myndir, sem allar snerta Gyðingavandamálin í heiminum. Einsog allir vita hafa Gyðingar verið „landlausir" í marg- ar aldir og staðið í eilífri baráttu um að fá fast aðsetur í fyrirheitna land- inu, Palestínu. Nú hafði þessi draum- ur að nokkru leyti ráfezt með stofnun Israelsríkisins, hinn 14. maí, í nokkr- um hluta Palestínu, en Bretar hafa látið af umboðsstjórn sinni þar. Ekki var þó friðsælt í þessu heim- kynni Gyðinganna, því að arabisku þjóðirnar, sem að Palestínu liggja, sendu heri inn í landið og hófu stríð við ísraelsmenn. Aftur á móti hafa bæði Bandaríkin og Sovétríkin viður- kennt ríki Gyðinganna. Og svona stóðu málin, þegar þetta er skrifað. — Einn merkilegasti áfanginn í þess- ari um 2000 ára baráttu er talinn vera stofnun Zionistashreyfingarinn- ar 1897. Fyrir heimstyrjöldina var áætlaður fjöldi Gyðinga í heiminum um 17 miljónir. Brezkir herlögreglumenn sjást hér vera að æfa sig i kylfu- slag. Þeir eru með hlífar á vinstri handlegg í líkingu við þær, sem Grikkir notuðu til foma. Æfingin var miðuð við, að til átaka kynni að koma við Gyðingana, sem Bretar tóku undan ströndum Palestinu og fluttu nauðlega til Hamborgar. lÍIMI! X'XvtX" ... . • x- . Þetta eru myndir úr flóttamannaskýli í Þýzkalandi. Að ofan sést þvottaklefinn, en að neðan svefnskáli. Strádýnur em notaðar fyrir hvílur. Hvítt DDT-duft bekur allt. Skýlið var ætlað Gyðingum, sem Bretar iluttú til Hamborgar. Mynd þessi er af Gyðingapresti í New York i hátíðarbúningi í tilefni af nýbyrjuðu Gyðingaári og fjögra ára gamalli Gyðingastúlku, sem hefir orðið að þola margt. Faðir hennar var tekinn fastur af SS-mönnum í Þýzkalandi á striðsámnum og móðir hennar faldi sig. Eftir stríðið sam- einuðust þau aftur og em nú komin til Bandaríkjanna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.