Vikan


Vikan - 27.05.1948, Síða 4

Vikan - 27.05.1948, Síða 4
4 VIKAN, nr. 22, 1948 Hið ilmandi bréf Smásaga Jytte sat í djúpum, stórum stól og hand- lék vandaðan vasaklút. Lís horfði á hana og hló. Hún mælti: ,,Þú hefir aldrei orð- ið fullorðin, J Jytte. Þú ert alltaf éins og skólastelpa, og stundum ertu ósiðleg.“ „Ósiðleg!“ Jytte þaut á fætur. Það kom gremjusvipur á hana. Hún var bláeyg og fagureyg. Lis hélt áfram: „Já, það er í raun og sannleika ósiðlegt að njósna um einkalíf fólks, einkum þó í ástamálum. Það er ó- siðlegt að leita í vösum mannsins síns, standa á hleri við hurðina og fleira þessu líkt, sem þú ert sérfræðingur í.“ Jytte svaraði: „Það er ekki ósiðlegt. Það er í hæsta lagi hægt að nefna það óvana, skemmtilegan óvana. Heyrðu, Lis, það vantar eitthvað í þig sem konu. Þú leysir aldrei frá skjóðunni. Þú segir aldrei frá skemmtilegum leyndarmálum.“ Lis mælti: „Það er hverju orði sann- ara. Ég flyt ekki slúður. Ég er fyrir mig, og aðrir fyrir sig. Það kemur ekki mál við mig, hvað gerist hjá náunganum. Ipg vil hafa góða samvizku.“ Jytte gekk fram með bókahillunum. Hún svaraði: „ Að safna leyndarmálum er skemmtilegasta tómstundastarf sem hægt er að fá. Ég elska það.“ Þegar Lis leit upp frá handavinnu sinni, sá hún að Jytte stóð bogin yfir skrif- borðinu og handlék pappíra. Lis sagði í kuldalegum tón: „Vertu ekki að hnýsast i það, sem er í skrifborðinu, Jytte.“ . Jytte hló. Hún hló gleðihlátri, og augu hennar ljómuðu, er hún kom til Lis. „Bréf,“ hvíslaði hún ánægð mjög. „Bréf,“ endur- tók hún og veifaði þvi. Hún hélt því upp að nefinu á Lis og mælti: „Þefaðu. Ilm- vatnslykt! Bréfið er frá kvenmanni. Hún hló enn. „Fær maðurinn þinn bréf frá dömum, frá ókunnugum konum?“ „Láttu bréfin hans Berts vera,“ sagði Lis ákveðin. Hún varð þess vör, að hún roðnaði og hún gat ekki horft í augu Jytte. Lis hafði velt því fyrir sér nær því um þriggja mánaða skeið, hvaðan Bert fengi þessi bréf. Hún kannaðist við þennan ilm. Hann var af ódýru ilmvatni. Bréfin höfðu komið með þriggja og fjögurra daga milli- bili. Hafði koma þeirra valdið Lis allmik- illa heilbrota og forvitni, jafnvel ótta. En hún hafði ekki viljað spyrja Bert. Hún reiddi sig á hann og virti hann. Hún var þess .einnig fullviss, að Bert mundi segja henni frá því, ef hann væri farinn að leggja hug á einhverja konu. Hann var svo hrein- lyndur og drenglyndur. „Lis! Hann hefur fram hjá þér.“ Lis rak upp hlátur. En hann var ótta- blandinn. Ótti, sem hún fram til þessa hafði bælt niður, magnaðist nú við um- mæli Jytte. Jytte hafði snúið umslaginu, til þess að vita hvort þar stæði nafn sendanda. En svo var ekki. Hún mælti: „Hann hefir ekki opnað bréfið ennþá.“ Það vissi Lis. Og hún hafði oft orðið forviða á því, hve lengi bréfin lágu hjá Bert óopnuð. Það hafði haft frið- andi áhrif á Lis. Oft höfðu bréfin legið allt kvöldið á skrifborðinu. Af þvi dró Lis þá ályktun, að Bert væri ekki hugfang- inn af konu þeirri, sem skrifaði honum bréf þessi. „Lis. Við skulum opna bréfið.“ „Nei, Jytte, aldrei! Ég opna ekki bréf mannsins míns.“ Jytte hló. „Ég opna öll bréf, sem Preben fær. Mér er ómögulegt að stilla mig um að gera það.“ Lis svaraði: „Það er einkamál ykkar Prebens. En þetta bréf er til Berts. Og enginn annar en hann skal opna það. Ég er ekki njósnari.“ Lis laut aftur niður að handavinnunni. En hún fannj#hvernig reið- in færðist í aukana hjá henni. Hún var reið við Jytte vegna forvitni hennar og ummæla í garcj Berts. Nú hafði Jytte feng- ið efni í slúðursögu. Lis sá hana í anda við útbreiðslustarfsemina. Hún heyrði, er Jytte var að síma til vinstúlkna sinna. Hún myndi segja: „Helga, hefirðu heyrt nýjustu fréttir ? Bert heldur fram hjá ves- ligs Lis. — Halló, Dorte, v$iztu, að Bert er orðinn skotinn í annarri en Lis? Þau skilja að líkindum innan skamms. Vesa- lings litla Lis.“ Jytte tók sæti skyndilega. Hún kallaði: I VEIZTU —? 1. Auk tíarma smokkfiskanna eru til átt- 1 arma smokkfiskar. Eru smokkfiskar = borðaðir ? * I »2. Hvað heitir höfuðborgin í Kina? | 3. Hvað heitir myntin í Tékkóslóvakíu ? \ | 4. Hve há er íbúatala Argentinu? | 5. Hvenær fékk Rabindranath Tagore No- : belsverðlaunin ? : = 6. Eftir hvem er ójíeran „La Boheme" ? 1 7. 1 hvaða byggingastíl er dómkirkjan i = ' Köhx? \ 8. Hvenær er Attlee, forsætisráðheira = Bretlands, fæddur? = 9. Hvenær flaug Charles Lindbergh í ein- i um áfanga frá New Ýork til Parísar? I i 10 Hvar eru heim^ynni lamadýrsins ? Sjá svör á bls. 14. *4> íl,,*,»,*l,tM*|,**,**,,»**,»,»*|»”n**nnii»ininiiinimiiniimiiminiiniimiiinMin»'> „Sjáðu, Lis! Umslagið er hálfopið. Þú. get- ur opnað bréfifj og lokað því svo, án þess að Bert fái hugmynd um það. Gerðu það, Lis.“ ' Lis tók bréfið. Hendur hennar titruðu. Já, Jytte hafði rétt að mæla. Það var hægt að opna bréfið, lesa það og loka því, án þess að Bert kæmist að því. En Lis vildi ekki gera þetta. Það braut í bág við rétt- lætistilfinningu hennar. Átti hún að brjóta þessa reglu? Hún vildi ekki láta Jytte sjá, að hún var ekki grunlaus um að Bert kynni að þekkja ein- hverja konu of vel. Tortryggni? Nei, nei, nei. — Jú, jú, jú. Lis sneri bréfinu og aðgætti það. Hún leit á Jytte. Augnaráð hennar sagði: ,‘,Vesa- lings Lis, maðurinn þinn tekur fram hjá þér.“ Það var réttast að sýna Jytte að svo »var ekki. Bezt að Jytte fengi að láta í minni pokann. Hún þyrfti þá ekki að hlaupa um allt með dylgjur þessu við- vikjandi. Lis opnaði umslagið með gætni, tók bréf- ið og las. Jytte hoppaði upp í sófann bak við hana og las bréfið samtímis. Það hljóð- aði svo: „Elskan mín! Ég er með óyndi. Þrái að sjá þig, og þó eru aðeins tveir tímar frá því þú fórst fr(á mér. Komdu á morg- un, þegar þú hefir lokið störfum á skrif- stofunni. Komdu þó að þú getir ekki dval- ið hjá mér lengur en hálfa klukkustund. Ég bíð þín, þrái þig. Þú verður að koma. Á ég ekki eins mikið tilkall til þín eins og konan, þar sem þú þrisvar hefir lofað því að skilja við hana? Hvenær fellur hin mikla hamingja mér í skaut? Aldrei? Eða innan skamms? Komdu á morgpn, hvað sem öðru líður. Ég vonast eftir þér, elsk- an mín. Ég kyssi þig í anda. Ástúðar- kveðjur. Karin.“ — Lis sat gjörsigruð. Hún heyrði, að Bert var að tala í næstu stofu. Hann hló glaðlega. Samvizka hans virtist vera góð. Ekkert, sem hann hefði áhýggjur af! Hve lengi skyldi hann hafa haft tvær konur í takinu? hugsaði Lis. Það komu tár í augu henni. Hún lét bréfið í umslagið og lokaði því. Svo gekk hún eins og í svefni yfir gólf- ið að skrifborðinu og lagði bréfið á það. Sorgin gerði hana magnlausa. Henni varð dimmt fyrir augum. Hún greindi þó ill- kvittnislegt andlit Jytte í þessari þoku eða myrkri. Hún vissi, að Jytte iðaði í skinn- inu eftir því að geta komizt í síma, til þess að breiða út þessa frétt og tala um málið. Tala, tala. Bert kom óvænt inn í herbergið. Lis sá hann, þó að mikil þoka væri fyrir augum hennar. Hann gekk að skrifborðinu og stóð þar augnablik, eins og hann væri á tveim áttum, eða óráðinn í því, hvað gera skildi. Hann mælti: „Ég er að sækja teikning- ar, sem ég ætla að sýna Preben.“ Svo rót- aði hann í pappírum. Hann greip bréfið og stakk því í vasann í flýti, og fór. Það Framliald á bls. 14

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.