Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 4

Vikan - 16.12.1948, Síða 4
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 4 IJÓLA- I PÓSTURIIMN \ llMmllllllllllllllmllllllllllll•l**l*l*••l‘*,,,,",,, Kæra Vika! Viltu vera svo góð og birta fyrir okkur erindi við lag eftir Chopin, Etude opus, 10 no. 3. þetta er vöggu- ljóð. Við vonum að þú getir gert þetta fyrir okkur. Þrjár vinstúlkur. Svar: Erindið heitir „Næturljóð“ og er eftir Jón frá Ljárskógum. Kom, vornótt, og syng þitt barn í blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þin mund — ég þrái þig, breið þú húmsins mjúku verndar- vængi, væra nótt yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur, —- skapanorn, ó, gef mér stundar- grið! Kom, ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, svæf glaumsins klið og gef mér frið, góða nótt . . . Kæra Vika! Heldurðu, að þú viljir segja mér, hvort borga þarf tvö afnotagjöld, ef tvö útvörp eru á sama heimili? Viltu líka segja mér hvort á að senda bréf til Alan Ladd? J. G. B. Svar: Ekki þarf að borga afnota- gjald nema af einu tæki, þó að fieiri séu á sama heimili. — Heimilisfang Alan Ladd er: 9006 Sunset Blvd., Los Angeles, Calif. Vikan, Reykjavík. Ég var nýlega að lesa tvær skáld- sögur: „Ævintýri sendiboðans" (út- gef. Sögusafn heimilanna) og „Hinn margliti dauði" (útgef. á Akureyri). 1 báðum þessum bókum rakst ég á orðatiltækið „leita með dunum og dynkjum" (leita vandlega), — og í „Ævintýri sendiboðans" stendur á tveimur stöðum: „hann vissi út í hörgul". Mig langar til að biðja þig að Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pós<_ óif 75. .l•llllllll•l••(•■•••••lll••l•••••ll••"■">ll••""""•,*l"*l'l'***lvV segja mér, hvort þarna er rétt að orði komizt. Ég hef heyrt sagt að „leita í durum og dyngjum", og ég hélt að hörgull væri sama og vönt- un eða skortur. Einnig langar mig til að vita, hvort innflutningstoll þarf að greiða af bókum, sem keyptar eru erlendis frá, eða sendar að gjöf. Með þakklæti fyrir svörin. Kær kveðja. Bjarni. Svar: Hvorttveggja er rétt: að leita einhvers með dunum og dynkj- um“ og ,,að leita einhvers dyrum og dyngjum". Hörgull þýðir skortur og máltækið „að þekkja (eða vita) út í hörgul" er til. Enginn tollur er á innfluttum bókum. Kæra Vika min! Þakka þér kærlega fyrir alla skemmtunina, sem þú hefur veitt mér. Nú langar mig til að biðja þig að gera mér greiða. Viltu birta orðin „Ég elska þig“ á eins mörg- um tungumálum óg þú mögulega getur. Meða fyrirfram þakklæti og ég vonast eftir svari bráðléga þó ekki sé í næsta blaði. Bless Eva. E. S. Hvernig er skriftin? Svar: 1. 1 love you — enska. 2. Je t’aime — franska. 3. Ti amo — ítalska. 4. Te quiero — spænska. 5. Ich liebe dich — þýzka. 6. Ja lublu tebja — rússneska. 7. Mine rakastan sinua — finnska. 8. S’agabo. — gríska. 9. Ahibbik — hebreska. 10. Wo ai ni — kínverska. Skriftin er ekki falleg. Kæra Vika! Ég er 16 ára og hæðin er 182 cm. Hvað á ég að vera þungur í fötum ? Geturðu gefið mér einhverjar upp- lýsingar um tugþrautarmeistarann frá Olympíuleikjunum ? Með fyrirfram þökk fyrir væntan- leg svör. Iþróttaunnandi. P.S. Hvernig er skriftin? Svar: 74 kg. nakinn. — Tugþraut- armeistari á Olympíuleikunum var R. B. Mathias, Bandaríkjamaður, að- eins 17 ára gamall, og hlaut 7139 stig. Skriftin er „grautarleg“. Elsku Vika mín! Viltu nú ekki vera svo góð að svara fyrir mig eftirfarandi spurn- ingum, sem allra fyrst. 1. Ég er 15 ára, 168 cm. á hæð og 57 kg. á þyngd. Er ég of létt eða of þung? 2. Hvað eru margir leikskólar í Reykjavik og hverjir hafa þá? 3. Með hvaða móti er hægt að fá gljáa á hárið ? 4. Hvernig nær maður vörtum af sér sjálfur? 5. Hvaða litir klæða mig bezt ? Ég er há og grönn, með frekar dökkt hár og grænblá augu. 6. Hvemig er skriftin. Þinn aðdáandi S. H. Svar: 1. Þú ert sennilega allt að 5 kg. of létt. 2. Okkur er kunnugt um þrjá leik- skóla: Haraldar Bjömssonai', Lárus- ar Pálssonar og Ævars R. Kvaran. 3. Vörtum má ná með ætilyfjum, svo sem ísediki, en gallinn á slíkum lyfjum er sá, að þau vilja láta eftir sig ör. Stundum má ná þeim með kvikasilfurssmyrsli eða arseniki. 4. Með því að þrífa það vel og halda því hæfilega feitu. 5. Grænir og rauðir litir. 6. Skriftin er góð, jöfn og læsileg. Kæra Vika min! Getur þú sagt mér hvernig nýtízku Venus á að vera. Ég er 165 cm. á hæð og er 15 ára hvað á ég að vera þung? Hvérnig er skriftin? Kisa. Svar: Við treystum okkur ekki til að lýsa því, hvernig nýtízku Ven- us á að vera. 61 kg. Skriftin er heldur ljót. Kæra Vika mín ? Viltu vera svo góð að segja mér addressu rithöfundarins ameríska Ernest Hemingway. Með fyrirfram þökk. Eva. Svar: Heimilisfang hans er: 996 Hillside Ave., Plainfield, N. J. Skrif- stofa hans: 350 Fifth Ave., New York, N. Y. Eins og gengur — Sporarnir koma henni að góðum notum þessari! Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. María Jóhannesdóttir (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Bæjum, Snæ- fjallahr., N-Is. Jóhanna Ingvarsdóttir (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Lyngholti, Snæfjallahr., N-ls. Lilja Helgadóttir (við pilt eða stúlku 14— 17 ára), Unaðsdal, Snæfjalla- hr„ N-ls. Margrét Sveinsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára, æskilegt að mynd fylgi), Tryggvagötu 8, Selfossi, Árnessýslu. Guðrún Ásbjörnsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára, æskilegt að mynd fylgi), Reynivöllum 3, Sel- fossi, Árnessýslu. Elías Gunnarsson (við pilt eða stúiku 15— 17 ára), Melkoti, Stafholts- tungum, Mýrasýslu. Þorgils Gunnlaugsson (við stúlku 16— 20 ára), Hvanneyri, Borgar- firði. Helgi Valdimarsson (við stúlku 16—20 ára), Hvanneyri, Borgar- firði. Guðmundur Þorgrímsson (við stúlku 16—20 ára), Hvanneyri, Borgar- firði. Þorgrímur Jónsson (við stúlku 16—20 ára), Hvanneyri, Borgar- firði. Sigríður Þorgeirsdóttir (við pilt 18 —20 ára), Túnsbergi, Hrunamanna- hrepp, Árnessýslu. Elín Jónsdóttir( við pilt 16—19 ára), Hrepphólum, Hrunamannahrepp, Árnessýslu. Kristjana Sigmundsdóttir (við pilt 16—19 ára), Syðra-Langholti, Hrunamannahrepp, Árnessýslu. Herdis Árnadóttir (við pilt 16—19 ára), Galtafelli, Hrunamannahrepp, Árnessýslu. Garðar Vigfússon (við stúlkur 18—21 árs), Gunnar Pálsson (við stúlkur 18—21 árs), Eggert Ellertsson (við stúlkur 18—21 árs), Vilhjálmur H. Eiríksson (við stúlkur 18—21 árs), Vilmundur Jónsson (við stúlkur 18 —21 árs), allir á Bændaskólanum Hólum, Hjaltadal, Skagafirði. Guðmundur Þorsteinsson (við stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), Ragnar Einarsson (við stúlkur 16— 18 ára, mynd fylgi), Eggert Ellertsson (við stúlkur 16— 18 ára, mynd fylgi), Erlendur Eysteinsson (við stúlkur 16— 18 ára, mynd fylgi), allir á Bændaskólanum Hólum í Hjalta- dal. Kristín Karlsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Erna Bergsveinsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Hrefna S. Þorsteinsdót.tir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), allar á Reykjaskóla, V-Hún. Margrét Bærings (við pilt eða stúlku 17— 20 ára), Aðalgötu 9, Siglufirði. Pollý Baldvinsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára), Hlíðaveg 1, Siglufirði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.