Vikan - 16.12.1948, Síða 7
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
7
27. maí. Drukkum kaffi hjá fólki í
nágrenninu, hjá fiskimanni, sem heitir
Óli, og fjölskylda hans. Hús þeirra er eitt
hinna nýju, steinsteyptir veggir og báru-
járn á þakinu.
Við sitjum í lítilli stofu eins þriflegri
og þokkalegri og bezt gerist í Reykjavík,
með góðum nýtízkuhúsgögnum, rafmagni,
miðstöð og hinu venjulegu safni af fjöl-
skylduljósmyndum - á veggjunum. Mér
geðjast vel að þessum táhreinu stáss-
stofum, sem maður rekst á allstaðar á
íslandi, þó þær virðist ef til vill gamal-
dags og smáborgaralegar í augum Eng-
lendinga. Þær eru einskonar tákn þeirrar
hreykni og ástar, sem íslendingar bera til
heimila sinna.
Óli og fjölskylda hans eru vingjarnlegt
og glaðlegt fólk og virðast öll hin hraust-
ustu, þrátt fyrir tilfinnanlegan græn-
metisskort á þessum slóðum. Dætur hans
eru meðal fallegustu stúlkna, sem ég hef
séð á íslandi.
Það er fyrsta fjölskyldan, sem ég hef
hitt á Grímsey fyrir utan prestsfjölskyld-
una, þó M. og B. hafi komið í eitt eða
tvö hús áður. Ég hef tekið eftir því,
meðal annarra orða, að fólk hér, eins og
í Öræfunum, veitir ókunnugum vingjarn-
lega eftirtekt án þess þó að sýna nokkurn
sérstakan áhuga. Ef útlendingur kemur á
afskekkta staði eins og þessa, skyldi
maður ætla að glápt yrði á hann eins og
tvíhöfðaðan kálf eða eitthvað því um líkt,
en það er léttir að manni skuli tekið svo
blátt áfram.
Um kvöldið fór ég að horfa á M. mála
niður við sjó með hóp af aðdáunarfullum
ungum drengjum fyrir aftan sig. Skarp-
yddir klettar, skínandi blátt haf og
sköflug fjöllin á bak við. Það hlýtur að
vera gott að vera listamaður: orð geta
aldrei alveg lýst svo fögru sviði.
Eftir kvöldmat var ég svo óvarfærinn
að taka þátt í knattspyrnu. Ég er hræddur
um að þjóðarheiður Englands hafi orðið
fyrir alvarlegu áfalli vegna þess, hve lé-
lega ég lék,,en það verðyr ekki við því
gert og hvað sem öðru líður, þá var það
skemmtileg reynsla. Áður en Róbert kom
kunnu eyjarskeggjar ekki einu sinni
knattspyrnureglurnar, svo mér var for-
vitni á að vita, hvað honum hafði tekizt
að kenna þeim. Yfirleitt eru þeir honum
til sóma og leika eins vel og knattspyrnu-
sveitir í smáþorpum mundu gera víðast
hvar á Englandi. Það var þó ekki ó-
skemmtilegur mismunur í einu eða tveiin-
ur atriðum: I fyrsta lagi voru margir
þátttakendanna, en þeir eru flestir karl-
menn á eyjunni innan við þrítugt, með
hatta eða húfu á höfðinu meðan þeir léku,
nema þegar þeir skölluðu boltann. 1 öðru
lagi: Þó að markstengur væru á sínum
stað, voru jaðrar mjög óljósir og leik-
endur eltu boltann út um móa og þúfur;
og í þriðja lagi var enginn á sínum stað,
en örkuðu óskipulega fram og aftur eftir
vellinum. Þeir sýndu samt fágaðan leik
og greindarlegan og mundu eflaust gefa
enskri sveit með svipaðri reynslu nóg að
gera.
Róbert segir mér, að íslendingar séu
ólíklegir til að verða verulega góðir
knattspyrnumenn um ófyrirsjáanlegan
tíma vegna þess, hversu þeir eru miklir
einstaklingshyggjumenn og skilja ekki
nægilega vel anda samheldninnar. Það
verður fróðlegt að sjá, hvernig þessi íþrótt
þróast hér.
28. maí. Vika í dag síðan við komum.
I kvöld höfðum við svartfugl, sem Óli
hafði gefið okkur, til kvöldverðar. Ég var
tortrygginn gagnvart honum, þar eð ég
hafði aldrei bragðað hann áður — bjóst
við að hann mundi smakkast af úldnum
fiski, en reyndist ágætur á bragðið. Yrði
ég einhverntíma Robinson Crusoe, skyldi
ég verða ánægður, þó ég hefði ekkert
annað að borða.
En loftslagið hefur sín áhrif. Loftið er
svo frískandi hér, að matarlystin verður
ótakmörkuð. Systir mín hefur verið að
reyna að fita mig eins og verðlaunagrís:
ég hlýt að hafa þyngst um 10—20 pund
síðan ég kom til íslands.
I dag hefur verið kalt slydduveður, en
í kvöld létti til og ég gekk norður á eyna
með Robert til að tína egg. Klukkan var
yfir ellefu, svo við biðum til að sjá mið-
nætursólina, sem ég hafði séð einu sinni
áður, er ég var hertúlkur í Norður-Noregi
í maí 1940. Kringum gullinn skjöld sólar-
innar, er stóð spannarlengd frá sjóndeild-
arhringnum, var loftið bleikt, sem lofar
góðu á morgun.
Þegar ég hugsa til Noregs, verður mér
einnig- hugsað til þess, hvað komið hefði
fyrir Island, hefðum við ekki sent her-
sveitir hingað árið 1940. Að sjá hermanna-
skálana og önnur vegsummerki um brezk-
ameríska hernámið snertir samvizku mína
illa: mér hefði verið illa við nærveru er-
lendra hersveita í mínu eigin landi. Samt
veit ég, eftir að hafa verið sjónarvottur
að því sem stríðið olli Norðmönnum, og
er sannfærður um að nákvæmlega það
sama hefði átt sér stað hér, hefðum við
ekki komið í tæka tíð. ísland hefði orðið
orustuvöllur og mörg þúsund íslendingar
látið lífið, svo ekki sé minnst á áhrif loft-
árása á íslenzka bæi og þorp.
Hvort það, sem við Englendingar hugð-
umst að berjast fyrir — frumrök lýðræð-
isins — er það sama og íslendingar leitast
við að viðhalda, veit ég ekki enn, hefi ekki
Torfkofi á Grímsey.
dvalið nógu lengi í landinu til að dæma um
það, en ég er næstum viss um að svo er.
29. maí. Hjálpaði Róbert að sækja hey
frá öðrum bæ. Hann var orðinn uppi-
skroppa og varð að kaupa í viðbót. Við
bárum pokana á bakinu.
Hann hefur einnig keypt nokkra poka
af tilbúnum áburði. Það vakti áhuga minn,
því að ég vissi ekki, hvort íslenzkir
bændur notuðu mikið af „tilbúningi“. Á
Englandi eru margir bændur á móti því að
nota hann, því hann „reynir of mikið á
moldina“, eins og þeir segja.
Mér skilst að phósphatið, sem sjófugla-
driturinn inniheldur, sé einnig áburður í
eðlilegu ástandi, sem hjálpi til að halda
grasinu á Grímsey í góðu ásigkomulagi.
Um kvöldið kom einn nágrannanna með
snjóuglu, sem hann hafði skotið þá um
morguninn. Hún var miklu stærri en nokk-
ur ugla, sem ég hafði séð áður, alveg snjó-
hvít og með klær eins ógurlegar og á
tígrisdýri.
Grímsey er það sem kalla mætti para-
dís fuglafræðinganna, þ. e. a. s. hér eru
allskonar fuglar. En ég er nú enginn
fuglafræðingur, svo það er hætt við að sú
hlið lífverunnar fari fyrir ofan garð og
neðan hjá mér.
En jafnvel þó maður leggi sig ekki í
líma til að athuga fuglana, þá er varla
hægt að komast hjá að taka eftir hinum
mismunandi tegundum.
Sú sem mest lætur á sér bera er krían,
grá-hvítur fugl, áþekkur svölu með
fallega straumlínuvængi og hvellan og
ljótan róm. Þær virðast dvelja lengstum
stundum á landi á þessum árstíma, fljúga
fram og aftur í tilgangslausu hringsóli
yfir breiðum högunum ofan við túnin.
Kliður þeirra er áþekkur hópi æstra
barna. Þeim er illa við nærveru manna
á Grímsey og nálgistu þær fljúga þær yfir
höfði þér eins og vængjaður árásarher,
garga æðislega og steypa sér stundum yfir
Pramh. á bls. 43.
Fjárhús á Grimsey.