Vikan - 16.12.1948, Page 9
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
9
I. Xímaspursmál um vörubíl.
Á meðfylgjandi fjórum myndum sjáið þið,
ásamt fleiru, vörubil sem við skulum gera ráð
fyrir að standi fyrir framan stórt pakkhús. Tveir
menn, er ekki sjást á neinni myndanna, eru
annaðhvort að taka vörur af bílnum eða láta
vörur á hann. Þótt við sjáum mennina ekki, né
vitum hvort heldur þeir eru að taka af bílnum
eða láta á hann, getum við svarað eftirfarandi
spurningum algerlega rökrétt, ef við aðeins
einbeitum athygli okkar að myndunum.
Spurningarnar eru þessar:
1. I hvaða tímaröð voru myndirnar teknar?
2. Var mikill vindur, þegar myndirnar voru
teknar ?
3. Var maðurinn, er sést á efstu myndinni
og næstneðstu, að fara upp í fólksbílinn,
eða var hann að fara úr honum, og hefur
þá aðeins snúið sér að samfarþegum sín-
um til þess að kveðja.
4. Var verið að taka vörur af vörubílnum, eða
var verið að setja vörur á hann?
5. Var um sama fólksbílinn að ræða á báðum
neðstu myndunum ?
6. Var vörubíllinn fullhlaðinn, þegar fólks-
bíllinn ók af stað ?
7. Hvaða mynd var tekin lengstum tima á
eftir næstu mynd á undan?
A
R R A
p P P P
A
R A
R
II. A, R og P.
Reýnið að skipta þessum ferhyrningi í fjóra
parta sem vera skulu. 1) jafn stórir, 2) eins
að lögun, og 3) með bókstöfunum A, R og P,
hver um sig.
ÆÞt&gra-
tlvi'ti
III. 1 umsátursástandi.
Á stríðsárunum var afar víða komið fyrir
allskonar tálmunum á vegum sem lágu að hern-
aðarlega mikilvægum stöðum og borgum. Páir
eða engir munu þó hafa gengið eins rösklega
fram í þessu og borgarstjórinn í ZXCVY (nafn
borgarinnar er hernaðarleyndarmál). Hann lét
meira að segja koma fyrir hindrunum á öllum
strætum borgarinnar sjálfrar. Og alveg sérstak-
lega á leiðinni frá járnbrautarstöðinni að ráð-
húsinu.
Eitt sinn var borgarstjórinn staddur á járn-
brautarstöðinni og þurfti að flýta sér á borgar-
stjórnarfund, sem auðvitað var haldinn í ráð-
húsinu. En þá mundi hann alls ekki hvaða leið
hann ætti að fara án þess að þurfa að klöngrast
yfir götuvígin, sem var þó tvísýnt um að hann
kæmist yfir.
Getið þið bent borgarstjóranum á hindrunar-
lausa leið?
WrHDow M/NDO My
IV. Það er gert með speglum.
Fred nokkur Catt er hræddur við allt og alla,
jafnvel sinn eigin skugga. Hann er einsetumaður
og býr á fyrstu hæð i húsi, sem hann á sjálfur.
Teikningin, sem hér fylgir með, er af herbergja-
skipan á íbúðarhæð Catts. Til þess að geta
fylgzt með, og séð þá, er fara ætla inn í húsið
hefur hann komið fyrir fjórum speglum, flötum,
á veggjum herbergjanna, þannig, að liggjandi á
rúmi sínu og með höðuðið á koddanum merktum
X á myndinni, getur hann séð, hver er á ferð-
inni áður en sá hinn sami hefur stigið upp í
tröppurnar. •
Hvernig hefur Catt komið speglunum fyrir?
V. Atliyglisverðir búnaðarhættir.
Lífið á Læk er alveg einstakt, og þar fer
ýmislegt fram með öðrum hætti en allsstaðar
annarsstaðar. Láki bóndi á Læk er líka heim-
spekilega hugsandi maður, er hugsar meira um
að brjóta hin flóknustu vandamál lífs og dauða
til mergjar, heldur en um afkomu bús síns.
Myndin hér að ofan var tekin morgun einn
fyrir skömmu á áðurnefndum bæ, og undir
venjulegum kringumstæðum þar. Hvað getið þið
komið auga á mörg óvenjuleg atriði á þessari
mynd ? 7 ? 10 ? 14 ? eða fleiri ?
VI. Um víða veröld.
Hvað getið þið nefnt mörg þessara ey-landa
ón þess að bera ykkur saman við landabréfið ?