Vikan


Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 Fjölskyldan í þakherberginu. Smásaga eftir Elías Mar. Það var einu sinni einn morgun um hávetur, að ég gekk um þrönga en ónefnda götu hér í Reykjavík í þeim erindum að selja blöð. Ég rakst á lítinn drenghnokka — ekki meira en 6 eða 7 ára — sem vék sér að mér og sagði: „Stráksi, hvað ertu að selja?“ Ég sagði honum að ég væri að selja blöð. Ég ætlaði óðara að víkja mér frá honum, því mig grunaði ekki að hann keypti nein blöð. En óðara og hann sá að ég ætlaði að fara, kippti hann í höndina á mér og sagði um leið hæversklega: „Þú vilt víst ekki koma heim til mín ? — Það getur vel verið að hún mamma kaupi blað af þér.“ Þegar hann sagði „mamrna", var einhver óvenjulegur blær í röddinni, rétt eins og hann væri að tala um einhverja óákveðna persónu. „Hvar áttu heima?“ spurði ég og sneri mér aftur við. „Hérna neðar í götunni,“ svaraði drengurinn og benti niður eftir göt- unni. Ég lét til leiðast og fór með drengnum þangað, sem hann sagði mér að koma. Þegar við vorum ég átta. Það var á Laxfossi, sem var á leið frá Akranesi til Reykja- víkur. Sjógangur hafði verið mikill á leiðinni, svo að farþegar héldu sig flestir niðri við, en eftir því sem nær dró Reykjavík fór að fjölga uppi á þiljum. Meðal þeirra, sem alla leið- ina voru uppi á þilfari, vorum við pabbi. Mamma var ekki vel sjó- hraust, svo að hún var niðri í káetu. En er skipið lagðist að, þustu allir farþegarnir upp, og áður en land- göngubrúnni varð komið fyrir, höfðu flestir klifrað yfir borðstokkinn og í land. Við mamma vorum meðal þeirra, en pabbi varð eftir, vegna farangurs okkar. Fyrst hoppaði ég, og gekk það slysalaust, en mömmu gekk illa að ná fótfestu. Tvær ung- ar stúlkur stóðu þarna hjá, og um leið og mamma nam öðrum fæti við hafnarbakkann, sagði önnur: „Guð, sjáðu konuna." Ég varð skyndi- lega hræddur og fékk eins konar stíng í brjóstið. Mér varð litið nið- ur á sjávarborðið. Þangað fannst mér óralangt. Væri það nú ekki voðalegt, ef mamma hrapaði niður á milli skips og lands? „Mamma, mamma," hrópaði ég titrandi af ang- ist. „Þetta er allt í lagi, vinurinn," sagði mamma, ég er komin." Og nú stóð hún á hafnarbakkanum hjá mér. — Ég veit ekki hvers vegna þessi atburður, sem að vísu er ekki sér- lega merkilegur, hefur haft svona mikil áhrif á mig. En hitt veit ég, að í hvert skipti sem mamma veik- ist, flýgur mér þetta minnistæða at- vik í hug. komnir svolítið niður eftir götunni, stöðvaði hann mig og benti mér að koma með sér inní stórt hús, sem var úr timbri en járnklætt að utan. Síðan fórum við upp þrjá langa og snúna stiga; ég gekk á eftir en drengurinn á undan. Þegar búið var að ganga upp alla stigana, komum við í dimman og langan gang; við gengum lengra inn, en þá nemur drengurinn staðar og segir: „Vertu hægur, bíddu á meðan ég fer inn“ — og um leið grípur hann í hurðar- handfang og lýkur upp dyrum, sem ég hafði ekkert tekið eftir. Um leið kemur fram í dyrnar miðaldra kona með klút yfir höfðinu. Prjónapeysan hennar var rifin, en sjálf var konan berfætt. „Mamma!" hrópaði dreng- urinn, ,,ég er hérna með dreng með mér, hann er að selja blöð. Viltu kaupa eitt.“ Síðustu orðin sagði hann biðjandi. „Þú veizt að ég get ekki keypt nein blöð," svaraði hin föla kona. „Ég er þá búinn að narra hann hingað," sagði drengurinn. „Kannske þú viljir lofa honum að koma inn.“ „Það mátt þú,“ svaraði móðir drengsins. En ég hafði engan hug á að fara inn í íbúðir annarra manna, svo ég fór að fara fjær dyrunum. Þá kemur drengurinn aftur fram á ganginn og segir: „Viltu koma inn til mín og sjá leikföngin mín. Þú þarft ekki að vera lengi." „Ég hef ekkert að gera við að sjá þau,“ svaraði ég, ,,ég þekki ykkur ekki neitt." „Það er satt, en mig langar svo til að þú aðeins lítir á leikföngin mín, ég skal ekkert tefja þig“ svaraði hann. „Þau eru í kassa undir rúmi, það er ekki lengi verið að ná í hann." Ég hugsaði sem svo, að það gerði svo sem ekkert til, þó að ég liti á leikföngin, ég myndi hvort sem væri ekkert leika mér að þeim. Ég fór því inn í stofuna með honum. — — Þar var mikið inni af húsgögnum, því stofan var ekki stór. Drengurinn lagðist niður í gólfið og þreifaði með hendinni eins langt og hann gat undir rúmið. Konan bauð mér sæti á lélegum stól. Drengurinn hafði náð taki á ein- hverjum hlut, sem hann dró þung- lamalega fram í dagsljósið, en þegar hann kom auga á hann, var það gamall og myglaður fatakistill, sem hafði auðséð legið þarna lengi. Drengurinn hafði orðið fyrir sárum vonbrigðum, þar sem hann hafði búizt við að sjá kassann sinn með leikföngunum í. Á meðan þetta fór fram, hafði húsfreyjan verið að sýsla í kirnum og krukkum i einu horni stofunnar. „Hvar er kassinn minn, mamma?" spurði drengurinn vandræðalega. „Þa-það veit ég ekkert," svaraði konan stutt í spuna. Hún hafði vei'ið ávörpuð að óvöru og misst eina krukkuna, er sem betur fór brotnaði þó ekki. „Veiztu ekki hvar kassinn minn er, sem ég geymi dótið mitt i?“ spurði drengurinn. „Jú. Það var víst sá kassi sem fór í eldinn hjá mér i morgun," leiðrétti konan. „Ha? 1 eldinn!" hrópaði drengur- inn. „En hvar er dótið rnitt?" „Sosum hvaða dót? Það fór líka í eldinn. Hvað þýðir að leyfa krökk- um sem eru komin af barnsaldri að vera með fullan kassá af rusli undir rúminu hjá sér? Það vantaði nú bara!" svaraði húsmóðirin og sneri sér undan. Hún hafði nóg annað að gera en svara krökkum. „Láttu bara kistilinn aftur undir rúm!“ sagði hún í skipunartón. Og drengurinn hlýddi. Þegar hann beygði sig niður, sá ég, að lítið tært tár féli niður með vang- anum. Ekkablandnir drættir komu í ljós í andlitinu, og loksins féll hann í beizkan grát. „Áttu þá engin leikföng?" spurði ég. Á meðan þessu hafði farið fram, hafði ég setið þegjandi, en nú fannst mér nóg komið. Drengurinn þurrkaði sér um augun með leirugum handarjaðrinum. Stór brúnn blettur varð eftir á kinninni. „Ég má ekki vera að þessu lengur," sagði ég, „ég þarf að reyna að selja eitthvað af blöðum fyrir hádegið," og um leið stóð ég upp og gekk að dyrunum. „Verið þið sæl,“ sagði ég um leið og ég gekk út. En áður en ég var kominn að stiganum og ætlaði að fara niður, kom drengurinn fram á ganginn, horfði á mig sakleysislegum augum sínum og sagði: „Kemurðu aldrei aftur til mín?“ „Ég veit ekki," svaraði ég og stað- næmdist. „Ég vona að einhver góður drengur gefi þér leikföng," sagði ég einnig, „eða þekkirðu kannske enga stráka ?“ Það var eins og rynni út í fyrir honum, þegar hann ætlaði að svara. „Jú,“ sagði hann dræmt, „ég þekki marga stráka.-------En það er eins og enginn vilji þekkja mig.“ „Hefurðu þá ekkert til að una þér við og engan til að leika þér við?“ spurði ég. „Nei.“ Svo færði ég mig einu stigaþrepi neðar. „Ég má ekki slóra lengur," sagði ég. „Vertu sæll." „Vertu sæll," sagði drengurinn. Það var eitt kvöld fáum vikum seinna. Hríðin lamdi gluggarúðurnar og stormurinn hvein. Það voru ekki margir á götum úti þetta kvöld, aðeins einstöku sinnum sást mönnum bregða fyrir; það var varla að kvenfólk lét sjá sig. Ég hafði setið inni í hlýju borð- stofunni heima og haft litla hug- mynd um veðrið, sem úti var. Þegar ég kom út á tröppurnar, leizt mér ekki á blikuna. Þáð var mikið, að húfan fauk ekki af mér. Ég herti upp hugann og lagði af stað niður alla götu. Ég hélt annarri hendi um húfuna, en með hinni reyndi ég að halda pakkanum, sem ég var með. 1 þessum pakka var ekkert merkilegt, aðeins ein bók, myndabók. Ég var að fara með hana til fjölskyldunnar í þakherberginu. Og þótt kuldinn og hríðin settust að mér og gerðu mig kaldan í kinnum og á höndum, var mér eitt- hvað hlýtt innanbrjósts. Ég sá fyrir mér, hvernig gleðibros myndi færast yfir andlit drengsins, þegar ég rétti honum pakkann. Svo var ég loksins kominn að dyr- unum þar sem drengurinn og fölleita konan bjuggu. Ég barði þrjú högg á hurðina, þrjú létt högg. Fyrir innan var svarað með þrum- andi karlmannsrödd: „Kom inn!“ Ég kipptist við, tók höndina af hurðarhandfanginu og hikaði við að opna. Þá heyrði ég að gengið var þungum skrefum til dyra. Klunnalegar hendur gripu um handfangið áð innanverðu, og langur sláni birtist í dyrunum. „Er hægt að tala við húsfreyjuna ?“ spurði ég. „Já,“ svaraði maðurinn og var heldur hávær. „Gerða! komdu, það er strákur hér, sem vill finna þig!“ Og svo kom húsmóðirin fram i dyrnar. „Ég er hér með svolítinn pakka til drengsins," sagði ég auðrnjúklega um leið og ég rétti úr kaldri og stirðri hendinni og færði henni pakk— ann. „Þakka þér fyrir góði rninn," sagði hún. „Ég bið yður að skila kærri kveðju minni til drengsins, og verið þér sælar," sagði ég, og fór. Nú leið rúmur mánuður. Það er snemma morgundags, ég geng framhjá stóra timburhúsinu þar sem mæðginin eiga heima. Mér kemur til hugar að líta inn til þeirra aðeins augnablik. Ég fer upp stigana og ber á dyr. Enginn svarar. Ekkert hljóð. Ég ber aftur á dyr, en enginn svarar fremur en fyrr. Til að fullvissa mig um, að enginn væri heima, greip ég lauslega í hurðarhandfangið, en viti menn, hurðin var opin. Ég lít inn í herbergið, og það er tómt. Engin kona, og enginn lítill dreng- ur. Ég fer aftur niður stigann. Oft hefi ég hugsað um þau síðan, hugsað um drenginn, sem felldi brennheit tór sem fórn til sinnar týndu eignar. Ég hefi hugsað til fölleitu kon- unnar, sem hafði nóg annað að hugsa um en barnaleikföng, sem hafði nóg að gera hvern dag til að geta dregið fram lífið, og gat aldrei minnzt þess, að einhverntíma fyrir löngu, hefði hún sjálf verið saklaust og lítið barn, sem hafði leikið sér að legg og skel (I des. 1937). ♦ i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.