Vikan - 16.12.1948, Page 16
16
eldhúsinu! Steik og býtingur handa öllum — svo
er líka starfið vel launað. En þegar maður er
búinn að sigla með erlendum skipum í tuttugu
og tvö ár, vill maður fara að hvíla sig.“
„Það hlýtur að vera skemmtilegt, að sigla
með erlendum skipum," sagði ég.
„Ekki veit ég nú, hvort það er skemmtilegt,"
sagði brytinn. _,En maður lærir mikið á því. Og
fyrir þá, sem langar til að kynnast erlendum
þjóðum, er það nærri því nauðsynlegt. Ég tala,
til dæmis, ellefu tungumál. Síðastliðið ár talaði
ég mest Portúgölsku."
Meðan hann var að skeggræða þetta, hafði
hann smurt hveitihræru á bökunarskúffu, sem
hann hengdi svo upp undir loft í eldhúsinu.
„Þetta á að lyfta sér svo sem hálftíma, og svo
í ofninn með það.“
Kettlingamir höfðu nú komizt upp á eldhús-
borðið og iéku þar sinar eftirlætis listir. Brytinn
virtist þó vera orðinn svo vanur þessum katta-
fimleikasýningum, að hann gaf þeim lítinn
gaum.
„Skrældu betur, drengur, skrældu betur, —
ekki svona mörg horn og hrufur. Skræld kart-
afla á að vera eins og slétt og egg.“ Hann
þreif af mér hnífinn og hver kartaflan af annarri
kom slétt og hefluð úr höndum hans, með óskilj-
anlegum hraða.
Ailt í einu heyrðist eymdarlegt mjálm. Okkur
varð báðum bylt við og litum upp frá starfi
okkar. Annar kettlingurinn var í hnipri uppi á
hillu yfir borðinu, uppi undir lofti. Hinn sást
hvergi.Mjálmið heyrðist aftur. Það var ekki
lengi nein óvissa um hvaðan mjálmið kom. Hinn
ógurlegi grunur varð að fullri vissu, því brytinn
þreif á næsta augnabliki bökunarskúffuna niður
af krókum þeim, er hún hékk á. Ég vissi ekki,
hvort ég átti að hlæja eða gráta, yfir þeirri
sjón, sem nú bar fyrir augun. Kisa stóð upp
undir kvið í miðri hveitihrærunni og var að
gera aumkunarlegar tilraunir, með því að lyfta
upp löppunum á vixl og hrista þaer, til að losa
sig úr þessari leðju, sem hélt henni fastri og
virtist ætla að gleypa hana.
Brytinn stóð augnablik agndofa yfir þessari
viðurstyggð eyðileggingarinnar — en það var
aðeins augnablik. Á næsta augnabliki fannst mér
sem fellibylur skylli á eldhúsinu. Ég vissi aldrei
á hverri af hinu ellefu tungum brytinn bölvaði
mest, því eldhúsið var svo þröngt, að ég áleit
öruggast að hypja mig út sem fyrst. Ekki veit
ég, hvort kettlingamir hafa verið sama sinnis,
en nokkuð er það, að þeir þutu á næsta augna-
bliki fram hjá mér með ofsahraða, annar með
sínum venjulega gráa lit, en hinn alhvítur, og
hurfu undir stafnþilfarið.
„Hvað gengur á?“ sagði stýrimaðurinn um
leið og hann rak inn höfuðið, dálítið seinna.
Hann var á vakt og hefur sjálfsagt heyrt gaura-
ganginn.
Brytinn hefur líklega ekki verið í skapi til að
gefa neinar skýringar, því að stýrimaðurinn fór
strax aftur. „Gamli Grautar-Halli!“ heyrði ég
hann tauta við sjálfan sig um leið og hann yppti
öxlum — og hélt’ leiðar sinnar.
Um kvöldið, þegar ég var að bera inn eldi-
við til brytans, tók ég eftir því, að rúsínukassinn
var horfinn og ályktaði, að upp frá þessu mundi
eldhúsið kettlingunum lokuð paradís.
Hinir fyrri skjólstæðingar brytans héldu nú
mest til niðri í keðjukassanum og sáust aldrei
um daga. Á nóttunni, þegar gott var veður,
léku þeir sér stundum á þilfarinu, en ef einhver
ætlaði að nálgast þá, hurfu þeir eins og örskot
niður í hinn dimma felustað sinn. Eina nótt
tókst mér þó að ná öðrum þeirra, og til að
treysta vináttuböndin, gaf ég honum dálítið af
kaldri súpu, sem ég hafði geymt mér frá mið-
degisverðinum og ætlaði að borða seinna. Kisa
litla varð alveg óhrædd, og bráðlega voru báðir
kettlingarnir farnir að lepja súpuna með ágætri
lyst. Þeir voru svo matlystugir, að þeir skeyttu
því engu, þótt ég stryki þeim. Voru þeir nú
meir en hálfvaxnir og nærri því eins, svo að ó-
mögulegt var að þekkja þá sundur.
Upp frá þessu virtust kettlingarnir skoða mig
sem gamlan kunningja. Ég færði þeim á hverju
kvöldi fulla undirskál af súpu frá miðdegisverð-
inum og lét hana á afvikinn stað á þilfarið.
Á morgnana var hún svo þurrsleikt, að sjaldnast
þurfti að þvo hana frekar. Pæða kettlinganna
var þannig hin sama eins og skipshöfnin fékk.
Maturinn á „Esmeröldu" var nú sjaldnast íburð-
armikill, en það var að minnsta kosti einn kostur
við hann, — hann varð gómtamur, þó hann
væri sjaldan gómsætur. Og það var þó alltaf
nokkuð.
Ferðin gekk hægt — mjög hægt og við kom-
umst ekki suður í Ermasund fyrr en á aðfanga-
dag jóla. Það var byrleysa og loftið rakt og
drungalegt. Það var óskemmtilegt að halda jól
undir þessum kringumstæðum. Síðdegis þennan
dag komu fiskimenn til okkar og buðu skipti á
fiski fyrir tóbak og áfengi. Þetta gerði dálitla
tilbreytni í mataræði okkar, sem tekið var fegin-
samlega. Þeir, sem bezt þykjast vita, segja, að
þefskynjun katta sé mjög lítið þroskuð. Hvað
sem þessu líður, þá voru kettlingarnir okkar
fljótir að finna fiskþefinn alla leið niður í skúma-
skot sitt, langt fram í barka. Þeir gleymdu
mannfælni sinni, komu fljótt á vettvang, fylgdust
vel með öllum undirbúningi og möluðu af á-
nægju, þegar þeim var gefinn skammtur af fisk-
inum.
Allri skipshöfninni var skammtaður fiskur. Ég
aðstoðaði brytann við undirbúning máltiðarinnar
og var feginn þessu tækifæri til að sýna honum,
að ég kynni þó eitthvað.
En hvað kettlingarnir mínir hafa stækkað!"
sagði annar stýrimaður, um leið og hann gekk
fram hjá þeim, þar sem þeir voru í óða ónn að
háma í sig fiskinn. „Þeir fara bráðum að fækka
rottunum."
Litlu síðar kom hann aftur í fylgd með skip-
stjóranum. „Já," sagði skipstjórinn, „veljið þann
fallegri." Og hann gekk aftur upp í lyftinguna.
„Ég sé engan mun á þeim,“ sagði stýrimað-
urinn um leið og hann tók upp þann, sem nær
var, og bar þann aftur í klefa skipstjórans.
Þetta jólakvöld fékk skipstjórakisa niðurso \ia
mjólk og steiktan fisk og var látin sofa i búr-
horninu á mjúkri dulu. En kisa skipshainar-
Enska leikkonan Margaret Lockwood
sem Ann Markham í kvikmyndinni „Look
before you love.“ Margaret Lockwood
hefur verið ein fremsta kvikmyndaleik-
kona Englands í þrjú ár. Pyrsta hlutverk,
sem hún hafði í kvikmynd var í „Lorna
Doone“ 1934 og var hún þá aðeins sextán
ára. (Myndin er frá J. Arthur Rank kvik-
myndafélaginu í London).
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
innar fékk bara ruður og varð að hýrast á poka-
druslum í sinu fyrra skúmaskoti.
Kettir, eins og menn, venjast fljótt bættum
skilyrðum. Skipstjóra-kisa vandist brátt við að
skoða hann sem húsbónda sinn og lyftinguna sem
sitt sjálfsagða heimili. Hún fór næstum því aldrei
á burt þaðan og kæmi það fyrir, að hún skryppi
niður á þilfarið, var hún strax sótt. Þegar dag-
arnir urðu hlýrri, var hún vön að liggja tímun-
um saman uppi á þakinu á skipstjóraklefanum
og sleikja sólskinið. Mér virtist hún verða fallegri
með degi hverjum. Hún hafði líka fengið fallegt,
rautt hálsbindi. Hamingjan hafði sannarlega
verið henni hliðholl.
En vesalings frammí-kisa, kisa skipshafnar-
innar, missti alveg gleði sína. Stundum var hún
á ferli á þilfarinu alla nóttina, mjálmandi og
leitandi, og oft var undirskálin ósnert á morgn-
ana. •
Einstaka sinnum kom þó fyrir, helzt á tungl-
skinsnóttum, að kettlingarnir hittust.Og þá var
nú gleði og gaman og ekki hugsað um neinn
stéttamun. Og gömlu listirnar, sem ég kannaðist
svo vel við frá eldhúsveru þeirra, voru nú leiknar
af sama fjöri og fimi eins og áður.
Morgun einn eftir slíka tunglskinsnótt, varð
uppi fótur og fit í klefa yfirmannanna. Skips-
hafnar-kisa hafði stolizt inn í búrið, drukkið alla
mjólk skipstjóra-kisu og meira að segja farið inn
í svefnklefa skipstjórans; það var jafnvel sagt,
að hún hefði verið svo óskammfeilin, að stökkva
upp í rekkjuna til hans! Þetta mátti heita alveg
ódæma frekja, — og auðvitað var hún elt og
rekin fram i skúmaskot sitt.
„Gerið svo vel, að sjá um, að kattarskrattinn
ykkar haldi sig frammí," sagði skipstjórinn, og
ekki í neinum bænarrómi.
En það versta við þetta allt saman var þó
það, að skipstjóra-kisa fannst hvergi.
„Þessi kattarfjandi hefur náttúrlega bitið
aumingja kisu mína, og svo hefur hún kannske
skriðið í eitthvert skúmask. t til að deyja," sagði
skipstjórinn raunamæddur. „Ég skal gefa hverj-
um þeim vindil, sem finnur hana,“ bætti hann
við og andvarpaði.
Vindil! Það var þá til nokkurs að vinna. Allir
fóru að ieita. Einn af s;ómönnunum var svo
heppinn að finna hana. Hún var þá, eftir allt
saman lifandi og ómeidd og með rauða háls-
bandið sitt í sínum fyrri heimkynnum niðri í
keðjukassanum.
„Ég gæt: bezt trúað, að þú hafir látið hana
þarna sjálfur," sagði skipstjórinn. „Ég kannast
við brellurnar ykkar!" Og sjómaðurinn fékk
engin fundarlaun. „Aumingja kisa mín,“ sagði
hann svo, „en hvað þú ert óhrein og úfin. Við
verðum undir eins að baða þig.“ Hann skipaði
að koma með heitt vatn og sápu, og svo tók
hann og annar stýrimaður kisu litlu og þvoðu
hana hátt og lágt, en hún varð bara úfnari við
baðið, eins og allir vita, sem reynslu hafa í böðun
katta. Góð máltíð réð þó skjótt bót á þessu, og
allt komst brátt í sinar venjulegu skorður á
skipinu.
Hálfsmánaðar tími leið svo, að frammí-kisa
lét lítt á sér bæra, en svo var hún morgun einn
komin inn í híbýli yfirmanna. Brytinn færði skip-
stjóranum kaffið þenna morgun sem oftar. Áður
en hann fór úr búrinu, hafði hann látið mjólk
í undirskál handa skipstjóra-kisu, og var skamma
stund burtu. En þegar hann kom aftur, voru
báðir kettlingarnir að^gæða sér á mjólkinni.
I þetta sinn var málið ekki látið enda með
bannfæringu einni. Litla kisa var tekin og lú-
barin, og þegar hún loks slapp úr þeim vítis-
kvölum, þaut hún eins og örskot fram í skotið
sitt. Þetta skeði einn góðviðrismorgun í Mið-
jarðarhafinu. Allar dyr á híbýlum yfirmannanna
voru opnar upp á gátt og ég einmitt við stýrið
og heyrði þetta allt og sá. Ég aumkaði veslings
kisu okkar frammimanna, því mér þótti eins
vænt um hana eins og ég ætti hana einn.
, Framhald á bls. 33.
l
»