Vikan - 16.12.1948, Side 19
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
19
1illiimutið
Smásaga eftir Mark Twain
Svo bar við á langferð okkar suður
Nevada, að eitt hjólið brotnaði undan
vagninum okkar, svo að Við urðum að fá
gert við það á næstu stöð, áður en hugs-
anlegt væri að komast lengra.
Talið var að þetta mundi valda. 5—6
stunda töf, svo að við tókum feginshendi
boði um að vera þátttakendur í veiðiför,
sem verið var að undirbúa til þess að
skjóta villinaut. Og það var líka óblandin
ánægja að þeysa á eftir villidýrunum
þennan daggarhreina morgun. En ánægjan
varð þó blendin að lokum fyrir suma, því
að einn félagi okkar, Bemis að nafni,
sem átti það til að sniðganga sannleik-
ann, var sjálfur eltur af ólmum bola að
minnsta kosti í tíu mílna vegalengd, þar
til hann í örvæntingu sinni tók það fanga-
ráð að fleygja sér af hestbaki og klifra
upp í tré eitt afskekkt, er varð á vegi
hans. Fyrir þetta varð hann að almennu
athlægi og var súr sem edik næsta sólar-
hring. En svo fór að brá af honum og
málbeinið liðkaðist á ný.
,,Jæja,“ sagði hann. ,,Ætli þið hefðuð
hlegið eins hátt í mínum sporum. Að
minnsta kosti var mér ekki hlátur í hug
um tíma. Og þessi langi sláni, sem þið
kallið Hank, ætti ekki að vera að glenna
sig. Ég skyldi hafa barið hann í klessu
hefðum við verið tveir einir. En ég sá
fram á að þið hinir mynduð hafa komið
honum til hjálpar fimm eða sex, og ég
kærði mig ekki um að fara eins með ykkur
alla. En í staðinn vildi ég bara óska þess,
að þið hefðuð allir verið komnir upp í
tréð til mín. Hver veit nema gleiddin
hefði þá farið af ykkur. Og hefði ég nú
bara haft almennilegan hest! En það var
nú eitthvað annað. Um leið og þessi
tindabikkja, sem ég sat á, sér hvar tarf-
urinn kemur æðandi og öskrandi á móti
henni, þá rís hún — sem ég er lifandi
maður — upp á afturfótunum og prjónar
með framfótunum út í loftið. Við þessar
aðfarir tók hnakkurinn að renna undan
mér, svo að ég varð að þrífa báðum hönd-
um um hálsinn á truntunni, til þess að
halda mér á baki, um leið og ég byrjaði
að lesa ,,faðir vor“, skiljið þið?“
„Já, þó nú væri!“
,,En hvað haldið þið! Á næsta vetfangi
var merin komin með framlappirnar
niður á jörð aftur og jós nú sem ákafast,
en bolinn gleymdi að bölva og öskra og
spæna upp jörðina af tómri forundran og
stóð bara í sömu sporum og starði á að-
farir merarinnar. En bráðlega fékk hann
nóg af slíku og tók nú þar til, sem fyrr
var frá horfið, hóf nýja árás gegn okkur
og rak um leið upp svo ægilegt öskur, að
það sópaði sýnilega síðustu leifum heil-
brigðrar skynsemi úr merinni og gerði
hana að alfullkomnasta erkifífli heims-
ins. Þó að ég ætti að detta niður stein-
dauður hér á stundinni, þá get ég ekki
sannara orð talað en það, að merarskratt-
inn stakk sér beint á hausinn og grét
söltum tárunum af skelfingu, sjálfsagt
einar 15 sekúndur. Hún var alveg af
göflunum gengin, svei mér þá, og bar ekki
skyn á það fremur en nýfætt barn, hvað
hún var að gera. Svo geystist fjandans
blótneytið fram til nýrrar árásar, og um
leið komst bikkjan á fjóra fætur aftur
og djöflaðist nú á harðastökki allt hvað
hún orkaði næstu tíu mínúturnar, en á
hvern hátt, haldið þið? I hring, drengir
mínir, hvern hringinn af öðrum á slétt-
unni, og það með slíkum hraða, að allt
hringsnerist fyrir tarfinum, svo að hann
gat ómögulega reiknað út hvaða stöðu
hann ætti helzt að taka til að stanga
okkur svo dygði. Hann stóð því bara kyrr
másandi og bölvandi, rótaði mold og sandi
yfir bakhlutann á sjálfum sér, öskraði við
og við og var nú að komast á þá skoðun
að þarna væri líklega kominn 1500 dollara
cirkushestur handa honum til að gæða
sér á.
En af mér er það að segja, að fyrst
hékk ég á makkanum — á merinni, ekki
bolanum! — því næst rann ég aftur á
við í áttina að taglinu og stakkst á
Enska kvikmyndaleikkonan Susan Shaw kveik-
ir á jólatrénu sínu.
ýmsum endum fram og aftur þar að auki.
Og þó — það get ég margsvarið — þó
fannst mér eitthvað hrífandi og jafnvel
hátíðlegt við þennan þrotlausa tryllings-
sprett og þessi æðisgengnu loftköst á
sjálfum mér, þarna í návist dauðans
sjálfs. En nú var villinautið komið á
hreyfingu á nýjan leik, komst nú í högg-
færi við okkur og snerti víst eitthvað til-
heyrandi afturparti merarinnar — ja, ég
held það að minnsta kosti, því að ég var
þá stundina með hugann of mjög bundinn
við sjálfs mín ástæður til þess að geta
sagt um það með vissu. En svo mikið er
víst, að eitthvað hlýtur allt í einu að
hafa fyllt merartruntuna brennandi löng-
un eftir einveru, því að hún tók geysihart
viðbragð og rauk af stað. Og þið hefðuð
bara átt að sjá, hvað þessi beinagrind með
köngullóarlappirnar gat þanið sig! Og þið
hefðuð átt að sjá nautið í þessu kapp-
hlaupi, með hausinn niður við jörð, tung-
una lafandi út úr kjaftinum eins og rauða
druslu, halinn lóðrétt upp í loftið, öskrin
dundu eins og þokulúður, en illgresi,
mold og sandur stóð í strókum aftur af
honum, rétt eins og hvirfilbylur væri á
ferðinni. Það var nú kapphlaup í lagi!
Ég hékk í hnakknum aftur á lend á mer-
inni, tauminn hafði ég milli tannanna, en
hélt mér með báðum höndum dauðahaldi
í hnakkkúluna. Fyrst drógust hundarnir
aftur úr, svo náðum við kanínu, fórum því
næst fram úr sléttuúlfi og vorum í þann
veginn að draga uppi antílópu, þegar
hnakkgjörðin, sem var fúin, hrökk í
sundur og ég slöngvaðist um 100 fet
aftur á bak til vinstri. Við þetta flæktist
hnakkurinn um afturlappirnar á merinni,
en hún sparkaði honum 8 eða 9 hundruö
fet beint í loft upp, sem ég er lifandi
maður! Sjálfur skall ég niður við ræt-
urnar á eina trénu, sem til var á margra
mílna svæði (eins og hver maður hefði
getað séð með eigin augum), og á næstu
sekúndu þreif ég um stöfninn og mjakaði
mér upp á við með nöglum og tönnum,
þar til ég að lokum sat klofvega á einni
stærstu greininni.
Púh! Loksins gat ég kastað mæðinni,
vegsamað heppni mína og hresst upp á
hugrekkið með nokkrum kröftugum blóts-
yrðum, enda var ég nú öruggur fyrir
tarfinum, svo framarlega sem honum
dytti bara ekki þetta eina í hug, sem ég
var hræddastur um. Að vísu var sá mögu-
leiki fyrir hendi að dýrinu dytti þetta
ekki í hug, en óneitanlega voru meiri líkur
til þess, að einmitt þetta væri bolsi nú
að hugleiða. En ég hafði þegar hugsað
upp varnarráðstafanir, ef svo skyldi fara.
Það voru full 40 fet til jarðar frá grein-
inni, sem ég sat á, og nú losaði ég með
mestu rósemi snöruna mína frá hnakkn-
um —“
„Hnakknum —? Höfðuð þér þá hnakk-
iún með yður upp 1 tréð “
„Með mér upp í tréð? Nú þykir mér
týra! Það mundi enginn hafa getað, ekki
Framhald á bls. 30.