Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 22

Vikan - 16.12.1948, Síða 22
22 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ * HEIMILIÐ * I Tízkumyndir Hrísgrjónagrautur. 2500 gr. mjólk, 250 gr. hrís- grjón, 2 matskeiðar sykur, 1 te- skeið salt, 1 heil mandla. Bnska kvikmyndaleikkonan Margar- et Lockwood í kvikmyndinni „Look before you love“. Margaret Lockwood notar þennan fallega hatt í kvikmyndinni „Look before you love“. Er hann úr ljósu strái og skreyttur blómum og svört- um flauelisböndum. (Myndirnar eru báðar frá J. Arthur Rank-kvik- myndatökufélaginu i London). Þegar mjólkin sýður, eru grjónin sett í, og er alltaf hrært í við og við, meðan þau eru að soðna. Grauturinn er borðaður með saft. Mandlan er sett í rétt áður en graut- urinn er borinn fram. Kalt hangikjöt. Grænar baunir og gulrætur bornar með í jafningi. Frosin rjómafroða. % 1. rjómi, y2 st. vanille, 50 gr. sykur, 100 gr. sætir ávextir eða íslenzk ber. Rjóminn er þeyttur vel. Vanille- stöngin er steytt ásamt sykrinum. Því næst er vanille, sykri og ávöxt- unum blandað saman við rjómafroð- una. Pryst i 3—4 kl.st. Framreitt með makrónum eða ísvöflum. Skraut á jólaboröiö. IJr sveigjanlegum, þykkum pappír er klippt meters löng og 20 cm. breið ræma og önnur, sem er aðeins 60—70 cm. löng. Lengri ræmuna á að nota í hæðótta braut, með þvi að sveigja pappírinn, og leggja hana ofan á styttri ræmuna (sjá myndina). Hæðirnar og dældirnar eru búnar til á þann hátt að endar ræmanna eru límdir saman og þar sem dæld á að vera er settur þungur hlutur og látinn standa þar um stund. Þið sjáið hvernig á að búa til sleðana og jólasveinana á mynd B, C og D. Eru þeir klipptir úr þykkum Um jólatrésskraut. Sjá bls. 21. pappír og málaðir með vatnslitum. Á sjálfa brautina er borið litlaust lím og bórsýrudufti stráð á, svo að hún líti út sem hjarn. Pyrir endana eru settar jólagreinar. Dýrið, sem beitt er fyrir sleðann, er búið til úr leir og eldspýtum. Þetta getur orðið ljómandi snoturt á jólaborðinu með kertaljósum sitt hvoru megin. Skemmtileg kaka á jólaboröið Þessa köku er auðvelt að búa til, er hún gerð úr hringum og mis- munandi stórum stjörnum. Stjörnunum er raðað eftir stærð, sú stærsta neðst, og hringirnir á milli. — Deigið: 420 gr. rúgmjöl, 270 gr. sykur, 3 egg, 120 gr. hunang, iy2 teskeið natron, engifer, allrahanda og negull eftir smekk, 70 gr. sætar möndlur og 1 egg til skrauts. — Mjölið, sykurinn, eggin, hunangið, natrónið og kryddið er hnoðað í deig. Síðan geymt í 2 klukkustundir. Tekið utan af möndlunum og þær skornar í tvennt. Deigið er flatt út i 4 mm. þykkt og skornar út stjörnur í mismunandi stærðum. Egg borið á og mandla sett hvern odd og örlitlu af sykurbráði sprautað á. Bakað á smurðri plötu í vel heitum ofni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.